Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 58
326 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Umræða og fréttir Geir Gunnlaugsson Heilsugæsla í Biombo héraðinu í Gíneu-Bissá Undirritaður hefur síðastlið- inn rúman áratug verið viðloð- andi heilsugæslustörf og rann- sóknir í Gíneu-Bissá á vestur- strönd Afríku. Má vera að einhverjir íslenskra starfsfélaga minna hafi áhuga á því að fá nasasjón af núverandi starfi mínu hér í landi. í fyrstu geri ég stutta grein fyrir landinu, en síð- an Biombo héraðinu þar sent ég vinn. Að lokum mun ég geta þess hvert þeir geta snúið sér sem áhuga hafa á störfum í þró- unarlöndunum og jafnframt benda á nokkrar athyglisverðar bækur. Land og fólk Gínea-Bissá er rúmlega þriðj- ungur af stærð íslands. Landið liggur á 12° norðurbreiddar með landamæri í norður við Senegal (og Gambíu) og í suður við Gín- eu-Konakry, og er í sama tíma- belti og Island. Landið er lág- lent og allt sundurskorið af stór- um fljótum þar sem sjávarfalla gætir langt inn í landið. í land- inu búa margir ættflokkar, hver með sitt tungumál og hefðir, og eru íbúar í allt urn ein milljón. Opinbert tungumál er portúg- alska sem þó tilltölulega fáir tala, enda er tungumálið arfleið 500 ára nýlendustjórnar Portúg- ala. Vaxandi fjöldi talar aftur á móti kreól sem byggt er á afr- íkönskum málfræðigrunni en blandað mörgum portúgölskum orðum. Gínea-Bissá er skipt niður í níu héruð (sýslur). Biombo er minnst þeirra en þéttbýlast með um 65000 íbúa, flestir úr ætt- flokkunum Papel (73%)ogBal- anta (19%). Atvinnustarfsemin er aðallega sjálfsnægtarbúskap- ur, mest hrísgrjóna- og cassava- ræktun. Fiskveiðar eru stund- aðar á eintrjáningum eða við ströndina með stór veiðinet. Tekjur íhéraðinu eru vaxandi af víðlendum skógi með cas- hewhnetur/-ávöxt, sem á seinni árum hefur orðið mikilvægasta útflutningsvara landsins. Stærsta þorpið í Biombo heitir Quinhamel með um það bil 3000 íbúa og er þar miðstöð stjórnsýslu héraðsins. Sam- göngur verða að teljast nokkuð góðar á gíneanskan og jafnvel afríkanskan mælikvarða, en al- menningssími er þó enginn. Heilsugæsla í Biombo Frá 1981 hefur hjálparstofnun dönsku þjóðkirkjunnar unnið að heilsugæslustarfi hér í landi. Það var þó ekki fyrr en sjálfs- vald héraðanna var aukið, hvað varðar stjórnun heilsugæslunn- ar (1990) að hjálparstofnunin veitti auknu fjármagni til Biom- bo héraðsins. Árið 1991 settist danskur læknir á vegum hjálp- arstofnunarinnar að í héraðinu og leysti undirritaður hann síð- an af unt mitt ár 1993. Hér hef ég verið búsettur með fimm manna fjölskyldu frá því í september sama ár. Starfslýsing mín felur í sér að vera læknisfræðilegur ráðu- nautur fyrir heilsugæslu héraðs- ins. Innan hennar starfa einn innfæddur læknir, 38 hjúkrun- arfræðingar, þrjár ljósmæður og fimm meinatæknar. í héraðinu eru sjö almennar heilsugæslu- stöðvar og þrjú einkarekin trúboðssjúkrahús kaþólikka og mótmælenda sem nær eingöngu sinna börnum og þunguðum konum. Á heilsugæslustöðvun- um er unnið við almennar lækn- ingar sem og að forvarnarstarfi, til dæmis mæðra- og barna- heilsugæslu, bólusetningum og berklavörnum. I nokkrum af- skekktum þorpum hafa verið byggð einskonar þorpsapótek. Byggist starfsemi þeirra á svo- kölluðum heilsuliðum og yfir- setukonum sem eru sjálfboða- liðar. Pessir starfsmenn eru valdir af íbúunum í sínu þorpi til að læra að takast á við algeng- ustu sjúkdóma, svo sem malar- íu, hósta, augnsjúkdóma, sára- meðferð og umönnun þungaðra kvenna og fæðingarhjálp (sjá Læknablaðið 1983). Almennt má segja að starfið á heilsugæslustöðvunum sé um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.