Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 6
282 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ritstjórnargrein Leitin að sannleikanum Norðurlönd tengjast Cochrane gagnabankanum í klínískum rannsóknum Nú á tímum þrenginga verða heilbrigðis- stéttir að tryggja það að fjármunum til heil- brigðismála sé varið á sem bestan og hag- kvæmastan hátt. í nýlegum leiðara í BMJ (1) var bent á að breskir skattgreiðendur gætu ekki endalaust greitt fyrir læknismeðferð, sem hefði ekki verið sýntfram á að gerði gagn — og það sem verra væri — fyrir meðferð sem búið vœri að sanna að gerði ekkert gagn. Hér er um alvarlegar ábendingar að ræða sem vert er að gefa frekari gaum. Viðleitni heilbrigðisstétta til þess að svara áleitnum spurningum um læknisfræðilegan ár- angur fer vaxandi. Rannsóknum fjölgar stöð- ugt, en þær eru mismunandi að gæðum og gefa því oft misvísandi niðurstöður. Þetta veldur því að erfitt getur verið fyrir fagfólk að túlka þær eða draga réttar ályktanir. Reyndar er nær ókleift fyrir lækna að fylgjast með öllum þeim aragrúa rannsókna sem birtar eru í fagtímarit- um. Margir velja því þá leið að lesa yfilitsgrein- ar um ákveðin efni. Slíkar greinar eru oft skrif- aðar af þekktum eða valinkunnum fræðimönn- um, sem oft hafa afgerandi áhrif á sínu fræðisviði. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að slíkar yfirlitsgreinar styðjast ekki alltaf við úr- val vel staðfestra niðurstaðna og geta því leitt til rangra ályktana (2). Árið 1972 skrifaði breski faraldsfræðingur- inn Archie Cochrane (1909-1988) bókina „Ef- fectiveness and Efficiency: Random Reflections on Health Services“(3). Þar bendir hann á nauðsyn þess að heilbrigðisstarfsfólk styðjist við upplýsingar úr tilviljanakenndum viðmið- unarrannsóknum (Randomized Controlled Trials) við mat á árangri meðferðar. Boðskap hans var vel tekið, en heilbrigðiskerfið var lengi að taka við sér. Upplýsingar um áreiðan- legar heimildir af þessu tagi voru ekki aðgengi- legar fyrir þá sem höfðu áhuga á málinu. í annarri grein sem Cochrane skrifaði árið 1979 (4) gagnrýndi hann fagfólk fyrir að hafa ekki myndað ferska gagnabanka innan sérgreina eða hliðargreina um tilviljanakenndar viðmið- unarrannsóknir. Nú fóru hjólin að snúast. Sem dæmi má nefna að margar rannsóknir á árangri blóð- þynningar við að lækka dánartíðni eftir krans- æðastíflu voru gerðar á fámennum hópum og voru niðurstöður ekki sannfærandi. Antman og félagar (2) sýndu með skemmtilegum hætti að með því að beita kerfisbundnu mati á mörg- um rannsóknum (meta-analyses) hefði mátt sjá árangur meðferðar mun fyrr en áður hafði verið sýnt fram á. Upplýsingarnar lágu í raun fyrir þegar árið 1970, enda þótt ekki hefði verið minnst á þær í yfirlitsgreinum um efnið fyrr en eftir að nokkrar „meta-analýsur“ staðfestu árangurinn enn frekar 1985. Grundvöllurinn fyrir „meta-analýsu“ er að hafa góða gagnabanka. Bretar stofnuðu fyrsta gagnabankann af þessu tagi á klíníska sviðinu í Mcrki Cochrane stofnunarinnar: Myndin sýnir kerfisbundna skoðun (meta-analýsu) á sjö tilviljanakenndum viðmiðunar- rannsóknum (Randomized Controlled Trials). Láréttu lín- urnar sýna meðaltal og öryggismörk hverrar rannsóknar fyrir sig og tígullinn samantekt á þeim öllum. Lóðrétta Itnan skiptir niðurstöðum ítvennt, það er livortgagn erafmeðferð (vinstra megin) eða ekki. Niðurstöðurhverrar rannsóknarfyrirsig eru þannig ekki marktœkar ef öryggismörkin skera lóðréttu tín- una. Hér er um raunverulega meta-analýsu að ræðafrá 1989, sem sýnir á marktœkan hátt að lœkka megi dánartíkur fyrir- bura með því að gefa barkstera i fyrirburafœðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.