Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 90

Læknablaðið - 15.04.1995, Qupperneq 90
362 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Dreifibréf landlæknisembættisins Blettaskalli Blettaskalli er sjúkdómur af óþekktum orsökum. Sjúkdóm- urinn hefur í sumum tilvikum verið tengdur andlegu álagi og ýmislegt bendir til að sjálfsof- næmi orsaki sjúkdóminn. Ekki hefur þó verið sýnt fram á þetta svo óyggjandi sé. Flestir hafa mildasta form sjúkdómsins, það er að segja eingöngu skallabletti á höfði, en hárið getur þó allt horfið og í sumum tilvikum öll líkamshár. Sjúkdómurinn hrjáir fólk á öll- um aldri, en er algengastur hjá fólki 20-50 ára. Ef um fáa stöðuga bletti er að ræða eru horfur góðar og fá flestir sjúklinganna hárið að nýju innan sex mánaða. Horfur eru verri hjá börnum, þegar sjúkdómurinn breiðist ört út og örvefur myndast í blettunum. Meðferð þessa sjúkdóms er erfið. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn frá öðrum tegund- um skalla. Ef útbreiðsla er lítil, er best að bíða og sjá til. Ut- breiddar breytingar má með- höndla með sterainndælingum. Slíkt er þó vandmeðfarið, ef of djúpt er sprautað fæst enginn bati og venjulega slæm þynning á húðinni. Þörf er á mjög stór- um skömmtum og þegar með- ferð er hætt dettur hárið aftur af. Önnur ónæmisbælandi lyf hafa verið gefin en eru yfirleitt ekki talin réttlætanleg gegn blettaskalla. Þegar slík meðferð er gefin ætti hún eingöngu að vera í höndum húðlækna. Einn- ig eru veittar PUVA meðferð (ákveðin tegund ljósa) og frysti- meðferð. Gæta verður þó að hættu á sáramyndunum við slík- ar meðferðir. Undanfarið hefur nokkuð borið á því að sjúklingar með blettaskalla hafi leitað til sænsks læknis í Helsingjaborg í Svíþjóð og fengið meðferð með stórum skömmtum af sterum, cycló- sporín og azótíaprími. Vara ber við þeim ferðum því að læknir sá er nú undir sérstöku eftirliti sænskra heilbrigðisyfirvalda þar eð sterkur grunur leikur á að hann hafi farið offari í lækning- um. Fjallað er um aukaverkanir af þessum lyfjum hér að neðan. Eftirlit með þessum sjúklingum hér á landi hefur oft verið lítið eða ekkert. Sumir þeirra hafa síðan fengið þessum lyfjum end- urávísað hjá heimilislæknum án þess að fram komi að eftirlit með meðferðinni væri ekki fyrir hendi. Slíkum sjúklingum ætti tafarlaust að vísa til húðlækna. Pess má geta að í undirbúningi er íslensk rannsókn á áhrifum ónæmisglóbúlína gegn bletta- skalla. Aukaverkanir lyfjanna sem um ræðir A. Barksterar (oftast hafa verið notaðir prednisón, prednisólon og metýlprednisól- on). Aukaverkanir eru margar. Flestar eru háðar bæði tíma- lengd lyfjagjafar og skammta- stærð. Séu lyfin notuð í stuttan tíma (eina til tvær vikur, lmg/ kg/dag) hefur komið fram blóð- þurrðardrep í mjöðm og hæl- beini. Auk þess getur sjúklingur fundið fyrir geðsveiflum og auk- inni matarlyst. Steraskammtar til meðhöndl- unar á blettaskalla eru mjög stórir, auk þess sem um lang- tíma meðferð er að ræða. Byrj- unarskammtar eru á bilinu 80- 100 mg metýlprednisólon á dag og viðhaldsskammtar 10-50 mg á dag. Búast má við að flestir sjúklingar fái umtalsverðar aukaverkanir af þessum skömmtum sem jafnvel geta leitt til varanlegrar örkumlunar þó að meðferð sé síðar hætt. Helstu aukaverkanir eru: Roði og bjúgur í andliti, hár- vöxtur (fíngerð hár í kinnum, hálsi og höku), tunglandlit (moon face), vagl fyrir augum, fitusöfnun á hnakka, framsettur kviður/breytt fitudreifing, rákir á kviði, marblettir, þynning á húð, vöðvarýrnun, sár gróa illa, gláka, vaxtarskerðing, óeðli- lega mikið magn kalsíums í blóði, blóðsykurshækkun, háþrýstingur, minnkuð starf- semi kynkirtla, sýkingar, vöðvakvillar, beinþynning, brisbólga, skeifugarnarsár, geð- truflanir, blóðþurrðardrep í beinum. B. Einnig hafa cyclósporín og azatíóprín verið notuð auk barksteranna. Aukaverkanir: Azatí- óprín cýcló- sporín Blódleysi + + Meltingartruflanir + + Ofvöxtur á góm - + Eitrunaráhrif á lifur + + Háþrvstingur - + Hárvöxtur - + Sýkingar + + Hvítkornafæð + - Illkynja sjúkdómar + + + + Eitrunaráhrif á nýru - + + Skjálfti - + Fósturskaði + - Unnið af dr. Bárði Sigur- geirssyni, sérfræðingi í húð- og kynsjúkdómum og Unni Steinu Björnsdóttur, sérfræðingi í of- næmis- og ónæmisfræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.