Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 313 og nokkrum öðrum samskiptum innan spítal- ans, svo sem tengsl rannsókna, röntgendeilda og apóteks við aðrar deildir hans. Móðurtölvur eiga hins vegar mjög erfitt með að þjóna innra starfi hinna einstöku deilda, enda er oft um mjög ólíka starfsemi deildanna að ræða. Nokk- uð hefur tíðkast að upplýsingar séu sendar frá einstökum deildum til skráningar á tölvudeild, en reynslan af slíku er sú að mikill hluti af tíma skrásetjarans fer í að finna upplýsingar sem vantar á illa útfyllt blöð sem honum eru send. Dæmi er urn að allt að 60% af tíma ritara hafi farið í að leita að upplýsingum sem hefur vant- að (2). Mikill kostnaður hefur að jafnaði fylgt allri tölvuvæðingu, sérstaklega eru forrit dýr. Hugbúnaður úreldist á nokkrum árum og þarfnast stöðugs viðhalds. Mörg forrit hafa verið skrifuð til að þjóna svæfingadeildum (2-4) og eru höfundar nokkuð sammála um að þarfir einstakra deilda séu svo mismunandi að erfitt sé að setja fram staðlaða hugbúnaðar- pakka. Ennfremur hafa sömu höfundar bent á að sveigjanleiki forrita þurfi að vera mjög mik- ill. Með því að einhver starfsmaður viðkom- andi deildar skrifi forritið sparast mikil vinna, forritunin verður markvissari og ódýrari. Ut- anaðkomandi forritarar sem ekki þekkja starf og þarfir deildanna til hlítar, þurfa að eyða miklum tíma í að setja sig inn í sérþarfir henn- ar. Með nútíma einmenningstölvum er einfalt að skrifa forrit sem þjónar ákveðnum afmörk- uðum tilgangi. Kostnaði er þannig haldið í lág- marki og nýtingu í hámarki. Að auki er auðvelt að tengja tímabundin rannsóknarverkefni við skráninguna og er grein í Læknablaðinu 1990 dæmi um þess háttar vinnslu (5). Þegar við á, er hægt að nota skráninguna til að styrkja kennslu aðstoðarlækna með því að bæta nöfn- um þeirra við, svo að hægt sé að prenta yfirlit yfir hvaða verk þeir hafa unnið og ef til vill finna þannig eyður í námsferlinum. Einnig er hægt að bæta við skráninguna á hvaða skurð- stofu verkin eru unnin og skoða þannig nýting- una. Við skráningu sem þessa hættir mönnum oft til að skrá of mikið af upplýsingum. Til þess að hún þjóni þeim tilgangi að vera einföld og ódýr og að allir geti notað hana, þarf að tak- marka skráninguna við þau atriði sem hafa beina þýðingu við uppgjör. Þessi einfalda skráning hefur verið svæfingadeildinni mikill styrkur og hjálpað við uppgjör og eftirlit. Starfsfólkið er almennt ánægt með þessa til- högun. HEIMILDIR 1. Rovenstine EA. A method of combining anesthetic and surgical records for statistical purposes. Anesth Analg 1934; 12: 122-38. 2. Zbinden AM, Christensen J, Kuster M. How can a standard software package for data management in an- esthesia be achieved? J Clin Monitoring 1992; 8: 315-8. 3. Strauss PL, Turndorf H. A Computerized anesthesia database. Anesth Analg 1989; 68: 340-3. 4. Bashein G, Barna Cr. A comprehensive computer sys- tem for anesthetic record retrieval. Anesth Analg 1985; 64: 425-31. 5. Nielsen NC. Ferlivistaraðgerðir á Landakotsspítala 1989. Yfirlit um innlangir og svæfingar. Læknablaðið 1990; 76: 437^10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.