Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 60

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 60
328 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Hjúkrunarfrœðingarnir eru áhugasamir uin tölvur. Hér eru Ansumany, Armindo, Inácio og Joséað œfa gnmdvallaratriði tölvunotkunar. raunir í Gabúhéraðinu með að krefja greiðslu fyrir allar heim- sóknir og er krafist borgunar eftir því hver sjúkdómurinn er. Gengur þessi stefna undir nafn- inu Bamako framtakið (Iniciat- iva de Bamako) og á það rætur að rekja til þings Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar í Bamako í Mali árið 1987. Má með sanni segja að upphæð- irnar séu lágar á okkar mæli- kvarða en í þorpum þar sem hverjum aur er velt fyrir sér verður slíkur kostnaður mörg- um erfiður í skauti. Er því vand- rataður meðalvegurinn. Opin- ber stefna stjórnvalda hér í landi, studd af Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni og Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, er nú að byrja með slíkt greiðslu- kerfi í öllu landinu. í fram- kvæmd þýðir þetta að sjálfstæði heilsugæslustöðvanna eykst verulega, til dæmis hvað snertir innkaup á lyfjum, viðhald stöðvarinnar og laun starfs- manna. Hér í Biombo erum við ekki komin af stað ennþá enda mörg ljón í veginum, svo sem mikið ólæsi og lítil reynsla af ná- kvæmu bókhaldi yfir lyf og pen- ingagreiðslur. Ekki er hægt að ljúka lýsingu á heilsugæslu Biombo sýslunnar án þess að nefna hina hefð- bundnu læknisfræði sem er mjög stunduð í þorpunum. Má öruggt telja að margir þeirra, ef ekki flestir, sem koma til heilsu- gæslustöðvanna leiti einnig til sinna eigin skottulækna eins og við köllum þá samkvæmt ís- lenskum lagabálki. Er aðdrátta- rafl slíkra lækna mikið og hér í nágrenninu er sjúkrahús eitt með legupláss fyrir um 100 manns rekið af slíkum skottu- lækni. Er árangurinn augljós- lega góður þar sem hann hefur starfað hér í yfir 20 ár og að- sóknin góð, einnig af Evrópu- mönnum. Læknisstarf í Biombo Hverju getur barnalæknir, eins og undirritaður, komið til leiðar við slíkar aðstæður? Pað er sjálfsagt öllum augljóst sem lesa þetta greinarkorn að málið snýst ekki beint um það að sitja í fremstu víglínu sem læknir og sinna sjúkum. Læknar sem starfa við slíkar aðstæður kom- ast fljótt að raun um hversu mikil hópvinna heilsugæslu- starfið í raun og veru er. Hver hlekkur er mikilvægur til að ár- angur náist og hann verður aldrei betri en veikasti hlekkur- inn. Því snýst starf okkar lækn- anna tveggja í héraðinu mest um það að skipuleggja starfsem- ina á heilsugæslustöðvunum. Þetta er gert með reglulegum heimsóknum á heilsugæslu- stöðvarnar og með námskeið-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.