Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 52
322 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 23 sjúklingum (38%). Þær voru í flestum tilvik- um vægar (til dæmis linar hægðir, ógleði, slappleiki og óljósir kviðverkir), en sex sjúk- lingar (10%) fengu verri aukaverkanir eins og niðurgang (5%), húðútbrot (3%), og sveppa- (candida) ofansýkingu í vélinda (2%) (tafla VI). Hjá þeim sjúklingum þar sem niðurgangi var lýst, tókst ekki að finna ofansýkingu eða anti-toxin fyrir Clostridium difficile. Auka- verkanir komu oftar fyrir hjá DMT hópnum (fimm sjúklingar), borið saman við DMA hóp- inn (einn sjúklingur). Enginn tölfræðilegur munur (p=0,17) var á hópunum með tilliti til aukaverkana (tafla VI). Sjúklingarnir sýndu góða meðferðarheldni og þrátt fyrir tíðar aukaverkanir, luku allir nema tveir sjúklinganna fullri meðferð. Annar þeirra lauk ekki töku á metrónídazól vegna gruns um ofnæmi, það er að segja húðútbrot, og hinn sjúklingurinn lauk ekki töku á De-Nol vegna misskilnings. Báðir sjúklingarnir til- heyrðu DMT hópnum. Umræða Það er ennþá umdeilt hvort bakterían H. pylori á beinan þátt í tilurð magasára, en hlut- verk hennar virðist líklegra í tilurð skeifugarn- arsára. Nokkuð sannfærandi niðurstöður rann- sókna liggja nú fyrir, sem sýna mjög ákveðin tengsl bakteríunnar við tilurð langvinnrar magabólgu af gerðinni B. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef bakterían er upprætt, hverfur magabólgan með tíð og tíma (21). í tilraunum hefur mönnum tekist að sýkja slímhúðina í magahellinum og valda þar bráðamagabólgu (22), sem í mörgum tilvikum leiðir síðar til langvinnrar magabólgu. Tengsl langvinnrar magabólgu af gerðinni B og skeifugarnar- og magasára er einnig nokkuð sterkt. Sjúklingar með langvinn skeifugarnarsár hafa jafnframt langvinna magabólgu og mögulegt er að sýna fram á H. pylori í magahellisslímhúð í yfir 90% þeirra og 80% sjúklinga sem hafa magasár (4). H. pylori finnst hjá allt að 50-60% einstaklinga án meltingarsára ef leitað er af handahófi hjá fólki yfir fimmtugt í hinum vestræna heimi. í einni rannsókn hér á landi hefur verið sýnt fram á allhátt algengi H. pylori sýkinga hjá íslendingum með því að rækta bakteríuna í vefjasýnum frá slímhúð í magahelli (23). Erfitt reynist að uppræta bakteríuna í slím- húð magans og samsvörun milli næmisprófs í rannsóknarstofunni (in vitro) og þess sem raunverulega á sér stað í líkamanum (in vivo) er oft lítil. Frekari vitneskja um bólstað og hegðun bakteríunnar í maganum leiðir í ljós að aðgengi lyfja er slæmt og þess vegna er erfitt að uppræta hana. Hún grefur sig niður í slímlag slímhúðarinnar og myndar um sig hjúp amm- óníaks sent ver hana fyrir ýmsu áreiti, til dæmis sýru. Mörg lyf og lyfjasamsetningar hafa verið reynd í tilraunum til að uppræta bakteríuna, en með misjöfnum árangri. Bismuthsambönd hafa lengi verið talin koma að gagni gegn H. pylori, en nú er ljóst að aðeins er mögulegt að uppræta bakteríuna í um 20-30% tilfella ef bismuth er gefið sem eina lyf og virðist inntaka fjórum sinnum á dag gefa betri árangur en þrisvar sinnum á dag (24,25). Þekkt er að met- rónídazól er all áhrifaríkt gegn bakteríunni (75% næmi), en ónæmi gegn lyfinu kemur oft fyrir ef það er notað eitt sér. Árangur er hins vegar betri ef bismuth og metrónídazól er not- að saman og lýst er upprætingu á H. pylori í ailt að 60% tilfella (26). Undanfarin ár hefur verið sýnt fram á að með því að bæta einu sýklalyfi við framangreind tvö lyf, hefur náðst bestur árangur í að uppræta H. pylori (15). Lyfin sem hér um ræðir eru ampicillín og tetracýklín. Síð- ar kom í ljós að það er þægilegra að skammta amoxicillín (betra frásog) sem hefur færri aukaverkanir, en talið er að ampicillín sé í raun jafn virkt lyf, en í einlyfja meðferð er uppræt- ing á H. pylori minna en 20%. Engar góðar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar á þessum tveimur lyfjum (10). Rannsóknir hafa sýnt að mögulegt er að uppræta bakteríuna í allt að 90% tilfella með þessum þremur lyfjum (27,28) og virðist tetracýklín gefa betri árangur en ampicillín (amoxicillín) í lyfjasamsetningum gegn metrónídazól ónæmum bakteríum (29,30). Fullyrða má að árangur meðferðar er misjafn milli þjóðlanda eins og algengi, endur- komutíðni og aukaverkanir hinna ýmsu með- ferða, þó sérstaklega þriggja lyfja meðferðar (15). í rannsókninni voru bornar saman tvær bestu lyfjasamsetningarnar (DMA og DMT). í einlyfja meðferð hefur reynst best að gefa bis- muth í fjórar vikur. Aukaverkanir tengjast að- allega sýklalyfjunum (metrónídazól, ampicill- ín, tetracýklín) og var af þeim sökum valin sú leið að stytta meðferðartíma þeirra eftir mætti án þess að rýra áhrif lyfjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.