Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Síða 20

Læknablaðið - 15.04.1995, Síða 20
304 LÆKNABLAÐIÐ 1995: 81 fengu einkenni án endursýkingar að nýju í stuttan tíma. Tveir (2,5%) sjúklingar, einn í hvorum hópi, fengu sár að nýju. Aukaverkanir voru algengar, flestar vægar nema hjá fjórum sjúklingum í hópi I sem fengu slæmar aukaverkanir. Það var áætlað að með- ferðin hafi sparað sjö milljónir króna í lyfja- kostnað hjá samanlögðum hópnum á eftirlits- tímanum. Inngangur Nú er almennt talið að Helicobacter pylori sé aðalorsök þrálátra skeifugarnarsára. Þetta er mikilsverður áfangi á leið til að finna lækningu við þessum langvarandi sjúkdómi. Græðsla á skeifugarnarsárum hefur ekki verið vandamál eftir að H2 blokkar og prótónpumpu-hemlar komu fram, en þegar þeirri meðferð sleppir eru 70-80% sjúklinga aftur komnir með sár innan árs (1). Fjöldi rannsókna hefur nú sýnt að eftir upprætingu á H. pylori er endurkoma skeifugarnarsára mjög fátíð og sjúkdómurinn virðist í flestum tilfellum vera endanlega lækn- aður (2-8). Uppræting á H. pylori er hins vegar ýmsum vandkvæðum bundin. Ekkert eitt lyf gefur viðunandi árangur, einungis fjöllyfja- meðferð gagnar vel. Bestur árangur hefur náðst með svokallaðri þriggja lyfja meðferð með bismút, metrónídazóli og tetracýklíni, en skammtar og meðferðartími er mjög mismun- andi (9). Ein íslensk rannsókn hefur sýnt 100% árangur þessarar meðferðar hjá 30 manna sjúklingahópi (10). Töluverðar aukaverkanir eru af þessari meðferð og misheppnuð uppræt- ing virðist mest stafa af lélegri meðferðar- heldni (11,12) sem aftur tengist aukaverkunum. Ónæmi sýkilsins gegn sýklalyfjum, sérstaklega metrónídazóli hefur einnig veruleg áhrif (11,12). Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er greint frá var að meta árangur tveggja mismun- andi útfærslna á þriggja lyfja meðferðinni. Sér- staklega var rannsakað hve oft tekst að upp- ræta H. pylori og áhrif þess á einkenni og end- urkomu sára. Aukaverkanir meðferðarinnar voru kannaðar. Áhrif á lyfjakostnað eftir með- ferð voru einnig áætluð. Efniviður og aðferðir Eingöngu voru teknir í rannsóknina sjúk- lingar með skeifugarnarsár staðfest með spegl- un. Nær allir höfðu sögu um endurtekinn sár- sjúkdóm sem hafði staðið árum saman. Inntökuskilyrði var að þeir hefðu H. pylori jákvæða magabólgu samkvæmt úreasa prófi (CLO test, Delta West Pty Ltd, Western Australia) og/eða jákvæða ræktun (Skirrows æti). Enginn hafði áður fengið meðferð við H. pylori. Sjúklingar komu allir á rannsóknar- stofu í meltingarsjúkdómum á Landspítala á vegum H.G. og B.Þ. Sjúklingar á vegum H.G. fengu meðferð I og sjúklingar á vegum B.P. fengu meðferð II, sem var fyrst gefin í byrjun árs 1991 en meðferð I hófst nokkrum mánuðum síðar. Af þessari ástæðu er eftirlitstími lengri í meðferð II. Allir sjúklingar sem uppfylltu inn- tökuskilyrði og komu til meðferðar á rann- sóknartímabilinu voru teknir í rannsóknina. Meðferð var oftast hafin á fyrsta degi greining- ar eða skömmu síðar og var útfærð á eftirfar- andi hátt: Medferð I: Collóíd bismút súbcítrat 120 mg x 4, tetracýklín 500 mg x 4 og metrónídazól 400 mg x 3 daglega í 14 daga. Samhliða var oftast gefið sýruhamlandi lyf, ómeprazól, famótidfn eða ranitidín. Meðferð II: Ómeprazól 20 mg x 1 á fyrsta degi til 14. dags og á fjórða degi til 14. dags var gefið collóíd bismút súbcítrat 120 mg x 4, tetra- cýklín 250 mg x 4 og metrónídazól 250 mg x 4. Meðan á meðferð stóð héldu sjúklingar dag- bók þar sem þeir skráðu hugsanlegar auka- verkanir og töku lyfjanna. Aukaverkanir voru metnar á kvarða 0-4, það er 0=engar, 1= væg- ar, 2= í meðallagi, 3= slæmar og óbærilegar, 4= meðferð hætt. Sjúklingarfylltu út blað fyrir hvern dag og skráðu hvert einkenni á kvarða 0-4 samkvæmt leiðbeiningum. Jafnframt voru þeir beðnir um að skrá öll frávik frá lyfjatöku á sama blað. Árangur meðferðar var metinn með speglun og vefjasýni þremur mánuðum eða síðar eftir að meðferð lauk. Tekin voru tvö vefjasýni annað frá magahelli (antrum) og hitt frá magabol (corpus) og gert á þeim CLO próf. Hjá 31 sjúklingi var einnig gerð ræktun á Skir- rows æti. Uppræting H. pylori var talin hafa tekist ef CLO próf var neikvætt. Ef ræktun var gerð þurfti hún einnig að vera neikvæð. Áran- gur meðferðar með tilliti til einkenna var met- inn á sama tíma og speglun og aftur síðar í gegnum síma. Gerð var tilraun til að meta sparnað í lyfjakostnaði á eftirfarandi hátt: Reiknaður var út fjöldi mánaða sem sjúklingar höfðu verið einkenna- og lyfjalausir frá með- ferðarlokum til loka rannsóknarinnar 1. maí 1994. Tekið var mið af lyfjatöku sjúklinganna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.