Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1995, Page 56

Læknablaðið - 15.04.1995, Page 56
334 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 einkenni bötnuðu hjá þeim sem höfðu slík vandamál fyrir meðferð. Ómun hefur ekki leitt í ljós ákveðnar breytingar eftir TUMT. Ályktun: TUMT meðferð virðist vera örugg og tiltölulega áhrifarík hjá völdum sjúklingahópi með LSLH eða HV. Hver hlutur þessarar meðferðar verður í framtíðinni er einungis hægt að segja til um eftir stýrðar slembimeðferðarprófanir, en slíkt er fyrirhugað. (1) Meares and Stamey. Invest Urol 1968:5: 492-517. (2) Drach et al. J Urol 1978:120: 266. 40. Krabbamein í blöðruhálskirtli á Islandi — árgangur 1983 Eiríkur Jónsson íslenska krabbameinsskráin Krabbamein í blöðruhálskirtli (Adenocarcinoma Prostate (PC)) er algengasta krabbamein íslenskra karla. Árið 1983 greindust 87 karlmenn. Af þeim greindust sex við krufningu, tveir höfðu greininguna á dánarvottorði og einn hafði Transitional Cell Carcinoma (TCCA). Upplýsingar um stig og afdrif vantaði hjá þremur. Stig sjúkdómsins eru fjögur (A, B, C, D). Á stigi A greinist krabbameinið fyrir tilvilj- un við TURP, A-1 í nokkrum bitanna og af lágri gráðu en A-2 í meira magni og af hærri gráðu. Á stigi B er sjúkdómurinn bundinn kirtlinum en vaxinn út fyrir hann á stigi C. Stig D vísar til útbreidds sjúk- dóms (eitlar, bein). Taflan lýsir 75 einstaklingum sem greindust á lífi þetta ár og höfðu þekkt greining- arstig og afdrif (tími í mánuðum). Stig No Meðal- aldur Fram- sækni Dauði af PC Tími til dauða Meðal E.lit. A-1 26 74 4% 0% — 78 A-2 14 77 50% 50% 70 67 B 5 65 60% 40% 88 111 C 9 74 55% 55% 43 45 D 21 74 95% 95% 23 24 Stærsti hópurinn A-1 (35%) hafði sjúkdóm með góðkynja hegðun og þarfnaðist ekki meðferðar. Alls létust 34 (45%) af völdum sjúkdómsins og var tími til dauða háður útbreiðslu við greiningu. Einungis fjór- ir (5%) greindust þetta ár með staðbundinn sjúkdóm (stig A-2 og B) sem voru 65 ára eða yngri og því hugsanlegir kandídatar fyrir brottnám kirtilsins (Ra- dical Prostatectomy). Ef fækka á dauðsföllum vegna sjúkdómsins þarf að greina hann staðbundinn og meðhöndla þá einstaklinga sem líklegir eru til þess að hafa framsækinn sjúkdóm. 41. Áhrif capsaicin meðferðar í þvagblöðru á ísvatnsviðbragðið og blöðrustarfsemi hjá sjúklingum með „reflex-blöðru“ eftir mænuáverka Guðmundur Geirsson*, Magnus Fall, Lars Sullivan Þvagfœraskurðdeild Borgarspítala * Inngangur: Eitt helsta langtímavandamál sjúk- linga sem fengið hafa mænuáverka er truflun á eðli- legri starfsemi neðri hluta þvagfæra sem hefur í för með sér þvagleka, sýkingar og hættu á nýrnabilun. Capsaicin er efni sem veldur afturkræfri afnæmingu á aðlægum ómýldum C-taugafrumum og þar með bælingu á starfsemi þeirra. Eftir mænuáverka bygg- ist upp nýtt þvaglátsviðbragð („micturition reflex“) og talið er að aðlægar taugar þessa nýja viðbragðs séu ómýldar C-taugafrumur. Sama gerð af taugum myndar hið svo kallaða blöðru-kulda viðbragð („bladder cooling reflex"). Innhelling á capsaicin í þvagblöðru sjúklinga hefur leitt í ljós aukningu á starfrænu blöðru rúmmáli. Með það í huga að kanna virkni á taugaviðbrögð til blöðru og draga þannig úr starfsemi ofvirkra blöðrutruflana voru sjúklingar með reflexblöðru eft- ir mænuskaða meðhöndlaðir með capsaicin innhell- ingum. Efniviður og aðferðir: Tíu karlkyns sjúkling- ar á aldrinum 15-61 árs (meðalaldur 30,5) tóku þátt í þessari framskyggnu rannsókn. Gerð var vatns cyst- ometria í liggjandi stöðu. ísvatnsprófið var gert á þann hátt að sprautað var hratt inn 100 ml af 0° sæfðu vatni. Ef blöðru rúmmálið var minna en 200 ml var helmingur þess magns notaður. Hundrað ml af 2mmolar capsaicin leyst upp í 30% alkóhóli var hellt í blöðru um 8 Fr. þvaglegg. Lausn- in var látin liggja í blöðrunni í 30 mínútur. Bæði cystometria og ísvatnsprófið voru endurtekin strax eftir blöðrutæmingu, og aftur eftir fjórar til sex vikur og sex mánuði. Niðurstöður: Blöðrustarfsemin lagaðist hjá níu af 10 sjúklingum, annað hvort með aukningu á blöðru- rými og/eða lækkun á blöðruþrýstingi við samdrátt. Áhrif meðferðarinnar vöruðu f tvo til sjö mánuði. Allir sjúklingarnir höfðu jákvætt ísvatnspróf fyrir meðferð. Strax eftir meðferðina varð prófið hinsveg- ar neikvætt hjá helmingi sjúklinganna en var aftur orðið jákvætt við fjögurra til sex vikna eftirlit. Allir sjúklingarnir fengu „autonom dysreflexiu" á mis- munandi stigi sem lýsti sér með hækkun á blóðþrýst- ingi, bradycardiu, höfuðverk og svitakófi. Nokkrir fengu slæma verki fyrir ofan lífbein. Þessi einkenni hurfu eftir að capsaicin var tæmt úr blöðru. Ályktun: Capsaicin bætir blöðrustarfsemi sjúk- linga með reflex blöðru eftir mænuáverka. Samtímis lækkun á blöðruþrýstingi við þvaglát og bælingu á blöðru-kulda viðbragði bendir til að aðlæg taugaboð til beggja þessara viðbragða séu miðluð af ómýldum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.