Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Síða 55

Læknablaðið - 15.04.1995, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 333 Meöalaldur var 20,7 ár (eins til 93 ára). Sérfræðingar gerðu 351 (43,5%), eldri aðstoðarlæknar 353 (43,7%) og yngri aðstoðarlæknar gerðu 103 (12,8%) aðgerðir. Öllum skurðum var lokað í fyrstu atrennu og kerar voru ekki notaðir. Kviðarholsskolun í að- gerð og sýklalyf í tengslum við aðgerðina voru notuð samkvæmt mati sérfræðings. Fylgikvilla fengu 53 (6,57%) sjúklingar en enginn marktækur munur var á tíðni fylgikvilla hjá aðstoðarlæknum og sérfræðing- um. Meðallegutími var fjórir dagar, 7,1 dagur hjá þeim sem höfðu sprunginn botnlanga en 3,4 dagar hjá þeim sem ekki höfðu sprunginn botnlanga. Rannsóknin sýnir að nákvæm læknisskoðun fyrir aðgerð getur fækkað ónauðsynlegum botnlangatök- um. Aðgerðartækni sem hefur verið notuð á F.S.A. gefur lága tíðni fylgikvilla, þrátt fyrir að aðgerðir séu framkvæmdar af aðstoðarlæknum. 38. Þarmabólgusjúkdómar hjá börnum Könnun á nýgengi sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu á Islandi árabilið 1980-1993 Jóhann Heiðar Jóhannsson, Sigurður Björnsson, Einar Oddsson Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg, lyflœkningadeild Borgarspítala, lyflœkningadeild Landspítala Könnun var gerð á nýgengi þarmabólgusjúkdóma (inflammatory bowel disease) hjá börnum á íslandi tímabilið 1980-1993. Könnunin var í tveimur hlutum. Fyrst var farið yfir allar vefjagreiningar sem gerðar höfðu verið á meinafræðideildum landsins á sýnum úr mjógirni eða ristli tímabilið 1980-89. Öllum tilfell- um sem gruna mátti um sáraristilbólgu (colitis ulcer- osa) eða svæðisgarnabólgu (Crohn’s disease) var síð- an fylgt eftir með nánari könnun á sjúkraskýrslum og röntgen- og ristilspeglunariýsingum. Pá var á svipað- an hátt gerð framvirk leit að nýjum tilfellum allt tímabilið 1990-93. Ný tilfelli langvarandi þarmabólgusjúkdóma hjá börnum 15 ára og yngri á Islandi voru 25 þetta 14 ára tímabil. Samanlagt nýgengi þarmabólgusjúkdóm- anna allt tímabilið reyndist því 2,64/100.000 börn á ári, sem er mun lægra en greinst hefur í nágranna- löndunum. Með samanburði við tölur úr könnun tímabilið 1950-79, mátti sjá að nýgengi sáraristil- bólgu hjá börnum fór minnkandi fram til áratugarins 1980-1989, en hefur síðan farið vaxandi. Nýgengi svæðisgarnabólgu hefur hins vegar farið stöðugt vax- andi frá 1950. Börnin voru á aldrinum 4,3-15,9 ár við greiningu, meðalaldur 12,8 ár. Drengir voru nærri tvöfalt fleiri en stúlkur, kynjahlutfall 1,8. Helstu einkenni voru niðurgangur eða tfðar hægðir, kviðverkir og blóð í hægðum. Einkennin höfðu börnin haft að meðaltali í fjóra mánuði fyrir greiningu (0,5-24 mánuðir). Fjöl- skyldusögu um þarmabólgusjúkdóm höfðu 12% barnanna. Vefjasýni höfðu verið tekin við ristilspeglun í upp- hafi hjá 22 barnanna. Öll voru þau endurskoðuð án vitneskju um upphaflega sjúkdómsgreiningu. End- urskoðunin leiddi í ljós að mismunargreining sára- ristilbólgu og svæðisgarnabólgu á litlu slímhúðarsýni er erfið í upphafi sjúkdómsferils, þar sem flestir þætt- ir meingerðar koma fyrir í báðum sjúkdómunum. Nákvæm skráning þátta meingerðar getur þó gefið haldgóða vísbendingu um það hvor sjúkdómurinn sé líklegri í hverju tilviki fyrir sig. Einu sértæku vefja- breytingarnar eru bólguhnúðar þeir (granuloma) sem einkenna svæðisgarnabólgu. 39. Meðferð langvinnrar sýklalausar hvekkbólgu eða hvekkverkja með örbylgjuhita gegnum þvagrás Valur Þór Marteinsson, Jan Due Handlœkningadeild FSA, Urologisk seksjon, Regionsykehuset i Tromsp, Noregi Greining sjúklinga með langvinnar hvekkbólgur (prostatitis chronica) er iðulega erfið og tímafrek og hefðbundin meðferð venjulegast áhrifalítil til lengri tíma litið. Hitameðferð gegnum endaþarm (trans- rectal hyperthermia) var fyrst notuð árið 1986, en örbylgjumeðferð gegnum þvagrás (íransurethral microwave /hermotherapy, TUMT) 1991. Við hófum forkönnun (pilot study) árið 1992 þar sem sjúklingar með /angvinnar sýk/alausar /ivekkbólgur (LSLH) eða ftvekkverki (HV) fengu TUMT meðferð. Aðal- tilgangur rannsóknarinnar var að kanna öryggi og áhrif slíkrar meðferðar á einkenni sjúklinga. Efniviður: Tuttugu og tveir sjúklingar hafa fengið meðhöndlun með Prostatron™ örbylgjutæki (Technomed International). Miðtala aldurs var 44,5 ár. Eftirfarandi skilmerki voru notuð fyrir inngöngu í rannsóknina: 1) Sjúklingar með einkenni og breyt- ingar er samræmdust LSLH eða HV og staðið höfðu í minnst eitt ár og önnur meðferð ekki gagnast, 2) ekki þekktir aðrir sjúkdómar sem skýrt gætu ein- kennin. Sjúklingarnir voru valdir eftir svokölluðu fjögurra glasa prófi (1) og flokkaðir að ráði Drach og félaga (2). Ahrif meðferðarinnar voru metin með sjón- og orðrænum samanburðarkvarða, einkenna- skrá og lífsgæðakvarða eftir sex vikur, þrjá, sex og 12 mánuði frá meðferð. Rannsóknin var samþykkt af siðfræðinefnd heilbrigðissvæðis V og hver sjúklingur gaf skriflegt samþykki. Niðurstöður: Sjúklingum hefur verið fylgt eftir í sex til 12 mánuði. Þrír fengu þvagfærasýkingu en enginn hefur fengið þvagteppu eða öfugt sáðlát. Af 12 sjúklingum með 12 mánaða eftirlitstíma höfðu 66% orðið betri og fengið aukin lífsgæði. Þvagfæra-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.