Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 40

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 40
146 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 árunum sem rannsóknin tekur til og DNA mælingar voru framkvæmdar hjá 96% þeirra. Aðrar sambærilegar rannsóknir ná yfirleitt til takmarkaðra hópa sjúklinga og DNA mæling- ar hafa þegar best lætur aðeins verið fram- kvæmdar hjá um 50% þeirra (30). Þegar metið er hvort nýr þáttur hafi áhrif á horfur sjúklinga, er mikilvægt að kanna hvort tengsl séu á milli þessa nýja þáttar og þeirra þátta sem áður hafa verið notaðir við slíkt mat (31). Það er athyglisvert að tölfræðilega mark- tæk tengsl voru á milli S-fasans og allra þeirra þátta sem áður hafa verið notaðir til viðmiðun- ar við mat á horfum sjúklinga með brjósta- krabbamein (tafla I). Engu að síður gefur S- fasinn tölfræðilega marktækar viðbótarupplýs- ingar um horfur (tafla III og IV). Veikleiki við flæðigreiningu æxla er sá að rannsóknin er ekki sértæk fyrir æxlisfrumur þar sem bæði frumuhlutum (cell debris) og ýmsum öðrum frumum er blandað saman við æxlisfrumurnar (bandvefs-, kirtil-, blóð- og bólgufrumum). í mislitna æxlum byggir S-fasa mælingin að mestu á æxlisfrumum, nema þegar DNA innihaldið er aðeins óverulega frábrugð- ið því tvílitna (near-diploid). Tvílitna æxli eru yfirleitt með lágan S-fasa en hann mælist vafa- laust lægri en hann er í raun og veru, þar sem æxlisfrumur blandast eðlilegum frumum. Þrátt fyrir þennan veikleika við S-fasa mælingarnar gefa þær marktækar viðbótarupplýsingar um horfur umfram TNM stigun. Konur á aldrinum 40-50 ára við greiningu sjúkdómsins höfðu betri horfur en yngri og eldri konur, og er þetta í samræmi við stóra faraldsrannsókn sem unnin var af Höst og Lund í Noregi (32), en það hefur verið út- breiddur misskilningur að horfur sjúklinga yngri en 50 ára séu verri en þeirra sem eru eldri en 50 ára. Konur yngri en 40 ára höfðu hins vegar verstar horfur í þessari rannsókn og er það einnig í samræmi við niðurstöðurnar frá Noregi (32). Það er umdeilt hvaða viðmiðunargildi eigi að nota fyrir S-fasann við mat á horfum, en flestir nota miðtölugildið (33). S-fasinn er líf- fræðilegur þáttur sem endurspeglar hversu hratt æxlisfrumur skipta sér og er eðlilegt að slíkar upplýsingar geti komið að notum við mat á horfum sjúklinga. Hins vegar er hætt við að upplýsingar um horfur glatist þegar sjúklingum er einfaldlega skipt eftir miðtölugildi í tvo áhættuhópa (34). Fleiri viðmiðunargildi vegna S-fasans voru skoðuð án þess að unnt reyndist að sýna fram á betri upplýsingar um líftíma sjúklinganna og af þeim sökum var ákveðið að nota hið hefðbundna miðtölugildi. Margir sjúklinganna höfðu fengið meðferð með hormóna- og/eða krabbameinslyfjum, en slík meðferð hefur áhrif á horfur (7). Ekki var þó tekið tillit til meðferðar í fjölþátta rannsóknun- um, en slík viðmiðun var þó framkvæmd og virtist meðferð sjúklinganna ekki hafa marktæk áhrif á niðurstöður. Þessar niðurstöður eru þó ekki sýndar þar sem önnur rannsókn fer nú fram á áhrifum lyfjameðferðar á batahorfur sjúklinga með bijóstakrabbamein. Hlutfall sjúklinga sem eru með lítil æxli og eitlaneikvæðan sjúkdóm mun aukast þar sem skipulögð krabbameinsleit með röntgen- myndatöku brjósta greinir sjúkdóminn fyrr en ella. Kallioniemi og félagar hafa sýnt fram á að lítil brjóstakrabbamein án eitlameinvarpa sem greinast við fyrstu umferð í skipulagðri krabba- meinsleit hafa tilhneigingu til betri líffræðilegr- ar hegðunar en sambærileg æxli sem greinast á hefðbundinn hátt (34). Þannig gæti kerfis- bundin leit stuðlað óbeint að ofmeðhöndlun sjúklinga ef ekki er tekið tillit til líffræðilegra þátta við ákvarðanatöku um meðferð. I þessari rannsókn hins vegar voru eingöngu 39 sjúkling- ar með mjög lítil æxli (<15 mm) án eitlamein- varpa. Ekki var með vissu hægt að meta hvort mæling á DNA innihaldi eykur nákvæmni við mat á horfum þeirra, en þó var greinileg vís- bending í þá átt hvað varðar S-fasa gildin. Sjúkdómurinn hafði tekið sig upp aftur hjá 11% sjúklinga með lág S-fasa æxli en hjá 46% sjúk- linga með há S-fasa æxli. Þessar niðurstöður benda til þess að flæðigreining geti komið að notum við mat á horfum sjúklinga með brjósta- krabbamein sem greinast við krabbameinsleit. Þegar er búið að DNA mæla æxli frá meira en 400 sjúklingum á Islandi sem greinst hafa með brjóstakrabbamein frá árinu 1987, þegar leit að brjóstakrabbameini hófst með röntgenmynda- töku. A næstu mánuðum verður kannað nánar hvort líffræðileg hegðun æxla sem greindust árin 1987-90 sé önnur en þeirra sem greindust á árunum 1981-84. Ennfremur verður metið frekar hvort DNA mælingar koma að notum við mat á horfum sjúklinga með mjög lítil æxli án eitlameinvarpa. DNA innihald æxlis og S-fasa hlutfall er nú haft til viðmiðunar við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein hér á landi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.