Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 55

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 161 gúlar, sem ekki var gert við, brostnir innan fjögurra ára og 90% þeirra innan fjögurra mán- aða. Almennt er talið að 10-20% sjúklinga eigi möguleika á að komast á spítala (14). Þessi tala er nefnd í flestum greinum og étur hver upp eftir öðrum. Margir vitna í Parmley (1) sem hefur mesta efniviðinn, en hann fann að 13,8% komust á sjúkrahús og væru þeir án hjarta- áverka var talan 19,8%. Hjá okkur komust aðeins þrír af 57 lifandi á spítala sem voru 5,3% af heildinni og 8,8% af þeim sem ekki höfðu hjartaáverka. Ekki er tiltæk skýring á þessum mismun þar sem sjúkraflutningar virðast ganga hratt fyrir sig hér. Af þeim sem komu af Reykjavíkursvæðinu á Borgarspítalann lífs eða liðnir voru margir komnir eftir 30^10 mínútur en tíminn liggur ekki fyrir nákvæmlega í öllum tilvikum. Parmley (1) fann einnig að að minnsta kosti helmingurinn af sjúklingum með ósæðarrof hafði svo mikil meiðsli önnur að þeir hefðu dáið af þeim þó að ósæðarrofið hefði ekki komið til. Væru sjúklingarnir með ósæð- arrof og hjartaáverka jafnframt voru 80% með viðbótaráverka sem einir sér hefðu leitt til bana. Þetta er í samræmi við rannsókn okkar þar sem í flestum tilvikum var um ótrúlega mikil meiðsli að ræða. Tímabilið frá því að sjúklingurinn kemur lif- andi inn á spítala og þar til ósæðin endanlega brestur hefur verið kallað gullna tímabilið (golden period). Á því tímabili verður að greina, staðsetja og gera við rofið, ella er tæki- færið úr greipum gengið. Möguleikinn á ósæð- arrofi verður ávallt að vera ofarlega í huga móttökulækna, hafi sjúklingur orðið fyrir af- hröðunaráverka. Margir sjúklingar hafa aðra meiri háttar áverka sem skyggja á svo sem útlima- og mjaðmagrindarbrot, kviðarholsá- verka og andlits- og heilaáverka. Þó að rifbrot séu tíð er oft enginn áberandi ytri áverki á brjóstkassann (1). Lungnamynd sem tekin er í móttökuherbergi, gefur oft fyrstu alvarlegu grunsemdina um ósæðaráverka með því að sýna breikkun á miðmæti vegna blæðingar (2,7,15,16). Blæðing í miðmæti getur þó verið frá smærri æðum og skaðlaus þannig að mið- mætisbreikkun ein og sér hvorki útilokar né staðfestir ósæðarmeiðsli. Marmocha (17) og samstarfsmenn fóru yfir lungnamyndir 86 sjúklinga sem voru grunaðir um ósæðarrof og fóru allir í ósæðarmynd. Æðamyndin sýndi ósæðarrof í 13 tilvikum og eðliíega ósæð í 73 tilvikum. Höfundarnir fundu að eftirtalin atriði á lungnamyndum höfðu enga staðtölulega þýðingu (statistical signif- icans) til útilokunar eða staðfestingar á rofi: Fleiðruholsblæðing, rifbrot, loftbrjóst, lungna- mar, miðmætisbreikkun og aukið hlutfall milli miðmætisbreiddar og brjóstkassabreiddar. Bestu merkin um rof voru: Hliðrun á barka eða magaslöngu til hægri í hæð við fjórða brjóstlið, horfnar útlínur ósæðar og ósæðar- húns (aortic knob) og tilkoma slegilshúfu (left ventricular cap). Öll þessi atriði ein og sér leiddu þó til bæði falskra neikvæðra og falskra jákvæðra niðurstaðna. En ef ekkert þessara bestu merkja voru til staðar töldu höfundar að útiloka mætti ósæðarrof. Sé grunur um ósæðarrof er næst að koma sjúklingnum í ósæðarmynd og síðan strax í uppskurð ef æðamyndin sýnir rof. Þetta gengur fyrir öllu öðru nema um meiriháttar kviðar- hols- eða heilablæðingú sé að ræða jafnframt. Ábending fyrir ósæðarmyndatöku ætti að vera hvers konar óeðlilegt útlit miðmætis á lungna- mynd hjá sjúklingi sem lent hefur í afhröðunar- slysi. Sumir vilja senda alla sem lent hafa í afhröðunarslysi í ósæðarmynd (2,9) enda koma breytingar á miðmæti ekki fram á fyrstu lungnamynd í um 7-14% tilvika (7,18). Hjá einum þeirra þriggja sjúklinga sem komust lif- andi inn á Borgarspítalann gaf upphaflega lungnamyndin ekki grun um ósæðarmeiðsli en sjúklingurinn dó þó skyndilega úr rofi 150 mín- útum eftir komu. Sneiðmyndir geta hjálpað mjög til að greina miðmætisblæðingu og geta einnig sýnt rof í æðina. Tomiak og samstarfsmenn (19) sem at- huguðu sneiðmyndir hjá sjúklingum sem einn- ig fóru í æðamynd fundu þó að sneiðmynda- greining á rofi gaf falska neikvæða niðurstöðu í 17% tilvika og falska jákvæða í 39%. Þess vegna sýnist óráðlegt að reiða sig á sneiðmynd- ir eingöngu til að ákveða aðgerð en það gæti þó komið til greina ef rofið væri augljóst og á dæmigerðum stað efst á fallhluta og töf fyrir- sjáanleg á æðamyndatöku (20). Tilfelli er á skrá þar sem greiningin lá fyrir á sneiðmynd en sjúklingurinn var sendur áfram í ósæðarmynd og dó þar án þess að komast í uppskurð (21). Mælt er þó með æðamyndatöku en jafnframt minnt á að allar tafir sem verða á greiningu og aðgerð eru varhugaverðar og gullna tímabilið getur endað skyndilega og óvænt hvenær sem er. Um gagnsemi segulómunar og ómskoðunar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.