Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 319 Table I. Study medication and treatment schedule. Medication CBS Metronidazole Tetracyclin Ampicillin combination 28 days 10 days 14 days 14 days DMT 120 mg qid 400 mg tid 500 mg qid 0 DMA 120 mg qid 400 mg tid 0 500 mg qid qid: four times a day tid: three times a day CBS: colloid bismuth subcitrate DMA: DeNol, metronidazole, ampicillin DMT: DeNol, metronidazole, tetracyclin tilfellum (7,14). Aukaverkanir eru alltíðar (15). Onæmi H. pylori fyrir ýmsum sýklalyfjum er þekkt og er metrónídazól ónæmi algengast. Þetta er þó mismunandi eftir löndum og land- svæðum (16). Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir hér á landi um ónæma stofna af H. pylori, en nýleg íslensk rannsókn sýnir metrónídazól ónæmi hjá 17% sjúklinga (17). Það er sambæri- legt við niðurstöður frá öðrum vestrænum ríkj- um en lægra en í þróunarlöndunum (18). Þá gerir það árangur meðferðanna óvissan, að þrátt fyrir að næmi sé fyrir ákveðnum lyfjum in vitro, gagnar það oft ekki til að uppræta bakt- eríuna in vivo (13). Endursýking eftir upprætingu er mikið áhyggjuefni, en þó virðist nýgengi endursýk- inga fátíðara á Vesturlöndum en ætlað var (19). Nýgengi endursýkinga er hins vegar mun hærra í þróunarlöndunum, sem er líklega vegna tíðara lyfjaónæmis bakteríunnar og skorts á hreinlæti (20). Mjög misvísandi upp- lýsingar liggja fyrir um nýgengi endursýkinga, hvaða lyf reynast best í að uppræta H. pylori og aukaverkanir lyfjameðferða (15). í þessari framskyggnu rannsókn er athugað- ur árangur tveggja mismunandi lyfjasamsetn- inga, DMT og DMA í meðferð gegn H. pylori, klínískur bati, aukaverkanir lyfjanna og endur- komutíðni sára hjá sjúklingum með langvinnan sýrutengdan meltingarsárasjúkdóm. Efniviður og aðferðir Teknir voru til rannsóknar 60 einstaklingar á aldrinum 33-73 ára. Karlar voru 41 og konur 19 talsins. Meðalaldur þeirra var 53 ár. Magasár höfðu 10 sjúklingar (16,7%), en skeifu- garnarsár 50 sjúklingar (83,3%). Langflestir sjúklinganna höfðu langa sögu um meltingar- sár, á bilinu eitt til 41 ár eða 16,5 ár að meðal- tali. Liðlega helmingur sjúklinganna (51,6%) reykti tóbak að staðaldri. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni voru: 1) nýgreint maga- eða skeifugarnarsár, 2) minnst eins árs saga um endurtekin meltingar- sár frá fyrstu greiningu og 3) staðfest tilvist H. pylori í slímhúð í magahelli. Atriði, sem útilok- uðu sjúklinga frá þátttöku voru: 1) Notkun lyfja sem innihalda acetýlsalicýlsýru eða skyld lyf (til dæmis NSAID lyf), 2) sjúklingar yngri en 20 ára og eldri en 75 ára og 3) þekkt ofnæmi fyrir rannsóknarlyfjum. Eftir að sjúkrasaga var skráð og líkamsskoð- un framkvæmd á sjúklingunum, var gerð hol- sjárskoðun á efri hluta meltingarvegar. í öllum tilvikum var notuð holsjá af gerðinni Olympus GIF-XQ 10. Kok sjúklinganna var deyft með Xylocaine® úða (Astra, Svíþjóð), úða- og lyfjaforgjöf var gefin í bláæð skömmu fyrir rannsókn, ýmist petidín 50 mg og/eða díazep- am 5-10 mg. Sýni voru tekin frá tveimur að- skildum stöðum úr slímhúð í magahelli í CLO- (Camphylobacter like organism) rannsókn (CLOtest™, Delta West Pty Ltd, Western Australia), vefjarannsókn og ræktun. Vefja- sýni voru jafnframt tekin frá magasárum. Öll meltingarsár voru fyrst grædd, oftast á fjórum til sex vikum, ýmist með EI2 — blokker- andi lyfjum eða prótónudæluhemli (ómepra- zól), en síðan var meðferð hafin með þriggja lyfja meðferð. Sjúklingarnir fengu annað hvort De-Nol (Brocades Pharma, Holland), 120 mg, eina töflu fjórum sinnum á dag í 28 daga, met- rónídazól (Flagyl®, Rhóne-Poulenc Rorer, Danmörk) 400 mg, eina töflu þrisvar sinnum á dag í 10 daga og tetracýclín 250 mg, tvær töflur fjórum sinnum á dag í 14 daga (DMT) eða DeNol 120 mg, eina töflu fjórum sinnum á dag í 28 daga, metrónídazól 400 mg, eina töflu þris- var sinnum á dag í 10 daga og ampicillín 500 mg, eina töflu fjórum sinnum á dag í 14 daga (DMA) (tafla I). Sjúklingunum var ráðlagt að byrja að taka öll lyfin frá upphafi meðferðar og taka þau með mat. Sjúklingarnir komu síðan til eftirlits einum, þremur, sex, og 12 mánuðum eftir lok þriggja lyfja meðferðar, en við hverja komu var tekin sjúkrasaga, klínísk líðan metin, líkamsskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.