Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1994, Side 9

Læknablaðið - 15.09.1994, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 285 Segavarnir á skurðdeildum Páll Torfi Önundarson Önundarson PT Surgical thromboprophylaxis Læknablaðið 1994;80:285-91 Deep vein thrombosis (DVT) and pulmonary embo- lism (PE) are common and serious post-operative complications. The risk depends on age, general condition, length of operation and type of surgery. Properly used prophylactic therapy with unfraction- ated heparin, low molecular weight heparin or two- step warfarin can reduce post-operative deaths from PE by 70% and reduce DVT by 50-80% without increasing the risk of serious postoperative bleed- ing. This review article summarizes the outcome of multiple controlled trials of surgical thrombopro- phylaxis with various medications. Ágrip Djúpir bláæðasegar og lungnarek eru al- gengir og alvarlegir fylgikvillar skurðaðgerða. Áhætta er háð aldri sjúklings og almennu ástandi, en ekki síður tímalengd og eðli skurð- aðgerðar. Unnt er að fyrirbyggja verulegan hluta djúpra bláæðasega og dauðsfalla vegna lungnareks með fyrirbyggjandi lyfjagjöf óbrot- ins heparíns, smáheparíns eða lágskammta warfaríns. í þessari yfirlitsgrein eru teknar saman helstu niðurstöður rannsókna á áhættu og áhættuminnkun með fyrirbyggjandi lyfja- gjöf. Fyrirbyggjandi gjöf getur minnkað hættu á dauðsföllum vegna lungnareks um 70% og myndun djúpra bláæðasega um 50-80% eftir áhættuhópum. í flestum tilfellum næst þessi árangur án þess að hætta á alvarlegum blæð- ingum aukist. Inngangur Djúpir bláæðasegar og lungnarek af völdum þeirra eru algengari fylgikvillar skurðaðgerða Frá Rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítalanum, 101 Reykjavík. og sjúkrahúsvistar en flestir gera sér ljóst. Skýringin er sú að einkennni bláæðasega eru oft lítil eða engin og bregst því klínisk greining bláæðasega í neðri útlimum í mörgum tilvika (1). Þess vegna greinast sjúkdómarnir oft ekki fyrr en á alvarlegu stigi, til dæmis sem öndun- arbilun, blóðþrýstingsfall eða skyndidauði vegna lungnareks, en alvarlegt lungnarek verður jafnoft hjá sjúklingum með einkenna- lausa djúpa bláæðasega eins og hjá sjúklingum með einkenni (2). Sem dæmi um algengi sjúk- dómanna skal hér nefnt að í nýlegri krufninga- rannsókn kom í ljós að 10% allra sjúklinga sem lagðir voru inn á almennan spítala létust og tíundi hluti dauðsfalla var vegna lungnareks (1% innlagðra) (3). Þótt bláæðasegar valdi ekki alltaf bráðum einkennum, geta komið fram langtímaafleiðingar í um það bil helmingi tilfella vegna bláæðalokuskemmda. Afleiðing lokuskemmda er hækkaður vökvaþrýstingur í bláæðum sem veldur með árunum þrálátum sjúkdómum, það er æðahnútum, bjúg, sára- myndun á fótum og hættu á endurteknum bláæðasegum (postphlebitic syndrome) (2). Hefðbundin full blóðþynningarmeðferð með óbrotnu heparíni við bláæðasegum stöðvar vöxt blóðsega og minnkar líkur á lungnareki úr 50%, hjá ómeðhöndluðum sjúklingum, í minna en 5% hjá vel blóðþynntum sjúklingum (APTT >1,5 x viðmiðunarsýni frá og með fyrsta degi) (2). Blóðþynningin breytir hins- vegar litlu um þróun bláæðalokuleka, því bláæðasegar leysast upp í færri en 10% tilvika eftir blóðþynningarmeðferð eina sér (4). Greiningaraðferðir Þar sem klínisk greining bláæðasega bregst oft, ekki síst í skurðsjúklingum sem geta haft ýmsar aðrar ástæður til bólgu og óþæginda frá fótum, hefur reynst nauðsynlegt að beita hlut- lægum greiningaraðferðum í rannsóknum á áhrifum aðferða sem miða að því að draga úr myndun bláæðasega. Rannsóknir sem ekki beita hlutlægum greiningaraðferðum eru bók-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.