Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 50

Læknablaðið - 15.02.1996, Side 50
156 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 ■ Road traflic accidcnts 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 Year Fig. 1. Traumatic rupture of the thoracic aorta 1980-1989. Number of cases each year. The total nuinber is 57. No. 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 0-10 11-20 21-30 31-40 41-50 >50 Age Fig. 2. Traumatic rupture ofthe thoracic aorta 1980-1989. Age and sex distribution. The total number of cases is 57. Table 1. Traumatic rupture of the thoracic aorta 1980-89. Cause of injury. N=57 Road traffic accidents 44 (77%) Automobile (driver, passenger) 35 Motorcycle (driver) 3 Pedestrian 6 Other accidents 13 (13%) Fall from height 5 Airplane crash 6 Other 2 Total 57 sem fyrir komu, heldur var hver einstaklingur metinn með tilliti til þess hvort fræðilegur möguleiki hefði verið á að bjarga honum. Hver einasta krufningarskýrsla var vandlega yfirfar- in í þessu skyni. Við matið var stuðst við heild- aráverkastig (injury severity score), sem reikn- að var út fyrir hvern einstakling, en nálgist það 60 eru engar líkur á bata (8). Heildaráverka- stigið er þó gallað að því leyti að einungis versta áverkanum á hverju svæði (höfuð og háls, andlit, brjóstkassi og brjósthol, kviðar- holslíffæri, grindarholslíffæri, útlimir og mjað- magrind) eru gefin stig. Hafi sjúklingurinn til dæmis ósæðarrof og ekki aðra áverka í brjóst- holi fær hann 25 í skor fyrir þann áverka en sé hann jafnframt með áverka á hjarta eða stóra berkju rifna hinum megin í brjóstholinu fær hann sama skor, þó að möguleikinn á að kom- ast lifandi á spítala, hvað þá í gegnum aðgerð, sé miklu minni (1). Auk útreiknings á heild- aráverkastigi má segja að höfundar hafi stuðst við læknisfræðikunnáttu sína og reynt jafn- framt að nota almenna skynsemi við matið. Niðurstöður Tíðni ósæðarrofs reyndist vera um sex tilfelli á ári eða um 2,3 á hverja 100.000 íbúa ef reikn- að er með að réttarkrufning hafi farið fram á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði í nær öllum tilfellum (mynd 1) en talið er að svo hafi verið á þessum árum. Áttatíu og fjórir af hundraði voru karlmenn, flestir á aldrinum 16- 30 ára (mynd 2). Umferðarslys voru orsökin í 44 tilvikum (77%) en önnur slys, þar með talin flugslys, voru 13 (23%) (tafla I). Oftast var fórnarlambið ökumaður eða far- þegi í framsæti (tafla I). Umferðarslysin voru algengust á sumar- og haustmánuðum og í síð- ari hluta vikunnar (myndir 3 og 4). Nær þriðj- ungur ökumanna var ölvaður (tafla II). Ósæð- arrifan var langoftast efst á fallhluta (43 sjúk- lingar) en næst algengust var rifa á rishluta. Nokkrir höfðu fleiri en eina rifu (tafla III). Af 57 sjúklingum létust 39 (68,4%) á slys- stað en 15 til viðbótar (26,3%) voru úrskurðað- ir látnir við komu á sjúkrahús. Aðeins þrír (5,3%) komust lifandi á Borgarspítalann og voru lagðir þar inn. Látnir á slysstað: Skýrslur þeirra 39 sem lét- ust á slysstað voru yfirfarnar með tilliti til heildaráverkastigs og reynt að meta hvort ein- hverjir möguleikar hefðu verið á að bjarga þeim. Niðurstaðan var sú að 36 þeirra voru svo □ Feniales ■ Males N

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.