Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 35

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 141 mm (T2-3N0) voru flokkaðir sem stig Ila, sjúklingar með eitlajákvæðan sjúkdóm og æxl- isstærð 50 mm eða minni sem stig Ilb (T1-2N1), sjúklingar með staðbundinn út- breiddan sjúkdóm sem stig III (T3N1-2 eða T4 eða N2-3) og sjúklingar með fjarmeinvörp sem stig IV (Ml). Sjúklingum var skipt í 10 ára aldursflokka eftir aldri við greiningu. Stuðst var við hefðbundin viðmiðunargildi þegar sjúklingum var skipt niður í áhættuhópa eftir þáttunum: Aldur: yngri en 50 ára eða 50 ára og eldri; æxlisstærð: 20 mm eða minna eða meira en 20 mm; eitlastaða eftir meinafræðilegri stig- un (n=278): eitlaneikvæðir eða eitlajákvæðir. Sjúklingum var einnig skipt niður í eitlanei- kvæða (stig I og Ila) og eitlajákvæða (stig Ilb og III) eftir TNM stigun (n=309) og þá tekið mið af klínískri stigun ef upplýsingar vantaði um eitlameinvörp við meinafræðilega stigun. Mœling hormónaviðtaka: Ef brjóstakrabba- meinssýni berst ferskt til Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði, er tekið sýni úr æxlinu til rannsókna á hormónaviðtökum. Sýnin eru varðveitt fryst við -70°C þar til hormónavið- takamæling er framkvæmd. Mælingar á estró- gen og prógesterón viðtökum voru fram- kvæmdar með því að nota geislamerkt estró- gen og prógesterón (ligand binding assay) (22). Viðmiðunargildi við mat á horfum var 10 fem- tomól/mg eggjahvítu vegna estrógen viðtaka (<10 á móti 540) og 25 femtomól/mg vegna prógesterón viðtaka (<25 á móti 3=25). Mœling DNA innihalds með flœðigreiningu: Meinafræðingar fóru yfir öll æxli í þessari rann- sókn til að tryggja að DNA mælingin væri framkvæmd á æxlisvef. Jafnframt fór fram vefjafræðileg endurskoðun á öllum sýnum og lagt var mat á vefjafræðilega þætti eins og kirt- ilsérhæfingu, kjarnasérhæfingu og fjölda frumudeilinga (niðurstöður ekki sýndar). DNA innihald var mælt með FACscan flæði- greini (Becton-Dickinson) eftir að frumurnar höfðu verið sérstaklega meðhöndlaðar og lit- aðar með própídíum joði (23,24). Mælingin var framkvæmd á að minnsta kosti 15.000 frumu- kjörnum og voru samsettir frumukjarnar flokkaðir í burtu með því að nota hlið sem takmarkar úrlestur við ákveðna frumukjarna- stærð. Flokkun á DNA innihaldi var unnin eftir hefðbundnum aðferðum (25), þar sem ein- stofna æxli með tilliti til DNA innihalds eru tvílitna, en fjölstofna æxli eru mislitna. S-fasa Patients, % S-phase, % Fig. 1. Distribution of diploid and non-diploid tumors in relation to thefraction ofcells in the S-phase compartment of the cell cycle. hlutfall var reiknað með ferhyrnings nálgun (26) á tvenns konar hátt (RFIT og SOBR), en niðurstöður SOBR nálgunar eru sýndar á mynd 1. Sjúklingunum var skipt í tvo áhættu- hópa eftir miðtölugildi S-fasans (<7,0% á móti &7,0%). Tölfrœði: Tengsl á milli einstakra þátta, sem voru meðhöndlaðir sem samfelld gildi (contin- uous variable), voru könnuð með Spearmans prófi (Rs). Mann-Whitney U-próf var notað ef þættirnir voru flokkaðir í tvo flokka (categor- ies) og Kruskal Wallis próf væri um fleiri en tvo flokka að ræða. Líftími sjúklinga var reiknaður í árum frá greiningardegi að tveimur skilgreindum enda- punktum. Annars vegar er um líftíma án sjúk- dóms að ræða og er þar miðað við hvort sjúk- dómurinn tók sig upp aftur sem staðbundið mein og/eða sem fjarmeinvarp. Hins vegar er um líftíma með brjóstakrabbameini að ræða en þá er miðað við dauða vegna sjúkdóms á háu stigi, án þess að mat sé lagt á dánarorsök. Við uppgjör voru allir sjúklingar taldir með þegar miðað var við líftíma með brjóstakrabbameini, en sjúklingar með fjarmeinvörp við greiningu voru ekki taldir með í útreikningum þegar mið- að var við líftíma án sjúkdóms. Líftímakúrfur voru gerðar með Kaplan og Meier aðferð (27) og tölfræðilegur mismunur á milli líftímakúrfa var metinn með logrank prófi (28). Við mat á horfum sjúklinga var Cox sam- anburðaráhættu líkanið (proportional hazard model) notað við fjölþátta mat (multivariate analysis) á sjálfstæðu gildi einstakra þátta (29).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.