Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 66
342 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 hryggnum. Snemmkomnar slitbreytingar í hálshrygg hafa gjarnan verið tengdar hugsanlegum áverkum við umferðaróhöpp. Krufningarrannsóknir hafa sýnt mismikla áverka á hálshrygg hjá mönnum eftir um- ferðaróhöpp og hjá dýrum eftir álagstilraunir. Með frystiheflun er mögulegt að skoða alla líkamshluta millimeter fyrir millimeter og samtímis að meta ár- eiðanleika mismunandi röntgenrannsókna í ákveðnum tilvikum. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og tveir hálshrygg- ir voru rannsakaðir hjá einstaklingum (19M/3K; 14- 55 ára, m=26) sem dóu í umferðaróhappi vegna höfuðkúpubrots og heilaáverka Við réttarkrufningu fannst afmörkuð blæðing á framhlið fjögurra háls- hryggja sem í tveimur tilvikum leiddi út í armflækju. Til að varðveita óskert ástand hvers hálshryggjar fyrir sig, voru þeir frystir „in situ“ með þurrís og fljótandi köfnunarefni og síðan teknir út ásamt höf- uðkúpubotninum. Nákvæm röntgenrannsókn var gerð í sex mismunandi plönum. Við frystheflunina var tekin mynd af öllu yfirborði hálshryggjarins ásamt nærmyndum af sérstökum áverkum, eftir hvern afheflaðan millimeter. Allir áverkar voru síð- an metnir með samanburði á röntgen- og yfirborðs- myndum. Niðurstöður: Allir hálshryggirnir höfðu áverka. I efri hluta hálshryggjanna (regio OAA) greindi rönt- genrannsóknin aðeins einn af 10 stórum mjúkvefja- áverkum. í neðri hluta hálshryggjanna (regio C2-T1) yfirsáust 198 áverkar, meðal annars í 77 „fasettulið- um“ og gulböndum, í 77 „uncovertebral !iðum“ og í 22 hryggþófum; í tveimur tilvikum (16 ára) fundust átta vaxtarlínuáverkar þar sem brjósk-endaplatan hafði losnað frá bein-endaplötunni. Ályktun: Áverkar í hálshrygg samfara höfuðkúpu- broti eru vanalegir. Algengastir eru mjúkvefjaáverk- ar í „uncovertebral liðum", hryggþófum og „facettu- liðum“. Kastlos á hryggþófa er einkennandi hjá ungu fólki. Með vanalegri röntgenrannsókn yfirsjást auð- veldlega liðlæg brot og mest allir mjúkvefjaáverkar. Við CT- og MR af höfði við höfuðkúpubrot, skal því allur hálshryggurinn einnig rannsakaður á sama hátt. 63-V. Skíðaslys sem komu til meðferðar á slysadeild FSA árin 1989-1993 Bjarki S. Karlsson, Þorvaldur Ingvarsson, Júlíus Gestsson Slysa- og bœklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: I Hlíðarfjalli ofan Akureyrar er vin- sælt skíðasvæði. Líklegt er að langflestir skíðaiðk- endur sem verða fyrir óhöppum á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og þurfa meðferðar við leiti til slysadeild- ar FSA, auk þess sem þangað eru sendir skíðaiðk- endur þeir sem orðið hafa fyrir alvarlegri meiðslum frá skíðasvæðum í nágrannabyggðarlögum. Við hóf- um athugun á þessum slysum með það að markmiði að kanna fjölda og gerð þeirra með það í huga að reyna að finna leiðir til úrbóta. Efniviður: Gerð var aftursæ rannsókn á skíðaslys- um sem komu á slysadeild FSA tímabilið janúar 1989 til júní 1993. Notast var við skráningarkerfi slysa- deildarinnar við rannsóknina. Niðurstöður: Fjöldi slysa á tímabilinu var 304, þar af voru karlar 40% og konur 60%. Langstærsti ald- urshópurinn var 11-15 ára eða 40% og eru 70% slys- anna í aldurshópnum sex til 20 ára. Af áverkunum voru tognanir/liðhlaup 143, brot 77, mar 44, sár 36 og höfuðmeiðsl fjögur. Hvað varðar orsakir slysanna þá urðu 61% við fall í brekku, 20% eftir samkeyrslu, 8% vegna skíðastafa, 5% við skíðalyftur, 3% við skíðapalla og 3% af öðrum orsökum. Fjöldi inn- lagðra var 27 eða 11% slasaðra. Umræða: Eftir að farið var af stað með þessa athugun vaknaði áhugi manna að fara af stað með framsæja rannsókn sem varpað gæti ljósi á orsakir slysanna og var hún hafin í janúar 1993. Auk starfs- fólks slysadeildar FSA taka þátt í henni starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli (Skíðastaðir), starfs- menn Skíðaþjónustunnar hf. og sjúkraflutninga- menn Akureyrarbæjar. Er þess vænst að þegar nið- urstöður þeirrar rannsóknar liggur fyrir, verði hægt að benda á þá þætti sem betur mættu fara og hafa þar með áhrif á fjölda skíðaslysa á svæðinu. 64-V. Fórnarlömb slysa sem vistuðust á gjörgæsludeild Borgarspítalans á árunum 1989- 1993 Bergþóra Ragnarsdóttir Borgarspítali Könnunin, sem var að mestum hluta afturskyggn, tók til 480 nýslasaðra sjúklinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort breyting hefði orðið á eðli og afleiðingum slysa mið- að við tvær fyrri sambærilegar kannanir fyrir árin 1975-1979 og 1980-1984. Aðferð og niðurstöður: Áverkaþungi var metinn eftir „AIS/ISS" kerfi ásamt svæðaflokkun. Reyndust 280 sjúklinganna alvarlega slasaðir (ISS 3=16). Höf- uðáverki var algengasti áverkinn hjá 288 sjúklingum (60%). Orsök slyss og tegund áverka („blunt/pen- etrating“) var skráð. I umferðarslysum lenti 251 sjúklingur ( 53,2%). Alls létust 37 sjúklingar, dánar- tíðni 7,7%. Á gjörgæsludeildinni létust 29 en átta dóu síðar á legudeild. Höfuðáverki var aðaláverki hjá 30 þeirra. Til fylgikvilla mátti rekja átta dauðs- föll. Þrír sjúklingar með ISS <25 létust. Fylgni var með fjölda legudaga á gjörgæsludeild, hækkandi ISS og aldri. Dánartíðni var reiknuð út fyrir sjúklinga með mis- munandi áverkaþunga (ISS <20 og ISS 5*20) og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.