Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 42
314 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Bréf til ritstjóra Læknablaðsins Athugasemdir við svör við athugasemdum, að hætti þrætubókarmanna Enn um pokaþvag Markmið skrifa á borð við nýlega grein um gildi pokaþvags við greiningu þvagfærasýkinga (1), er væntanlega að vekja athygli lækna á hugsanlegum mistúlkunum á niðurstöðum. Vonandi hefur það tekist að einhverju leyti. Undirritaður er yfirlæknir rannsóknastofu, þar sem hluti rannsóknanna var framkvæmdur og því að nokkru leyti ábyrgur fyrir réttri túlkun niðurstaðna. Þar sem höfundar greinarinnar oftúlkuðu sjálfir niðurstöður ræktananna, fann undirritaður sig knúinn til að gera athugasemd- ir við hana og birtingu hennar (2). Af svörum höfunda (3) og ritstjóra Læknablaðsins (4) má ráða að þeir hafi ekki skilið hvað hékk á spýt- unni. Líklegt er að athugasemdir undirritaðs hafi ekki verið nægilega skýrar og skorinorðar. Nú skal reynt að bæta úr því eftir megni. Athugasemdir við svar höfunda Þar segir að megintilgangur rannsóknarinn- ar hafi verið að „rannsaka gildipokaþvags eins og það er notað í daglegri klínískri vinnu“. Höfundar, sem skrifa grein um notagildi rann- sókna á pokaþvagi við greiningar á þvagfæra- sýkingum, eiga tveggja kosta völ, að skrifa grein um almennt notagildi pokaþvags eða grein um gildi þess að senda sýni í „rútínurann- sókn"‘ á tiltekna rannsóknastofu (tilteknar rannsóknastofur). Ef síðari kosturinn er val- inn, eins og höfundar virðast segja að þeir hafi gert, er vitaskuld skylt að nota viðmiðunar- mörk rannsóknastofunnar og nota allar upp- lýsingar, sem fram koma í svörum hennar, við túlkun niðurstaðna. Eins og bent var á í fyrri athugasemd skal skrá sýnatöku- og komutíma sýnis á rannsóknastofu á öll svör frá sýklarann- sóknadeild Landspítalans. Jafnframt skal skrá aðstæður við geymslu og flutning sýnanna. Þetta er gert til þess að unnt sé að meta líkur á að bakteríum hafi fjölgað í sýninu áður en því var sáð. Slíkt mat er grunnforsenda þess að leyfilegt sé að túlka niðurstöðu bakteríutaln- ingar með ræktun og ef það liggur ekki fyrir er túlkun ómerk. Þar sem slíkt mat lá ekki fyrir um þær ræktanir, sem rannsókn þeirra félaga byggir á, eru ályktanir þeirra um jákvæðar ræktanir ómerkar og ósannað að þeir sjúkling- ar, sem taldir voru hafa þvagfærasýkingu hafi í raun haft slíka sýkingu. Ef líta ber á rannsókn þeirra félaga sem rannsókn á „rútínu"" sýna- sendingum á sýklarannsóknadeild Landspítal- ans er hún ómerk og ótæk til birtingar af ofan- greindunt ástæðum. Við lestur greinarinnar verður þó fljótt ljóst, að hún er ekki skrifuð sem athugun á gildi aðferðarinnar við tilteknar aðstæður, heldur skrifuð sem almenn rann- sókn á notagildi pokaþvags eins og eftirfarandi tilvitnun ber með sér: „Markmið þessarar rannsóknar var að kanna gildi ýmissa rann- sóknaraðferða á pokaþvagi til greiningar þvag- fcerasýkinga hjá ungum börnum (yngri en tveggja ára)“. En sem almenn rannsókn á nota- gildi pokaþvags er hún einnig ómerk og ótæk af sömu ástæðum og raktar voru hér að ofan. Eins og fram kom í fyrri athugasemd hefur undirritaður ekkert að athuga við meginboð- skap þeirra félaga, það er að segja að jákvæð- ar, venjulegar (routine) pokaþvagsræktanir hafi lítið jákvætt spágildi og að þær beri að túlka með varúð. Þann boðskap má finna í textabókum (5). Hins vegar hefur undirritaður ýmislegt við aðrar ályktanir þeirra að athuga. í grein þeirra er gefið í skyn að smásjárskoðun hafi betra forspárgildi en ræktun og að sýking af fleiri tegundum en einni sé algengari en talið hefur verið. En tölfræðilegir útreikningar þeirra eru ómerkir þar sem grunnforsendur fyrir samanburði skortir og ályktanirnar því ómerkar. I svari sínu telja höfundar að undirritaður hafi ætlast til þess að ástunguþvag eða þvag- leggsþvag væri tekið hjá þeim börnum, sem ekkert ræktaðist úr pokaþvagi frá. Það er af og frá. Undirritaður er sammála því að slíkt hefði verið óverjandi því næg vitneskja er fyrir hendi um neikvætt spágildi pokaþvags. Undirritaður var hins vegar að gagnrýna það, að höfundar reiknuðu út neikvætt spágildi án þess að gera rannsóknirnar sem útreikningarnir hefðu átt að byggja á. Ekki nóg með það heldur endur- birtu þeir töflu með útreikningum á neikvæðu spágildi í svari sínu um leið og sagt er að rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.