Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1995, Side 64

Læknablaðið - 15.04.1995, Side 64
340 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 56. Vélindalenging (gastroplasty) um kviðsjá Margrét Oddsdóttir, W Laycock, K Champion, JG Hunter Dept Surgery, Emory University, Atlanta, GA, handlœkningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla íslands Langvarandi vélindabakflæði getur valdið stytt- ingu á vélinda. Stytt vélinda þarf að lengja með gastroplasty áður en fundoplication er gerð. Við reyndum mismunandi tækni til vélindalengingar um kviðsjá á dýrarannsóknastofu. Sú aðgerð sem reynd- ist best var síðan reynd í ferskum líkum. Fimm holstingjum er komið fyrir í efri hluta kviðar á sama hátt og í fundoplication um kviðsjá. Maga- vélinda mótin og neðsti partur vélindans eru frílögð. Einnig eru teknar niður festingar milli fundus og þindar og retroperitoneum. Vasa brevia teknar nið- ur. Efsti hluti magans er fríaður frá retroperitoneum þannig að hægt sé að sjá curvatura minora þeim megin frá. 60 Fr Bougie rennt niður vélindað og niður með curvatura minora. Hausnum af hring- heftibyssu er komið fyrir inni í kviðnum og bak við magann. Tog sett á curvatura majora og broddinum af heftihausnum þrýst upp í gegnum magavegginn 4-5 cm handan við maga-vélinda mótin. Heftibyss- unni komið fyrir og hringlaga heftigat gert í maga- vegginn. Þynnra arminum af 60 mm beinni hefti- byssu er rennt inn um heftigatið á maganum og áfram upp með curvatura minora í átt að maga- vélinda mótunum. Með þessu fæst 4-5 cm langur „neo-esophagus“ og laus fundus sem er tekinn bak við vélindað og Nissen fundoplication gerð. Fundoplication um kviðsjá er víða orðin sú með- ferð sem sjúklingum með slæmt vélindabakflæði er ráðlögð. Til þessa hefur stytt vélinda verið contra- indication fyrir aðgerð um kviðsjá. Með vélindaleng- ingu sem þessari er nú hægt að bjóða sjúklingum með stytt vélinda upp á aðgerð við bakflæði um kviðsjá. 57. Pseudomyxoma peritonei — sjúkratilfelli Fjölnir Freyr Gudmundsson, Þorgeir Þorgeirsson, Shreekrishna Datye Handlækninga- og meinafrœðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Pseudomyxoma peritonei er sjaldgæfur sjúkdóm- ur þar sem lífhimnan er meira og minna þakin slím- kenndum æxlisvexti. Flest tilfelli eru upprunnin frá botnlanga eða eggjastokkum. Sextíu og tveggja ára gamall karlmaður var inn- lagður á handlækningadeild vegna þriggja daga sögu um verki um neðanverðan kvið. Ógleði og lystarleysi fylgdi en ekki uppköst eða niðurgangur. Hiti hafði verið frá 38,4°- 39°C. Gaf sögu um aukið ummál kviðar að undanförnu. Við skoðun var hann fölur og veikindalegur. Hiti 38,8°C. Kviður vægt þaninn og stífur. Eymsli um allan neðanverðan kvið en verst í hægri mjaðmargróf. Þar bæði bein og óbein eymsli. Garnahljóð til staðar. Hvít blóðkorn voru innan eðli- legra marka en hækkun var á CRP og sökki. Rönt- genyfirlit sýndi vökvaborð í hægri mjaðmargróf. Gerður var könnunarskurður vegna gruns um botn- langabólgu og jafnskjótt og komið var inn í kviðarhol tæmdist út mikið rnagn af glæru slímhlaupi. Slím- kenndir hnútar voru um allt kviðarhol. Netja var til að mynda full af slíkum hnútum sem voru sumpart blöðrumyndandi. Tekinn var hluti af netju og sýni frá stóru botnlangaæxli og frá grindarholi. Botnlangi reyndist óskurðtækur. Niðurstaða meinafræðings var cystadenocarcinoma mucinosum metastaticum extensivum omenti og klínískt-patólógíst dæmigert fyrir pseudomyxoma peritonei. Sjúklingur varð einkennalaus eftir skurðaðgerð og að höfðu samráði við krabbameinslækna var sjúk- lingur settur á lyfjameðferð. A síðustu 10 árum er einungis vitað um eitt annað tilfelli af pseudomyx- oma peritonei hérlendis. 58. Pseudomyxoma peritonei — yfirlit Fjölnir Freyr Guðmundsson, Þorgeir Þorgeirsson, Shreekrishna Datye Handlœkninga- og meinafrœðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Pseudomyxoma peritonei er sjúkdómur þar sem lífhimna og netja verða undirlögð af hlaupkenndum slímæxlum. Hér er á ferðinni afar slímríkur illkynja kirtilvöxtur af lágri þroskagráðu, oftast upprunninn í botnlanga eða eggjastokkum. Fjarmeinvörp eða telj- andi innvöxtur á staðnum eiga sér yfirleitt ekki stað. Talið sjást í tveimur af hverjum 10.000 kviðarhols- skurðum. Meðalaldur við greiningu er 50-60 ár. Dreifing sjúkdómsins er nær eingöngu eftir lífliimnu (transcoelomic). Einkenni eru oftast þaninn kviður og aukin fyrirferð í kviðarholi ásamt kviðverkjum. Sneiðmyndun hentar einna best til greiningar á sjúk- dómnum en röntgenyfirlit og ómskoðun geta komið að gagni. Meðferð er helst skurðaðgerð en lyfjameð- ferð og geislameðferð hefur einnig verið beitt. Sjúk- lingar deyja yfirleitt vegna gamastíflu. Horfur eru afar mismunandi eftir uppgjörum. Niðurstöður: 1) Pseudomyxoma peritonei er mjög sjaldgæfur sjúkdómur á íslandi sem og annars staðar. 2) Hegðun þessa sjúkdóms með tilliti til dreifingar er mjög sérstök, minnir þó á „bordcrline" eggjastokks- æxli. 3) Hvað meðferð varðar er fyrst og fremst mælt með skurðaðgerð. 59. Liðspeglanir í staðdeyfingu Ágúst Kárason, Thomas Dolk Bœklunarlœkningadeild svœðissjúkrahúss Örebro Inngangur: A árinu 1993 var byrjað að framkvæma liðspeglanir á hnjám í staðdeyfingu á svæðissjúkra- húsinu í Örebro. Tilgangur rannsóknarinnar var að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.