Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 285 Segavarnir á skurðdeildum Páll Torfi Önundarson Önundarson PT Surgical thromboprophylaxis Læknablaðið 1994;80:285-91 Deep vein thrombosis (DVT) and pulmonary embo- lism (PE) are common and serious post-operative complications. The risk depends on age, general condition, length of operation and type of surgery. Properly used prophylactic therapy with unfraction- ated heparin, low molecular weight heparin or two- step warfarin can reduce post-operative deaths from PE by 70% and reduce DVT by 50-80% without increasing the risk of serious postoperative bleed- ing. This review article summarizes the outcome of multiple controlled trials of surgical thrombopro- phylaxis with various medications. Ágrip Djúpir bláæðasegar og lungnarek eru al- gengir og alvarlegir fylgikvillar skurðaðgerða. Áhætta er háð aldri sjúklings og almennu ástandi, en ekki síður tímalengd og eðli skurð- aðgerðar. Unnt er að fyrirbyggja verulegan hluta djúpra bláæðasega og dauðsfalla vegna lungnareks með fyrirbyggjandi lyfjagjöf óbrot- ins heparíns, smáheparíns eða lágskammta warfaríns. í þessari yfirlitsgrein eru teknar saman helstu niðurstöður rannsókna á áhættu og áhættuminnkun með fyrirbyggjandi lyfja- gjöf. Fyrirbyggjandi gjöf getur minnkað hættu á dauðsföllum vegna lungnareks um 70% og myndun djúpra bláæðasega um 50-80% eftir áhættuhópum. í flestum tilfellum næst þessi árangur án þess að hætta á alvarlegum blæð- ingum aukist. Inngangur Djúpir bláæðasegar og lungnarek af völdum þeirra eru algengari fylgikvillar skurðaðgerða Frá Rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítalanum, 101 Reykjavík. og sjúkrahúsvistar en flestir gera sér ljóst. Skýringin er sú að einkennni bláæðasega eru oft lítil eða engin og bregst því klínisk greining bláæðasega í neðri útlimum í mörgum tilvika (1). Þess vegna greinast sjúkdómarnir oft ekki fyrr en á alvarlegu stigi, til dæmis sem öndun- arbilun, blóðþrýstingsfall eða skyndidauði vegna lungnareks, en alvarlegt lungnarek verður jafnoft hjá sjúklingum með einkenna- lausa djúpa bláæðasega eins og hjá sjúklingum með einkenni (2). Sem dæmi um algengi sjúk- dómanna skal hér nefnt að í nýlegri krufninga- rannsókn kom í ljós að 10% allra sjúklinga sem lagðir voru inn á almennan spítala létust og tíundi hluti dauðsfalla var vegna lungnareks (1% innlagðra) (3). Þótt bláæðasegar valdi ekki alltaf bráðum einkennum, geta komið fram langtímaafleiðingar í um það bil helmingi tilfella vegna bláæðalokuskemmda. Afleiðing lokuskemmda er hækkaður vökvaþrýstingur í bláæðum sem veldur með árunum þrálátum sjúkdómum, það er æðahnútum, bjúg, sára- myndun á fótum og hættu á endurteknum bláæðasegum (postphlebitic syndrome) (2). Hefðbundin full blóðþynningarmeðferð með óbrotnu heparíni við bláæðasegum stöðvar vöxt blóðsega og minnkar líkur á lungnareki úr 50%, hjá ómeðhöndluðum sjúklingum, í minna en 5% hjá vel blóðþynntum sjúklingum (APTT >1,5 x viðmiðunarsýni frá og með fyrsta degi) (2). Blóðþynningin breytir hins- vegar litlu um þróun bláæðalokuleka, því bláæðasegar leysast upp í færri en 10% tilvika eftir blóðþynningarmeðferð eina sér (4). Greiningaraðferðir Þar sem klínisk greining bláæðasega bregst oft, ekki síst í skurðsjúklingum sem geta haft ýmsar aðrar ástæður til bólgu og óþæginda frá fótum, hefur reynst nauðsynlegt að beita hlut- lægum greiningaraðferðum í rannsóknum á áhrifum aðferða sem miða að því að draga úr myndun bláæðasega. Rannsóknir sem ekki beita hlutlægum greiningaraðferðum eru bók-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.