Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 301 húðbeygjufellingu úlnliðs að um það bil miðj- um innri jaðri þumalfingursbungu. Greining miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöng- um er auðveld séu einkenni innan svæðis mið- taugar, ef ekki þarf að íhuga aðrar greiningar. Dæmigerð einkenni eru skyntruflun á þumli (dig.I), vísifingri (dig.II), löngutöng (dig.III) og ytri helmingi baugfingurs (dig. Vz IV) lófa- megin, máttleysi og rýrnun á vöðvum ytri hluta þumalfingursbungu og verkur í hendi. Aðalvandamál fólks með miðtaugarfergi í úlnliðsgöngum er verkur í efri útlirn og erfið- leikar við athafnir, sem krefjast fíngerðrar handavinnu, vegna vöðvamáttleysis og/eða skertrar tilfinningar í fingrum og truflun á næt- ursvefni. Phalen álítur taugarfergið sjúkdóm miðaldra kvenna og að fátt bendi til að hér sé um atvinnusjúkdóm að ræða (1). Orsök miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum er aukinn þrýstingur í göngunum (3) vegna þrengingar á ummáli ganganna og/eða aukn- ingar á efnismagni í þeim. Við þetta þrengir að tauginni og hún þrýstist upp að úlnliðsþver- bandinu. Ytri þrýstingur á taugina með stað- bundinni afmýlingu og öxulhrörnun nægir þó engan veginn til að útskýra sum þekkt fyrirbæri miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum, til dæm- is skyndilegar breytingar á einkennum við ákveðnar athafnir, hversu fljótt einkenni geta lagast við losun taugarinnar og þá staðreynd að í mörgum tilfellum lítur taugin eðlilega út í skurðaðgerð. Orsakir þessa eru líklegast blóð- rennslistruflanir í innri æðum taugarinnar með innri taugabjúgmyndun og blóðþurrð (4). Efniviður og aðferðir Sjúkraskrár og niðurstöður vöðvarafrita og taugaleiðingarannsókna á Læknastofunni að Bárugötu 15 í Reykjavík voru skoðaðar. Fólk með greininguna miðtaugarþvingun í úlnliðs- göngum. greint á tímabilinu 1. febrúar 1986-1. maí 1993 er efniviður rannsóknarinnar. Petta er valinn hópur fólks með miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum, valinn í þeim skilningi að í honum er fólk sem læknar hafa vísað á lækna- stofuna eða sem hefur sjálft leitað aðstoðar. Inntökuskilyrdi í rannsóknina voru: Grein- ing miðtaugarþvingunar í úlnliðsgöngum byggð á sjúkrasögu, taugaskoðun og/eða nið- urstöðum vöðvarafrita og taugaleiðingarann- sókna, sem í öllum tilfellum voru framkvæmd- ar og túlkaðar af höfundi (M.P.H.). Skilyrði var að nægilegar upplýsingar um sjúkdómsferli væru fyrir hendi til úrvinnslu. Útilokunaratriði: Annar taugaskaði en mið- taugarþvingun í úlnliðsgöngum í sama útlimi, þó var væg seinkun á skyntaugaleiðingahraða eða lækkun skyntaugasvars ölnartaugar um úlnlið ekki notað til útilokunar. Miðtaugar- þvingun í úlnliðsgöngum sem greindist með taugaleiðingarannsókn en sjúklingurinn var einkennalaus. Til að fá fram tákn Tinels var slegið laust með sinaviðbragðshamri yfir ystu húðbeygju- fellingu úlnliðs og dæmt jákvætt ef sjúklingur fann rafstraumslíka tilfinningu niður í einhvern miðtaugarfingur. Tákn Phalens var framkallað með því að láta sjúklinginn fullbeygja úlnliði í mest eina mín- útu án aðstoðar, með framhandleggina beint fyrir framan sig (1). Jákvætt svar er framköllun dofa, pínudofa (paresthesias) og/eða verks. Niðurstöðum taugalífeðlisrannsókna og ár- angri skurðaðgerða verður lýst síðar. Við tölfræðilega úrvinnslu var stuðst við kí- kvaðrat útreikninga. í töflum IV og V miðast útreikningar á samanburði við vinnumarkaðs- könnun Hagstofu íslands í marslok 1993 (5). Vikmörk fyrir hlutfallslega áhættu voru fundin með svonefndri „test based“ aðferð (6). Niðurstöður Fjögur hundruð fjörtíu og níu sjúklingar greindust með miðtaugarþvingun í úlnliðs- göngum. Sextíu og sex þeirra fullnægðu ekki inntökuskilyrðum. Nítján höfðu ölnartaugar- þvingun við olnboga og einn við úlnlið í Gyon’s göngum, hálstaugarótaskemmd (double crush syndrome) fannst hjá 15, fjöltaugakvilli hjá 10, ófullnægandi upplýsingar í 15 tilfellum og sex einstaklingar höfðu engin einkenni miðtaugar- þvingunar í úlnliðsgöngum. Þrjú hundruð áttatíu og þrír einstaklingar uppfylltu sett skilyrði, 241 kona og 142 karl- menn með kynhlutfall 1,7:1. Yngsti var 14 ára, elsti 91 árs og var meðalaldur við greiningu 49±16,5 ár (miðgildi 35,5 ár), svipað milli kynja eða 48,4±16,3 ár hjá karlmönnum og 49,6±16,6 ár hjá konum. Flokkun sjúkling- anna í aldurshópa eftir kyni sést á mynd 1. Miðtaugarþvingun í úlnliðsgöngum greindist í 557 höndum hjá 383 einstaklingum, 36% í hægri, 18,5% í vinstri og í báðum höndum hjá 45,5% sjúklinga. Kvillinn var í báðum höndum hjá 38,7% karla og 49,4% kvenna. Þessi mun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.