Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 307 í okkar rannsókn voru 48,5% karla og 39% kvenna yngri en 45 ára samanborið við 42% karla og 33% kvenna í Rochester könnuninni. Kynjahlutfallið í Rochester rannsókninni var 3,7 konur á móti einum karli eða gjörólíkt því sem var hjá okkur. Þessi munur er vegna hlutfallslega fleiri karla í okkar rannsókn eða 37% miðað við 21,5% hjá þeim. Það er athyglisvert að sjúklingafjöldinn í okkar rannsókn á tímaeiningu er svipaður og í Rochester rannsókninni (9) sem talin er ná til alls samfélagsins. Sé nýgengi miðtaugarfergis í úlnliðsgöngum hér á landi svipuð því sem er í Rochester, Minnesota greinast um það bil 25% sjúklinga með taugarfergið á íslandi á fyrr- greindri læknastofu á rannsókanartímabilinu. Engin haldbær skýring er á því hvers vegna ungt fólk með miðtaugarþvingun í úlnliðsgöng- um í þessari rannsókn leitar sér fyrr hjálpar eftir að einkenna verður vart en eldra fólk. í rannsókn, þar sem sérstaklega var athuguð tíðni þessa taugarfergis í báðum höndum, fannst slíkt í 44% einstaklinga væri stuðst við kvartanir eins og í þessari rannsókn en í 61% tilfella samkvæmt niðurstöðum taugalífeðlis- rannsókna (10). Þó var enginn munur milli kynja en einhver aukning á kvillanum í báðum höndum karla með hækkandi aldri. Tíu prósent sjúklinga sem greindust með miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum í þessari rannsókn reyndust einnig með annan tauga- skaða. Þetta er vel þekkt (11). Tíðni kvartana og einkenna, sem lýst er í töflu II, er svipuð í öðrum rannsóknum en tíðni vöðvamáttleysis og -rýrnunar við skoðun er verulega lægri í þessari rannsókn (1,2,6,9). Engin augljós skýring er á þessu. Þær niður- stöður sem komu okkur mest á óvart, þar sem við höfðum mikið traust á þessum prófunum, var hversu fáir voru með jákvætt Phalen og Tinel tákn. Yfirleitt eru þau jákvæð hjá 60 til 80% sjúklinga í öðrum rannsóknum (1,2,7,12). Framvirk rannsókn, sem athugaði næmi og sér- hæfni ýmissa framkallandi prófa, sem notuð eru til greiningar í miðtaugarþvingun í úlnliðs- göngum, leiddi í ljós að þau væru óáreiðanleg og að ekki væri ráðlegt að beita þeim við sjúk- dómsgreiningu. Réttara væri að senda fólk, sem grunur leikur á að hafi slíkt taugarfergi, í taugaleiðingarannsókn (13). Athyglisverður er sá munur sem kom fram á hug- og hlutlægri fingradreifingu skyntruflana (mynd 3). Algengasta huglæga dreifingin var í fimm fingrum (54%) en skynskoðun staðsetti truflunina oftast í sérkennandi dreifingu mið- taugar (44%). Við höfum ekki einhlíta skýr- ingu á þessu. Ónákvæmni og athyglisleysi sjúklinganna gæti verið ein orsök, enda margir ekki með dofann þegar þeir eru skoðaðir. Þó teljum við dofann í fimm fingrum raunveruleg- an í mörgum tilfellum. Skynskoðunin kemur sjúklingnum oft á óvart og einn höfundur þess- arar greinar, sem fær einkenni taugarfergisins af og til, hefur margoft upplifað fimm fingra dreifinguna á dofanum þó skynskoðun leiði annað í ljós. Líkleg skýring á þessu er samverk- andi ölnartaugarfergi hjá mörgum. Sedal fann slíkt í 39,3% handa með miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum (14). Væg tifelli af ölnartaugar- fergi sem greinast ekki með taugaleiðingarann- sóknum, orsakandi huglægan en ekki hlutlæg- an dofa, gætu verið algeng (14). Skyntruflun, bæði hug- og hlutlæg, í einum eða fleiri miðtaugarfingrum var algeng (mynd 3). Nærtækasta skýringin á þessu er sú að þar sem miðtaug liggur í úlnliðsgöngum eru tauga- þræðir frá einstaka fingrum komnir saman í vel afmörkuð taugaknippi (16) og meinsemdin gæti verkað ólíkt á einstaka taugaknippi. Oft koma einkenni einungis fram eða versna eftir mikið vinnuálag á hendur og þá oft eftir nokkra hvfld (1). Versnun einkenna að nætur- lagi með röskun á svefni eða snemma morguns var næst algengasta kvörtunin hjá tæplega 90% einstaklinga í þessari rannsókn og sumir höfðu aðeins einkenni á þessum tíma. Að láta hend- ina hanga fram úr rúminu, að hrista hana kröft- uglega, að beygja og rétta fingur eða láta hend- ina undir rennandi vatn dregur oft fljótlega úr einkennum (1). Orsök nætureinkenna er óþekkt en stafar hugsanlega af tregðu í bláæð- astreymi frá efri útlimi í svefni (1). Talið er að margir sofi með beygðan úlnlið, sem er hugs- anlega önnur orsök (2). Nærverkur er vel þekktur í miðtaugarþving- un í úlnliðsgöngum (7,12,17) en orsök hans er óljós. Ólíkt þessu kvarta sjúklingar með taug- arfergið aldrei um skyntruflun út fyrir handar- svæðið (1). Einstaka sinnum átta sjúklingar sig á að nærverkurinn leiðir frá hendi og stundum eykst nærverkurinn við að framkalla tákn Pha- lens (15). Algengasta staðsetning nærverkjar- ins er í olnbogabót og utan á öxl (12). Sé taug- arfergið eina orsök nærverkjarins lagast hann stundum við sömu aðgerðir sem minnka önnur einkenni miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.