Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 72

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 72
346 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Karl G. Kristinsson, sýklafræðideild Landspítalans Greining Helicobacter pylori sýkinga — mótefnamælingar Bakterían Helicobacter pyl- ori er aðalorsök magabólgu og sársjúkdóms í skeifugörn. Þar sem þessir sjúkdómar eru mjög algengir er mikilvægt að hafa góðar greiningaraðferðir. Hægt er að skipta greiningaraðferð- um í tvo meginflokka: Grein- ingu með magaspeglun og greiningu án magaspeglunar. Greining með magaspeglun byggir á töku magaslímhúðar- bita, sem síðan er notaður til ræktunar á bakteríunni, vefja- rannsókn og/eða greiningu á hvatanum úreasa. Þótt maga- speglanir þolist oftast vel, þá fylgir slíkri rannsókn alltaf nokkur fyrirhöfn og kostnaður. Því hefur verið áhugi á grein- ingu sem ekki krefst slíks inn- grips. Tvær slíkar aðferðir eru viðurkenndar í dag: Öndunar- próf, þar sem mælt er magn geislavirks koldíoxíðs eftir inn- töku geislavirks úrea, og mæl- ing á mótefnum gegn H. pylori. Öndunarpróf krefjast dýrs tækjabúnaðar, geislavirkra samsæta og eru ekki gerð hér- lendis, en mótefnamælingar krefjast aðeins töku blóðsýnis. Mælingar á mótefnum gegn H. pylori byggjast á því að nær allir sýktir einstaklingar mynda mótefni gegn bakteríunni. IgG mótefni myndast á nokkrum vikum eftir smitun. Mörg próf sem byggjast á hvatatengdum mótefnum (ELISA), hafa verið þróuð og betri prófin hafa meira en 90% næmi og sértækni. Próf- in eru afar misjöfn og sum þeirra léleg. Æskilegt er að staðla viðkomandi próf fyrir það þýði sem greina á sjúkdóm- inn í. Á sýklafræðideild Land- spítalans hafa verið gerðar mæl- ingar á mótefnum H. pylori um nokkurt skeið. Fram til þessa hefur prófið eingöngu verið notað í rannsóknarskyni, en nú er ætlunin að bjóða það sem þjónusturannsókn. Prófíð sjálft H. pylori mótefnapróf sýkla- fræðideildarinnar er magn- bundið ELISA próf, þar sem mótefnavakinn er súrt glýsín seyði staðalstofns H. pylori (NCTC11637). Sá mótefnavaki hefur sýnt sig að gera prófið bæði næmt og sértækt. Prófið var þróað í Lundi og eru niður- stöðurnar gefnar upp í RAA (relative antibody activity) ein- ingum (1). Mælingar H. pylori mótefna hjá ósýktum og sýktum einstaklingum sýndu að mikill munur var á styrk mótefna hjá þessum hópum og að meðalgildi hjá sýktum, +/- 2 staðalfrávik, gaf (sviðið) 35-100 RAA eining- ar. Samkvæmt því er miðað við að gildi 3= 35 RAA þýði já- kvæða niðurstöðu í þessu prófi. Prófið kom mjög vel út í saman- burði við nokkur þekkt próf sem fáanleg eru á almennum markaði (2). Prófið hefur jafn- framt verið staðlað fyrir íslenskt þýði (3), og með því að endur- taka vafasvör (á bilinu 25-35 RAA), með annarri gerð H. pylori mótefnaprófs, má reikna með að næmi prófsins sé vel yfir 90% og sértæki um 97% (óbirt- ar niðurstöður, handrit í vinnslu). Notagildi Mælingar á H. pylori mótefn- um eru gagnlegar við rannsókn- ir á faraldsfræði sýkingarinnar, greiningu hjá sjúklingum með einkenni og sem eftirlit með meðferð. Prófið er næmt til greiningar H. pylori sýkingar og hentar vel til faraldsfræðilegra rannsókna (3). Við greiningu sýkingar hjá sjúklingum með einkenni frá efri hluta meltingarvegar grein- ir prófið sjúklinga með maga- eða skeifugarnarsár því miður ekki frá sjúklingum sem eru ein- ungis með magabólgur. Þar sem meirihluti sýktra eru ekki með sár, er nú talið rangt að með- höndla með sýklalyfjum alla þá sem hafa hækkað H. pylori mót- efni. Hins vegar er kjörmeðferð við maga- og skeifugarnarsár- um líklegast uppræting bakter- íunnar með sýklalyfjum (4). Rétt væri því að vísa sjúklingum með einkenni frá efri hluta meltingarvegar og hækkuð H. pylori mótefni til meltingarsér- fræðings, til speglunar til að greina þá sem raunhæft er að meðhöndla með sýklalyfjum, það er að segja sérstaklega þá sem hafa sársjúkdóm. Ólíklegt er að sjúklingar með einkenni frá meltingarvegi og neikvæða H. pylori mótefnamælingu séu sýktir. Þá sjúklinga verður að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.