Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
335
Eftirritunarskyld lyf
í júlímánuði sendi landlæknir
bréf til þeirra lækna sem ávísað
höfðu eftirritunarskyldum lyfj-
um til sjúklinga, það er þeirra
sjúklinga sem fengið höfðu þrjá
dagskammta eða meira af eftir-
ritunarskyldum lyfjum fyrir
tímabilið 1. janúarl994 til 1. maí
1994. Um er að ræða tvö bréf,
annars vegar fyrirspurnarbréf
til þeirra lækna sem litið er á að
séu helst að sinna viðkomandi
sjúklingum og hins vegar upp-
lýsingabréf til þeirra lækna sem
hafa ávísað eftirritunarskyldum
lyfjum til sömu sjúklinga, þó í
rninna mæli. Bréfin fylgja hér.
Tilgangur þessara bréfa var
tvíþættur, fyrst og fremst að
vekja athygli lækna á lyfjaávís-
fyrir auknu vinnuafli verður það
á kostnað þjónustunnar við
Hafnfirðinga. Það má ekki
gleyma því, að heilsugæslustöð-
in er þjónustustofnun fyrir fólk-
ið á svæðinu. Ef þessi stöð á að
verða rannsóknar- og kennslu-
stöð fyrir Háskóla Islands þarf
að byrja á því að fullmanna
hana sem þjónustustöð fyrir
fólk í Hafnarfirði og Bessa-
staðahreppi. Ef svo háskólinn
gerir kröfur til hennar umfram
aðrar stöðvar er eðlilegt að
hann leggi til aukið starfslið sem
því nemur. Að öðrum kosti er
verið að þrengja að heimilis-
læknisþjónustunni í Hafnar-
firði.
Guðmundur Helgi Þórðarson
fyrrverandi heilsugæslulæknir
unum þeirra til sjúklinganna, en
einnig sást hvort einstakir sjúkl-
ingar höfðu farið til margra
lækna.
Skráin sem stuðst var við um
lyfjaávísanir og mest var unnið
upp úr, var fengin frá Lyfjaeftir-
liti ríkisins. A yfirlitunum sem
læknarnir fengu send voru þess-
ar upplýsingar:
1. Nafn sjúklings og kenni-
tala.
2. Heiti lyfs sem var ávísað.
3. Nafn og númer læknis sem
ávísaði lyfinu til sjúklings-
ins.
4. Dagsetningar lyfjaávísana
og fjöldi dagskammta.
5. Heildarskammtur sem
læknirinn hafði ávísað af
þessu ákveðna lyfi til
sjúklingsins.
6. Heildardagskammtur sem
sjúklingur hafði fengið af
lyfinu.
7. Heildardagskammtur sem
sjúklingur hafði fengið af
öllum eftirritunarskyldum
lyfjum.
Röðun upplýsinga var eins og
fram kemur hér að ofan, það er
fyrst var raðað eftir nafni sjúk-
lings, þá lyfi og síðan lækni.
Rétt er að ítreka að aðeins voru
þeir sjúklingar valdir sem höfðu
fengið samtals þrjá dag-
skammta eða meira af eftirrit-
unarskyldum lyfjum.
Litið var svo á að sá læknir
sem ávísað hafði mest af lyfjum
til sjúklingsins, væri aðal læknir
viðkomandi sjúklings og út-
sendingu var háttað í samræmi
við þetta. Þeim sjúklingum sem
eru á lyfjameðferð vegna
krabbameina var sleppt. Við-
tökur bréfanna hafa oftast verið
góðar.
Ólafur Ólafsson, landlæknir
Bréf I
„Meðfylgjandi yfirlit er
fengið úr skrá eftirritunar-
skyldra lyfja fyrir tímabilið 1.
janúar til 1. maí 1994. Þar
kemur fram að sjúklingurinn
(nafn og kennitala sjúklings),
liefur fengið afgreidd eftirrit-
unarskyld lyf hjá hér. Þetta
yfiriit er hins vegar sent þér til
fróðleiks, enda hefur verið
óskað upplýsinga um sjúkl-
inginn hjá öðrunt iœkni. “
Bréf II.
„Samkvœmt skrá eftirrit-
unarskyidra lyfja fyrir tima-
bilið 1. janúar til 1. maí 1994
hefur sjúklingur þinn (nafn
sjúklings og kennitala) fengið
lyf afgreidd samkvœmt með-
fylgjandi yfirliti.
I Ijósi þessa óskar embœttið
eftir upplýsingum um sjúk-
dómsgreiningu sjúklingsins
og jafnframt óskar embœttið
eftir skýringum á þessum
lyfjaávísunum.“