Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 133 Table. Clinical usefulness of DNA flow cytometry. Clinical use Explanation/example Diagnosis of malignancy Prognostic information independent of stage of disease Response of tumors to treatment Confirmation of tumor recurrence Differential diagnosis of tumors Diagnosis of aneuploid disease Aneuploid tumors are usually malignant but benign tumors are usually diploid Aneuploid cancers in general have a worse prognosis than diploid cancers Response to treatment is often dependent on S-phase fraction Aneuploid cells (in for example urine) indicate tumor recurrence A primary tumor and its metastases usually have the same DNA index. Two different primaries often have different DNA indexes Partial hydatidiform moles are usually triploid æxlis, með því að nota saman upplýsingar um stærð æxlis, prógesterón viðtaka og S-fasa mælingar (9). í þessum hópi sem í var um það bil þriðjungur sjúklinga skipti máli að gefa í upphafi viðbótarmeðferð með krabbameins- lyfjum. Jafnframt er hægt að komast hjá slíkri meðferð hjá þeim sjúklingum, sem ekki falla í þennan áhættuhóp. Lokið er íslenskri rann- sókn þar sem athugaðar voru 347 konur sem greindust með brjóstakrabbamein á árunum 1981-1984 (14). í þessari rannsókn gáfu S-fasa mælingar upplýsingar um horfur umfram þær upplýsingar sem fást með hefðbundinni stigun og hjá konum með eitlaneikvæðan sjúkdóm var mat á S-fasa eini þátturinn sem hafði mark- tæka þýðingu við mat á horfum. Nýlega var haldinn fundur sérfræðinga til að athuga stöðu flæðigreiningar í tengslum við brjóstakrabba- mein (15). Niðurstaða fundarins var sú að fylgni er milli DNA innihalds og horfa sjúk- lingsins en yfirleitt nær DNA innihald þó ekki að verða sjálfstæður áhættuþáttur þegar notuð eru fjölþátta reiknilíkön. S-fasa mælingar hafa aftur á móti sjálfstætt forspárgildi og virðast þannig skipta meira máli en DNA innihald. Rétt er þó að benda á að S-fasa mælingar geta verið tæknilega erfiðari en mat á DNA inni- haldi. Einnig hefur komið í ljós að mislitna æxli eða æxli með háan S-fasa eru næmari fyrir krabbameinslyfjum en þau sem eru tvflitna eða hafa lágan S-fasa (16). Þvagblöðrukrabbamein. Greinileg fylgni er milli DNA innihalds í þvagblöðrukrabbameini og hættu á ífarandi vexti og myndun mein- varpa. Æxli sem eru vel þroskuð (gráða I) hafa yfirleitt eðlilegt DNA innihald, en illa þroskuð æxli (gráða III) og ífarandi æxli eru yfirleitt mislitna. Um það bil tveir þriðju meðalvel þroskaðra æxla (gráða II) eru með eðlilegt DNA innihald og um það bil þriðjungur mis- litna (17). Sýnt hefur verið fram á að forstigs- æxli sem hafa eðlilegt DNA innihald vaxa mjög sjaldan ífarandi og mynda yfirleitt ekki mein- vörp. Þannig er fylgni milli DNA innihalds og sjúkdómsstigs (18) og einnig er fylgni milli DNA innihalds og S-fasa. Einnig er hægt að haga eftirliti sjúklinga með þvagblöðrukrabba- mein á þann hátt að gera flæðigreiningu á þvagsýnum til að greina endurkomið æxli (19). Blöðruhálskirtilskrabbamein. Akveðið sam- hengi er milli stigs krabbameins í blöðruháls- kirtli og DNA innihalds. Flest æxli á stigi A eru tvflitna, en flest æxli á stigum C og D eru mislitna. Æxli á stigi B liggja þarna á milli (20). Svo virðist sem tvflitna æxli sem greinast á stigi A myndi sjaldan meinvörp og endurspeglast þetta í hinni háu tíðni leyndra krabbameina sem finnast við krufningu (2). I rannsókn þar sem athugaðir voru sjúklingar, sem höfðu gengist undir brottnám kirtilsins og höfðu eitlameinvörp, gaf flæðigreining mikilsverðar upplýsingar (21). Sjúkdómurinn tók sig upp hjá 75% þeirra sem höfðu mislitna æxli en aðeins hjá 15% þeirra sem höfðu tvílitna æxli. Enginn sjúklingur með tvflitna æxli dó á athugunartím- anum (fimm til 19 ár), en af þeim sem voru með mislitna æxli dó tæplega helmingurinn. í ný- legri rannsókn frá sömu stofnun þar sem skoð- aðir voru sjúklingar sem höfðu farið í skurðað- gerð og sjúklingarnir flokkaðir í hópa eftir æxl- isgráðu svo og stigi eða útbreiðslu æxlis var sýnt fram á að jafnaði tæplega þrisvar sinnum verri horfur innan hvers flokks fyrir sjúklinga sem höfðu mislitna æxli en þá sem voru með tvflitna æxli (22). Eggjastokkakrabbamein. Sýnt hefur verið fram á að bæði DNA innihald og S-fasa hlutfall eru sjálfstæðir áhættuþættir í krabbameini í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.