Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
307
í okkar rannsókn voru 48,5% karla og 39%
kvenna yngri en 45 ára samanborið við 42%
karla og 33% kvenna í Rochester könnuninni.
Kynjahlutfallið í Rochester rannsókninni
var 3,7 konur á móti einum karli eða gjörólíkt
því sem var hjá okkur. Þessi munur er vegna
hlutfallslega fleiri karla í okkar rannsókn eða
37% miðað við 21,5% hjá þeim.
Það er athyglisvert að sjúklingafjöldinn í
okkar rannsókn á tímaeiningu er svipaður og í
Rochester rannsókninni (9) sem talin er ná til
alls samfélagsins. Sé nýgengi miðtaugarfergis í
úlnliðsgöngum hér á landi svipuð því sem er í
Rochester, Minnesota greinast um það bil 25%
sjúklinga með taugarfergið á íslandi á fyrr-
greindri læknastofu á rannsókanartímabilinu.
Engin haldbær skýring er á því hvers vegna
ungt fólk með miðtaugarþvingun í úlnliðsgöng-
um í þessari rannsókn leitar sér fyrr hjálpar
eftir að einkenna verður vart en eldra fólk.
í rannsókn, þar sem sérstaklega var athuguð
tíðni þessa taugarfergis í báðum höndum,
fannst slíkt í 44% einstaklinga væri stuðst við
kvartanir eins og í þessari rannsókn en í 61%
tilfella samkvæmt niðurstöðum taugalífeðlis-
rannsókna (10). Þó var enginn munur milli
kynja en einhver aukning á kvillanum í báðum
höndum karla með hækkandi aldri.
Tíu prósent sjúklinga sem greindust með
miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum í þessari
rannsókn reyndust einnig með annan tauga-
skaða. Þetta er vel þekkt (11).
Tíðni kvartana og einkenna, sem lýst er í
töflu II, er svipuð í öðrum rannsóknum en tíðni
vöðvamáttleysis og -rýrnunar við skoðun er
verulega lægri í þessari rannsókn (1,2,6,9).
Engin augljós skýring er á þessu. Þær niður-
stöður sem komu okkur mest á óvart, þar sem
við höfðum mikið traust á þessum prófunum,
var hversu fáir voru með jákvætt Phalen og
Tinel tákn. Yfirleitt eru þau jákvæð hjá 60 til
80% sjúklinga í öðrum rannsóknum (1,2,7,12).
Framvirk rannsókn, sem athugaði næmi og sér-
hæfni ýmissa framkallandi prófa, sem notuð
eru til greiningar í miðtaugarþvingun í úlnliðs-
göngum, leiddi í ljós að þau væru óáreiðanleg
og að ekki væri ráðlegt að beita þeim við sjúk-
dómsgreiningu. Réttara væri að senda fólk,
sem grunur leikur á að hafi slíkt taugarfergi, í
taugaleiðingarannsókn (13).
Athyglisverður er sá munur sem kom fram á
hug- og hlutlægri fingradreifingu skyntruflana
(mynd 3). Algengasta huglæga dreifingin var í
fimm fingrum (54%) en skynskoðun staðsetti
truflunina oftast í sérkennandi dreifingu mið-
taugar (44%). Við höfum ekki einhlíta skýr-
ingu á þessu. Ónákvæmni og athyglisleysi
sjúklinganna gæti verið ein orsök, enda margir
ekki með dofann þegar þeir eru skoðaðir. Þó
teljum við dofann í fimm fingrum raunveruleg-
an í mörgum tilfellum. Skynskoðunin kemur
sjúklingnum oft á óvart og einn höfundur þess-
arar greinar, sem fær einkenni taugarfergisins
af og til, hefur margoft upplifað fimm fingra
dreifinguna á dofanum þó skynskoðun leiði
annað í ljós. Líkleg skýring á þessu er samverk-
andi ölnartaugarfergi hjá mörgum. Sedal fann
slíkt í 39,3% handa með miðtaugarþvingun í
úlnliðsgöngum (14). Væg tifelli af ölnartaugar-
fergi sem greinast ekki með taugaleiðingarann-
sóknum, orsakandi huglægan en ekki hlutlæg-
an dofa, gætu verið algeng (14).
Skyntruflun, bæði hug- og hlutlæg, í einum
eða fleiri miðtaugarfingrum var algeng (mynd
3). Nærtækasta skýringin á þessu er sú að þar
sem miðtaug liggur í úlnliðsgöngum eru tauga-
þræðir frá einstaka fingrum komnir saman í vel
afmörkuð taugaknippi (16) og meinsemdin
gæti verkað ólíkt á einstaka taugaknippi.
Oft koma einkenni einungis fram eða versna
eftir mikið vinnuálag á hendur og þá oft eftir
nokkra hvfld (1). Versnun einkenna að nætur-
lagi með röskun á svefni eða snemma morguns
var næst algengasta kvörtunin hjá tæplega 90%
einstaklinga í þessari rannsókn og sumir höfðu
aðeins einkenni á þessum tíma. Að láta hend-
ina hanga fram úr rúminu, að hrista hana kröft-
uglega, að beygja og rétta fingur eða láta hend-
ina undir rennandi vatn dregur oft fljótlega úr
einkennum (1). Orsök nætureinkenna er
óþekkt en stafar hugsanlega af tregðu í bláæð-
astreymi frá efri útlimi í svefni (1). Talið er að
margir sofi með beygðan úlnlið, sem er hugs-
anlega önnur orsök (2).
Nærverkur er vel þekktur í miðtaugarþving-
un í úlnliðsgöngum (7,12,17) en orsök hans er
óljós. Ólíkt þessu kvarta sjúklingar með taug-
arfergið aldrei um skyntruflun út fyrir handar-
svæðið (1). Einstaka sinnum átta sjúklingar sig
á að nærverkurinn leiðir frá hendi og stundum
eykst nærverkurinn við að framkalla tákn Pha-
lens (15). Algengasta staðsetning nærverkjar-
ins er í olnbogabót og utan á öxl (12). Sé taug-
arfergið eina orsök nærverkjarins lagast hann
stundum við sömu aðgerðir sem minnka önnur
einkenni miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöng-