Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 86

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 86
358 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Matthías Halldórsson1) Örn Bjarnason2’ Gildistaka og þýðing 10. útgáfu Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrárinnar (ICD-10) Saga sjúkdómaflokkunar Kerfisbundin sjúkdóma- og dánarmeinaskrá á sér langa og merkasögu. Upphaf hennarmá rekja til verksins Systema Mor- borum eftir Frakkann Francois Bossier deLacroix (1706-1777). sem kallaði sig Sauvages og var prófessor í Montpellier í Frakk- landi. Hann var samtímamaður Carls von Linné, hins mikla sænska kerfissmiðs í grasafræði. Linné fékkst einnig við kerfis- bundna flokkun sjúkdóma og gaf út í ritinu Genera Morbor- um árið 1763. Um miðja 19. öld vann fyrsti enski hagstofustjórinn, William Farr, að tillögu um alþjóðlega dánarmeinaflokkun. Hún var undirstaða flokkunarkerfis, sem lagt var fram af franska hagstofustjóranum Jaques Bertillon á fundi alþjóðlegu tölfræðistofnunarinnar í Chica- go árið 1893 og samþykkt þar sem fyrsta alþjóðlega flokkun- arkerfi dánarorsaka (List of Int- ernational Causes of Deaths). Þetta kerfi var síðan endurskoð- að á um það bil 10 ára fresti í nefnd á vegum stofnunarinnar undir forystu Bertillons. Hér á Frá; 1) Landlæknisembættinu og 2) Orðanefnd læknafélaganna. landi var farið að nota skrána árið 1911. Eftir dauða Bertillons árið 1922 kom Heilbrigðisstofnun Þjóðabandalagsins til samvinnu við stofnunina og hafði með höndum undirbúning fjórðu út- gáfu skrárinnar (1929). Þegar Heilbrigðisstofnun þjóðanna (WHO) var sett á fót eftir síðari heimsstyrjöldina var henni falið að annast endurskoðunina. Hún gaf út sjöttu endurskoðun- ina (1948) og þá með þeirri meg- inbreytingu að með voru teknir sjúkdómar, sem að jafnaði leiða ekki til dauða. Skammstöfun ICD var haldið, en fullur titill í samræmi við breytingu á gerð hennar varð International Classification of Diseases, In- juries and Causes of Death. Eft- ir það hefur stofnunin tekið að sér endurnýjunina og aðildar- ríkin hafa skuldbundið sig til þess að fylgja henni. Til þessa verks hefur stofnunin valið 10 samvinnumiðstöðvar (Colla- borating Centers) á mismun- andi land- og málsvæðum, til dæmis eitt í Caracas í Venezúela fyrir spænskumælandi þjóðir. í Peking í Kína fyrir þá sem mæla á kínversku og svo framvegis. ísland er aðili að Norrænu mið- stöðinni, sem er í Uppsölum í Svíþjóð og situr aðstoðarland- læknir í stjórn stöðvarinnar. Þar er reynt að samræma skráningu á Norðurlöndum eftir því sem við verður komið. Ekki er leyfi- legt að breyta gerð og uppbygg- ingu skrárinnar né að færa á milli flokka. Hins vegar hafa Norðurlöndin samvinnu um samræmda ítarlegri flokkun á nokkrum sviðum til dæmis varðandi nánari flokkun á lyfj- um vegna aukaverkana og eitr- ana, svo og á sviði slysaskrán- ingar. Þýðing Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar þýddu níundu útgáfuna á eigið tungumál og er ætlast til að þýðingin ein sé notuð í þessum löndum. I Svíþjóð er beinlínis bundið í lögum að sjúkraskrár eigi að vera sem mest á móður- málinu. Rökin eru margvísleg: Margar stéttir aðrar en lækn- ar þurfa að geta tileinkað sér þessar greiningar, svo sem hjúkrunarfræðingar, lögfræð- ingar og félagsfræðingar að ekki sé minnst á sjúklinginn sjálfan. Ýmis einkenni og félagslegar greiningar hafa orðið meira áberandi í síðari útgáfu en slíkar greiningar hljóma ankannalega á öðru máli en móðurmálinu. Norðurlönd utan Islands not-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.