Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 18
294
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
skrá I), sem skráðar voru eftir fyrstu komu (3).
Þessar sjúkdómsgreiningar byggjast bæði á út-
komu úr spurningalista og lífeðlis- og mein-
efnafræðilegum niðurstöðum. Einnig voru
skráðar þær sjúkdómsgreiningar sem læknirinn
hafði bætt við í sjúkraskrá II. Klínísk sjúk-
dómsgreining var einungis sett þegar um var að
ræða virkt læknisfræðilegt vandamál sem ekki
kom fram í fyrri heimsókn eða í sjúkraskrá I.
Spurt var sérstaklega um ýmis vandamál sem
vitað er að tengjast háum aldri. Spurt var um
erfiðleika við þvaglát; um lausheldni á þvagi,
bráða þvaglátaþörf, tíð eða erfið þvaglát.
Þegar saga var augljóslega ónákvæm var spurt
um erfiðleika með minni og athuguð áttun á
eigin persónu, stað og stund og skráð sem glöp
þegar alvarlegar truflanir komu fram. Skáðar
voru augljósar orsakir gangtruflana svo sem
liðagigt, fyrri mjaðmarbrot, riða, eftirstöðvar
slags, svimi og notkun göngutækis. Spurt var
um harðlífi og lausheldni á saur og hvort við-
komandi fyndi til kvíða eða geðlægðar. Ýmsar
aðrar sjúkdómsgreiningar komu eftir hendinni
svo sem kviðslit og sóri (psoriasis) sem skráðar
voru á lista klínískra sjúkdómsgreininga.
Til þess að geta metið áhættuþætti var rann-
sóknarhópnum fylgt eftir í Horfinnaskrá (skrá
um alla þá sem dáið hafa, flutt af landi brott
eða breytt um einkennisnúmer frá 1966) til árs-
loka 1988. Þá hafði meira en helmingur hópsins
látist og var þeim aftur skipt í tvennt eftir því
hvort andlát hafði orðið innan tveggja ára frá
rannsókninni eða síðar. Vægi áhættuþátta fyrir
heildardánartíðni var metið með aðhvarfs-
greiningu Cox til ársloka 1988 (4). Reiknað var
vægi bæði með leiðréttingum fyrir öðrum
áhættuþáttum og án tillits til annarra áhættu-
þátta. Að öðru leyti var notað nákvæmt próf
Fishers við samanburð á talningu á fjölda en
t-próf við samanburð meðaltala mæligilda.
Niðurstöður
Rannsóknin náði til 106 einstaklinga eða
72% þeirra sem voru á lífi þegar rannsóknin
var gerð. Konurnar töldust 69, meðaldur
þeirra 87 ár en karlarnir 37, meðalaldur 88 ár
(tafla I). Búseta gefur nokkra hugmynd um
félagslegar aðstæður, en 65% bjuggu á eigin
heimilum, 27% á elli- og dvalarheimilum og
8% í félagslegum leiguíbúðum (tafla II). Lík-
amleg færni var með þeim hætti að helmingur
hópsins komst allra sinna ferða utanhúss sem
innan, röskur þriðjungur utanhúss einungis
Tafla II. Biiseta og hreyfigeta 106 Reykvíkinga 80 ára og eldri
utan sjúkrahúsa.
Híbýli Konur (%> Karlar (%)
Félagslegar leiguíbúöir 12 3
Elli- og dvalarheimili 24 32
Eigiö heimili eða aðstandenda 64 65
Alls 100 100
Konur og karlar
Hreyfigeta (%)
Óhindruö 50
Utanhúss meö aöstoö 35
Göngutæki eöa aöstoö innanhúss 15
Alls 100
Tafla III. Fjöldi sjúkdómsgreininga meðal aldraðra.
Aldur Meðalfjöldi sjúkdómsgreininga
Konur Karlar
N=48 N=24
80-89 Stöðluð 1,5 3,3
Klínísk 0,6 1,4
Alls 2,1 4,7
90 ára N=21 N = 13
og eldri Stöðluð 3,1 3,1
Klínísk 2,9 2,6
Alls 6,0 5,7
Samtals
80 ára N=69 N=37
og eldri Stöðluð 3,5 3,2
Klínísk 1,7 1,8
Samtals meðaltal 5,2 5,0
með aðstoð en 15% þurftu aðstoð við allar
ferðir innanhúss.
Meðalfjöldi sjúkdómsgreininga í sjúkraskrá
I (stöðluð greining, tölvukeyrð) var 3,4 og 1,7
(klínísk greining) í sjúkraskrá II eða samtals
5,1 sjúkdómsgreining á einstakling að meðal-
tali. í aldurshópnum 80-90 ára höfðu karlar
fleiri sjúkdómsgreiningar en konur en konur
höfðu vinninginn meðal 90 ára og eldri. Sjúk-
dómsgreiningum fjölgaði með hækkandi aldri
hjá báðum kynjum (tafla III).