Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 36
318 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Skurðlæknaþing 1995 7. og 8. apríl að Hótel Loftleiðum Sjá dagskrá á bls. 371 Ágrip erinda og veggspjalda 1. Innhaull sem orsök garnastíflu Fjölnir Freyr Guðmundsson, Valur Þór Marteinsson, Haraldur Hauksson, Shreekrishna Datye Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Garnastífla er alvarlegur og tiltölulega algengur sjúkdómur sem krefst nákvæmrar og tímabærrar sjúkdómsgreiningar, ef komast skal hjáfylgikvillum. Innhaul má skilgreina sem framskögun líffæris, oftast þarms inn í poka eða op í iðraskinu (periton- eum viscerale). Garnastífla af völdum innhauls er fátíð og vanda- söm í greiningu. Lýst verður sjö tilvikum þar sem innhaull var orsök garnastíflu á handlækningadeild FSA á 10 ára tímabili. í þremur tilvikum var um að ræða meðfæddan galla sem orsök fyrir innhaul. Áttræður maður fékk innhaul gegnum bugaristilshengi. Þrjátíu og sex ára kona fékk innhaul í gegnum smáþarmahengi við efri hengisslagæð. Þrjátíu og tveggja ára kona fékk inn- haul gegnum fallristilshengi. í fjórum tilfellum var um að ræða innhaula eftir fyrri kviðarholsaðgerðir. Fimmtíu og eins árs kona sem áður hafði farið í skammhlaupsaðgerð á smá- þarmi fékk innhaul gegnum hengi blindu lykkjunnar sem tengd hafði verið við gallblöðru. Sjötíu og sjö ára maður sem áður hafði farið í brottnám á enda- þarmi fékk innhaul í gegnum grindarbotnslífhimnu. Fimmtíu og þriggja ára kona sem áður hafði farið í aðgerð vegna aftursveigju á legi fékk innhaul í gegn- um breiðfellingu legs. Sjötíu og sjö ára kona sem áður hafði farið í magaföldun (fundoplicatio) fékk innhaul gegnum litlu netju. f fjórum tilvikum tókst að færa smáþarm í rétta legu án brottnáms en þríveg- is þurfti að nema burtu hluta af smáþarmi. Sjúkling- um farnaðist öllum vel eftir aðgerð. Mikilvægt er að læknar sem greina og meðhöndla kviðverki hafi í huga innhaula því afleiðingar þeirra geta orðið alvarlegar. Það undirstrikar mikilvægi könnunarskurðar tímanlega í sjúkdómsganginum. 2. Notkun á hydroxyapatite sem fyllingu í augntóft eftir brottnám auga Haraldur Sigurðsson, Stefán Baldursson Augndeild Landakotsspítala, Sjónstöð íslands Tilgangur: í meira en 100 ár hefur verið viður- kennd meðferð að setja inn kúlu í augntóft þegar auga hefur verið fjarlægt. Það eykur hreyfigetu gerviauga, einnig getur efra augnlok lokast betur yfir gerviaugað. Gler- og plastkúlur hafa verið vin- sæl efni, á seinni árum hulin einhverju sem hægt væri að sauma augnvöðva í, líkt og gjafahvítu (donor scleru). Á fimmta áratugnum voru notaðar kúlur sem voru huldar að hluta í augntóft, framhluti þeirra skagaði fram að gerviauga. Fékkst góð hreyfing á gerviaugað, en þau sýktust öll og þurfi að taka. Hydroxyapatite líkist beinfrauð, götótt kúla, ólíf- rænt salt kalsium fosfats. Eiginn vefur sjúklings get- ur vaxið inn í kúluna og þannig hægt seinna meir að tengja gerviauga við kúlu. Fyrstu kúlurnar voru sett- ar í sjúklinga á íslandi 1992, tilgangur rannsóknar er að kanna afdrif þeirra. Aðferðir og niðurstöður: Alls reyndust 15 sjúk- lingar hafa fengið hydroxyapatite kúlu. Hjá sjö sjúk- lingum var kúlan sett inn strax eftir brottnám auga, hjá átta sjúklingum var kúlan sett inn seinna. Fyrstu fimm tilfellin voru með gjafahvítu eins og áður var lýst. Seinni 10 tilfellin höfðu aftur á móti mersilene- net umhverfis kúluna. Þessir hópar eru bornir sam- an. Æðamyndun í kúlu var metin með isótópa- skanni, reyndust allar hafa æðanýmyndun. Ljós- myndir og myndbönd eru notuð til að meta hreyf- ingu gerfiaugna. Eina kúlu þurfti að fjarlægja vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.