Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 13

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 123 vegna astma, en 17,8% vegna langvinnrar berkjubólgu, 10,7% vegna lungnaþembu og 4,6% vegna annars. Alls svaraði 591 einstaklingur (16 ára og eldri) með astma spurningalista. Notuðu 93% þeirra sérhæfð beta2-adrenvirk lyf, 62% inn- öndunarstera, 19% teófýllín, en mjög fáir and- kólínvirk lyf eða natríumkrómóglíkat. Ef skoðað er hvaða lyf eru notuð saman hjá þess- um hópi kemur í ljós, að 57% sjúklinga fá sérhæfð beta2-adrenvirk lyf og innöndunar- stera. Alls notar 31% sérhæfð beta2-adrenvirk lyf sem einlyfjameðferð en 5% taka innöndun- arstera án þess að nota önnur astmalyf að stað- aldri. Teófýllín er aðallega notað sem þriðja lyf ásamt sérhæfðum beta2-adrenvirkum lyfjum og innöndunarsterum. Notkun þess eins sér er hverfandi (2%). Meðal þeirra 209 astmasjúklinga sem fengið höfðu prednisólonmeðferð á árinu 1994 voru 73% með einhverja tegund stera til innöndun- ar en 27% án. Lyfjameðferð astma á íslandi virðist í heldur betra samræmi við nýlegar erlendar leiðbein- ingar en víðast hvar annars staðar. Inngangur Notkun astmalyfja á íslandi hefur aukist verulega á síðustu 15 árum (1). Sama þróun hefur orðið á hinum Norðurlöndunum, en þar þrefaldaðist heildarsala astmalyfja, mælt í skil- greindum dagsskömmtum (SDS), á árunum 1979 til 1989 (2). Svipuð aukning hefur orðið víða, til dæmis í Bandaríkjunum og Nýja Sjá- landi (3). Orsakir þessarar auknu notkunar eru að miklu leyti ókunnar. Hefur tíðni astma aukist verulega? Hefur sjúkdómurinn áður verið stór- lega vangreindur og vanmeðhöndlaður? Er hugsanlegt að nú sé gefið of mikið af lyfjum og í óþarflega stórum skömmtum? Eru astmalyf í verulegum mæli gefin við öðrum sjúkdómum og kvillum en astma? Birst hafa rannsóknir sem sýna aukningu á tíðni astma síðastliðin 10 til 20 ár (4-6). Þessi aukning hefur meðal annars verið tengd auk- inni loftmengun (7), verra innanhúslofti vegna breyttra byggingarhátta í kjölfar orkukrepp- unnar (4) og versnandi lífskjörum, til dæmis í stórborgum Vesturheims. I erlendum rann- sóknum (8,9) reynist astmi svæsnari og hugsan- lega einnig tíðari hjá þeim sem búa við lélegri kjör. Fyrrnefndar ástæður aukinnar tíðni astma eru ólíklegar hérlendis. Auk raunveru- legrar aukningar á tíðni, greinist sjúkdómurinn einnig oftar en áður vegna aukinnar þekkingar og/eða meðvitundar um sjúkdóminn, bæði hjá læknum og almenningi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hverjir eru notendur astmalyfja á íslandi, hverjir ávísa þessum lyfjum, við hverju og hver eru einkenni notendahópsins. Efniviður og aferðir Skráðir voru allir lyfseðlar á astmalyf, það er lyf í flokki R 03 samkvæmt ATC flokkun (Anatomical Therapeutic Chemical classificat- ion), sem afgreiddir voru í apótekum á íslandi í marsmánuði 1994. Skráningin var tvíþætt. Annars vegar skráði lyfjafræðingur eftirfarandi; kyn og fæðingarár sjúklings, sérgrein ávísandi læknis, heiti sér- lyfs, lyfjaform, styrk, heildarmagn og skömmt- un. Hins vegar fékk sá sem kom með lyfseðil- inn (sjúklingur eða aðstandandi) afhentan spurningalista með sama númeri og listi lyfja- fræðingsins. Spurningalistanum mátti svara á staðnum eða taka með heim og senda síðan greinarhöfundum í frímerktu umslagi. Spurt var um eftirfarandi atriði: 1. Sérgrein þess læknis sem upphaflega ávís- aði viðkomandi lyfi. 2. Við hvaða sjúkdómi eða einkennum lyfin voru gefin. 3. Hvort notkun innöndunarlyfja hefði verið kennd og hver hefði kennt. 4. Notkun annarra astmalyfja. 5. Reykingasögu. 6. Margháttaðar spurningar um lungnaein- kenni og var stuðst við fyrri spurningar (10) ásamt viðbótarspurningum. Ekki voru skráðar persónuupplýsingar og því var ekki unnt að fylgja eftir svörun við spurningalista sjúklings. Við útreikning á samfelldum breytum var stuðst við meðaltal og eitt staðalfrávik (±SD), en tvíátta t-próf var notað við samanburð. Tölfræðilegur munur hópa var metinn með kí- kvaðrat prófun. Niðurstöður í marsmánuði 1994 bárust alls 2687 lyfjaávís- anir í íslensk apótek til afgreiðslu astmalyfja fyrir 2026 einstaklinga. Þar af voru 404 símlyf- seðlar (20,2%). Flestir lyfseðlanna (66,3%) komu af höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, 7,3% frá Akureyri og 26,5%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.