Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 48
318 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 ursýkinga og endurkomu sára. í rannsókninni voru 60 sjúklingar, 41 karl og 19 konur. Meðal- aldur þeirra var 53 ár. Magasár höfðu 10 sjúk- lingar (16,7%) og skeifugarnarsár 50 sjúklingar (83,3%). Skilyrði fyrir þátttöku var nýgreint meltingarsár, minnst eins árs saga um melting- arsár og tilvist H. pylori í magahelli. Öll melt- ingarsár voru greind með holsjárskoðun og sýni tekin í CLO rannsókn, vefjarannsókn og ræktun. Eftir að sárin voru grædd með hefð- bundinni lyfjameðferð voru sjúklingarnir með- höndlaðir annað hvort með DMA (30 sjúkling- ar) eða DMT (30 sjúklingar) og þeim fylgt eftir í minnst eitt ár. Einunt mánuði eftir að með- ferð lauk reyndust 54 sjúklingar (90%) H. pyl- ori neikvæðir en sex sjúklingar (10%) H. pylori jákvæðir. Við 12 mánaða eftirlit frá lokunt þriggja lyfja meðferðar, voru allir í DMT hópnum H. pylori neikvæðir (100%). Hins vegar héldust sex sjúklingar (20%) í DMA hópnum H. pylori jákvæðir og þeir fengu allir meltingarsár aftur á eftirlitstímanum. Einn sjúklingur var aftur H. pylori jákvæður við 12 mánaða eftirlit og var endursýking því um 2% innan eins árs frá lokum þriggja lyfja meðferð- ar. Aukaverkanir voru tíðar (38%) en í flestum tilvikum vægar. Meðferðarheldni var mjög góð. DMT er örugg meðferð til að uppræta H. pylori (100%) hjá sjúklingum með meltingar- sár og er árangursríkari heldur en meðferð með DMA (p = 0,024 eftir einn mánuð, p = 0,0105 eftir 12 mánuði). Sjúklingarnir sex sem héldust H. pylori jákvæðir, fengu allir melting- arsár innan eins árs. Klínískur bati var mjög áberandi meðal þeirra sem urðu H. pylori neikvæðir. Endursýking af bakteríunni fyrsta árið eftir meðferð er 2% (einn sjúklingur). Inngangur Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting á meðferð sjúklinga með sýrutengd meltingarsár, bæði vegna betri lyfja og nýrra hugmynda um tilurð meltingarsára (1-3). Mögulegt er að græða flest sýrutengd melting- arsár með H2 — blokkara eða prótónudælu- hemlinum (K+,H+-ATPasa) ómeprazól og halda flestum sjúklingum einkennalitlum eða jafnvel einkennalausum, ef lyfin eru gefin stöð- ugt sem viðhaldsmeðferð. Þegar meðferð lýk- ur er endurkomutíðni sáranna há og nær 100% sjúklinga með skeifugarnarsár fá sár aftur inn- an tveggja ára. Sýrutengd meltingarsár eru langvinnur sjúkdómur og þess vegna er lang- tíma meðferð oftast nauðsynleg. Meðferðin er hinsvegar kostnaðarsöm, sérstaklega ef nýrri og dýrari lyfjum er beitt. Meðferðarheldni sjúklinganna er oft slæm. Endurkoma sára get- ur jafnframt leitt til skurðaðgerðar, sjúkrahús- dvalar í lengri eða skemmri tíma og langtíma atvinnumissis vegna alvarlegra fylgikvilla til dæmis götunar (perforation), blæðinga og meltingarstíflu. Margt bendir til að bakterían Helicobacter pylori valdi langvinnum magabólgum (type B gastritis) (4-6). Bakterían er jafnframt sterkt tengd tilurð sára í skeifugörn (3,6). Algengi H. pylori sýktra sjúklinga með skeifugarnarsár er talið yfir 90%, en algengi H. pylori sýkinga er nokkru lægra (80%) meðal sjúklinga með magasár (4). Tengsl magasára við notkun acetýlsalicýlsýru (ASA) og acetýlsalicýlsýru skyldra lyfja (NSAID lyfja) er vel þekkt. Aukin þekking á tilurð sára í efri hluta melt- ingarvegar hefur leitt til þess að þeim má nú skipta í þrjá megin flokka: 1) sár tengd bakter- íunni Helicobacter pylori, 2) sár af völdum ASA og skyldra lyfja og 3) sár tengd Zollinger- Ellison heilkenninu (7). Ymislegt er enn óljóst um hlutdeild H. pyl- ori í tilurð magakrabbameins, en margar vís- bendingar eru um að orsakasamband sé þarna á milli (8). Niðurstöður rannsóknar með þátt- töku Islands styður þetta orsakasamband (9). Á síðari árum hafa rannsóknir beinst í vax- andi mæli að hlutdeild H. pylori í tilurð maga- bólgu, meltingarsára og magakrabbameins. Mismunandi lyfjameðferðum hefur verið beitt til að uppræta H. pylori og erfitt er að mæla með einni ákveðinni meðferð við sýkingum af völdum bakteríunnar (10). Ljóst er að það má draga verulega úr endurkomutíðni meltingar- sára ef tekst að uppræta H. pylori (11,12). Uppræting bakteríunnar er skilgreind sem fjarvera hennar í magahelli minnst fjórum vik- unt frá lokum sérhæfðrar meðferðar. Það hefur hins vegar reynst erfitt að uppræta hana, enda hefur hún margslunginn og um margt óljósan lífsmáta (13). Bestur árangur gegn H. pylori hefur náðst með því að meðhöndla sjúklinga með þremur lyfjum (triple therapy) það er colloid bismuth subcitrate (CBS, De-Nol®), metrónídazól og tetracýklín eða ampicillín (amoxicillín) (10). Þykir mörgum þetta að vonum mikil meðferð og enn er ekki mælt með henni nerna í völdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.