Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1996, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.02.1996, Qupperneq 34
140 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 takar (PgR), DNA innihald og hlutfall frumna í S-fasa eru á meðal þeirra líffræðilegu þátta æxlisfrumna brjóstakrabbameins sem mest eru rannsakaðir til að kanna horfur sjúklinga (6). Rannsóknir sýna að estrógen og prógesterón viðtakar hafa forspárgildi um næmi sjúkdóms- ins fyrir hormónameðferð (12). Þær veita einn- ig nokkrar upplýsingar um sjúkdómshorfur, en þó það takmarkaðar að vafasamt er að þær komi að notum einar og sér (12). S-fasi mældur með geislamælingu (radiography) eftir týmídín merkingu frumna gefur sjálfstæðar upplýsingar um sjúkdómshorfur (13). Myndgreining (image cytophotometry) eftir DNA Feulgen litun gefur upplýsingar um DNA innihald æxla og hefur verið sýnt fram á að sjúklingar með brjóstakrabbamein sem hafa eðlilegt DNA innihald eða tvílitna (diploid) æxli hafa betri horfur en þeir sem hafa óeðlilegt DNA inni- hald eða mislitna (aneuploid/non-diploid) æxli (14). Með flæðigreiningu (flow cytometry) fást samtímis upplýsingar um DNA stöðu og S-fasa hlutfall. Margar rannsóknir hafa sýnt að S-fasa hlutfall æxlisfrumna gefur tölfræðilega mark- tækar upplýsingar um horfur sjúklinga óháð öðrum þáttum, þar með talin TNM stigun (10,15—19), en aðrir hafa þó ekki getað staðfest þessar niðurstöður (20). Flestar rannsóknir sýna að DNA innihald æxla gefur sambærileg- ar en þó minni upplýsingar um horfur og S-fasa hlutfallið (10,15-19). Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort DNA innihald og S-fasa hlutfall æxlis- frumna gefi upplýsingar um horfur umfram TNM stigun og jafnframt hvort þær auki ná- kvæmni við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein. Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein á íslandi á árunum 1981-84. Upplýsingar um útbreiðslu sjúkdóms- ins við greiningu (TNM stigun), meðferð og afdrif sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám. Upplýsingar um hormónaviðtaka (ER og PgR) fengust hjá frumulíffræðideild Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði. A Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði eru varðveitt paraffín innsteypt vefjasýni frá þeim sjúkling- um sem gengist hafa undir skurðaðgerð vegna sjúkdómsins. Mælingar á DNA innihaldi æxl- anna voru framkvæmdar með flæðigreini (flow cytometer) sem er sameign Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og krabbameinslækn- ingadeildar Landspítalans. Gagnasöfnun var framkvæmd án vitneskju um niðurstöður flæði- greiningar og öfugt (tvíblint). Sjúklingar: Heildarfjöldi sjúklinga með brjóstakrabbamein á árunum 1981-84 var 367, en rannsóknin takmarkaðist við þá sjúklinga sem greindust í lifanda lífi með ífarandi brjóstakrabbamein. Tuttugu konur voru ekki teknar með í rannsóknina af eftirfarandi ástæðum; tíu höfðu forstigsbreytingar án ífar- andi æxlisvaxtar (carcinoma in-situ), sex reyndust vera með meinvarp frá áður greindu brjóstakrabbameini, þrjár höfðu greinst er- lendis og ein greindist við krufningu. Sjúk- lingafjöldi í rannsókninni var því 347. Þar af voru fimm sjúklingar sem höfðu einnig greinst með annað frumæxli og látist af völdum krabbameins, án þess að hægt væri að staðfesta hvort frumæxlið væri dánarorsökin og voru þeir því útilokaðir frá rannsóknum til að meta lífslíkur. Skurðaðgerð á þessu tímabili var oftast fólg- in í brottnámi brjósts og holhandarstigun (n=292,84%). Fleygskurður (n=15) eða aðrar skurðaðgerðir (n=33) voru framkvæmdar mun sjaldnar (14%). Sjö sjúklingar með sjúkdóm á háu stigi gengust ekki undir skurðaðgerð (2%), hjá fjórum þeirra byggðist sjúkdóms- greining á fínnálarfrumusýni en hjá þremur á klínískri greiningu. Vefjasýni 340 sjúklinga lágu því fyrir. Eftirfarandi krabbameinslyfjameðferð var gefin eftir skurðaðgerð: Eitt hundrað og sex konur fengu eingöngu sex daga CMFV lyfja- meðferð (cýklófosfamíð (C), metótrexati (M), 5-flúoróúrasfl (F) og vinkristín (V)), 77 konur fengu CMF lyfjameðferð í níu mánuði auk sex daga lyfjameðferðarinnar, 34 konur fengu sambærilega CMF meðferð án þess að fá sex daga lyfjameðferðina. Tamoxifen eftirmeðferð fengu 123 konur, en hún var venjulega gefin í eitt ár, ýmist ein og sér eða í tengslum við aðra meðferð. Eitt hundrað konur fengu geislameð- ferð og fór meðferðin eftir útbreiðslu frumæxl- is og eitlameinvarpa og var yfirleitt gefin ásamt annarri meðferð. Áttatíu og átta konur fengu enga eftirmeðferð. TNM stigun var byggð á vefjafræðilegri og klínískri stigun (21), en vefjafræðileg stigun réð væri hún til staðar. Minniháttar breyting var gerð á TNM flokkun, þannig að sjúklingar með eitlaneikvæðan sjúkdóm og æxlisstærð 20-80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.