Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 38
310 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Tölvuskráning á svæfingadeildum Niels Chr. Nielsen Læknablaðið 1994; 80:310-3 Ágrip Markviss tölvuskráning á svæfingarskýrslum gerir mögulegt að fylgjast betur með starfi svæfingadeildanna og auðveldar ársuppgjör og gæðastjórnun. Einfalt er að fá tölulegar upp- lýsingar um starf deildarinnar hvenær sem er. Lýst er einföldu og ódýru skráningarkerfi sem tekið var upp á svæfingadeild Landakotsspítala árið 1989. Ahersla er lögð á að skráningin sé einföld, markviss og ódýr. Bent er á hversu hagkvæmt sé að allt starfsfólk deildarinnar geti nýtt sér skráningarkerfið. Inngangur Skráning upplýsinga um svæfingar hefur tíðkast lengi. Skráð er tegund svæfinga, tíma- lengd aðgerða, hvernig fylgst er með sjúklingi og þess háttar. Lengi hefur skort á að upplýs- ingarnar væru aðgengilegar starfsfólki svæf- ingadeilda til uppgjörs eða sem hjálpartæki við ákvörðunartöku um rekstur og skipulag deilda. Árið 1935 lýsti Rovenstine (1) gata- spjöldum til að raða og telja saman upplýsingar fyrir skurðstofur. Á seinni árum hefur færst í vöxt að upplýsingar þessar séu færðar á tölvu- tækt form, en upplýsingar sem þannig eru geymdar hafa nýst stjórnendum deilda illa enda uppgjör aðeins gert árlega. Þessi kerfi hafa mjög takmarkaðan sveigjanleika, erfitt er að breyta upplýsingum og/eða bæta við skrán- ingu. Tilbúin skrásetningarkerfi eru flest bæði dýr og flókin og oft mikið mál að kenna mönnum að nota þau og iðulega er skráningin mjög ósveigjanleg. Tölvu- og forritaþróun hefur verið mjög ör undanfarin ár og sífellt koma á Frá svæfingadeild Landakotsspítala. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Niels Chr. Nielsen, svæfingadeild Landakotsspítala, v/Túngötu, 101 Reykjavík. markaðinn tölvur og forrit sem eru bæði að- gengilegri og öflugri en áður hefur þekkst. Á svæfingadeild Landakotsspítala var tekin upp tölvuskráning svæfingarskýrslna árið 1989. Markmiðið með skráningunni var að hún yrði ódýr, nægilega einföld til að allir starfsmenn deildarinnar gætu notað sér skráningarkerfið, gæti gefið gagnlegar upplýsingar fyrir uppgjör og að einfalt væri að finna einstakar sjúklinga- skrár. Efniviður og aðferðir Ákveðið var að nota Macintosh tölvu (SE, 1 Mb vinnsluminni) og nota eitt af þeim forrit- um sem spítalinn átti (FileMaker Pro). Starfs- fólk deildarinnar kom sér saman um hvaða atriði þyrfti að skrá. Hafður var samanburður við erlend skráningarkerfi. Til að einfalda vinnu við skráninguna var ennfremur ákveðið að halda henni í einum „glugga" svo að ekki þyrfti að skrifa mikinn texta, heldur aðins nota tölustafi og músarskipanir (mynd 1). Dagsetn- ing og raðnúmer (hlaupandi númer) koma sjálfkrafa þegar nýr sjúklingur er skráður. Skrifa þarf nafn sjúklings, fæðingardag og ár, en forritið reiknar út aldur hans. Aðgerðar- og svæfingarnúmer þarf að skrifa, svo og tíma- lengd aðgerðar, fjölda eininga af blóði og lyfja- gjafir, en annað er skráð með því að tvíklikka með músarhnappnum á texta á valblaði sem birtist þegar það á við. Forritið flettir sjálfvirkt uppí hjálparskrám til að færa inn aðra texta sem koma fyrir á skjánum. Með einfaldri mús- arskipun eru eftirritunarskyld lyf prentuð út í lokdagsins, (mynd 2). Mánaðarlegaerprentað út yfirlit yfir allar svæfingar og deyfingar deild- arinnar. Mjög einfalt er að fá yfirlit um aldurs- dreifingu allra sjúklinganna eða innan ein- stakra aðgerðarflokka. Ennfremur um tíma- lengd einstakra aðgerða, hversu margar aðgerðir eru gerðar utan venjulegs vinnutíma, frá hvaða handlækningarsérgreinum sjúkling- arnir koma og í hvaða hlutfalli. Fjöldi blóð- gjafa er skráður og magn blóðs sem notað er. Ekki þótti ástæða til að tengja skráninguna við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.