Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 60
166
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
A
Frá Siðanefnd Læknafélags Islands
Á fundi Siðanefndar 19. des-
ember síðastliðinn voru af-
greidd sjö erindi sem nefndinni
höfðu borist á síðastliðnum ár-
um. Eru tveir úrskurðir birtir
hér í heild en skýrt lauslega frá
afgreiðslu hinna málanna.
I. Úrskurður
„Með bréfi dagsettu 3. ágúst
1993 óskar stjórn Geðlæknafé-
lags íslands úrskurðar Siða-
nefndar Læknafélags Islands
um, hvort grein Ólafs Ólafsson-
ar, landlæknis, sem birtist í
Fréttabréfi lækna nr. 12, 1992
stangist á við siðareglur lækna
og þá sérstaklega 29. gr. Codex
Ethicus, um samskipti lækna.
Telur stjórn Geðlæknafélags ís-
lands greinina til þess fallna að
kasta rýrð á störf geðlækna.
Meðal þeirra ummæla, sem
stjórnin telur óviðurkvæmileg
eru eftirfarandi: „Geðdeildir
veita þessum einstaklingum
ekki viðunandi meðferð“ ... „I
flestum tilfellum hafa geðdeild-
ir gefist upp á meðferð þeirra“
... „Var á geðdeild síðan neit-
að“ ... „ Kleyfhugi. Hefurfeng-
ið viðunandi meðferð erlendis,
ekki á íslandi". Pá segir í bréf-
inu að landlæknir hafi nýlega
endurtekið sumt af þessum um-
mælum í viðtali í fréttatíma
sjónvarps.
Loks segir að síðasta sjúkra-
saga sé þannig, að hugsanlegt sé
að þekkja sjúklinginn og því sé
rétt að leita álits siðanefndar á
því hvort þagnarskylda læknis
sé brotin.
Grein sú er vitnað er til í bréfi
stjórnar Geðlæknafélags ís-
lands er birt í Fréttabréfi lækna
nr. 12, 1992. Greinin ber yfir-
skriftina „Um geðfatlaða í reiði-
leysi“ og er þar fjallað um að á
undanförnum árum hafi í vax-
andi mæli borið á geðfötluðu
fólki er reiki um götur borgar-
innar og veltir greinarhöfundur
fyrir sér hver vera kunni orsök
þeirrar þróunar. Skrif sem þessi
eru eðlilegur hluti umræðu um
málefni sem heyra undir land-
lækni og verður að gefa honum
nokkurt svigrúm til opinberrar
gagnrýni á starfsemi heilbrigðis-
stétta og stofnana.
Telji einstakir hópar á sig
hallað er eðlilegt að þeir svari
fyrir sig sérstaklega þegar um-
ræða er vakin í málgagni lækna
eins og hér á sér stað.
Siðanefndin telur að grein
þessi í heild sinni og tilvitnuð
ummæli varpi ekki rýrð á þekk-
ingu eða störf annarra lækna og
telur að landlæknir hafi ekki
gerst brotlegur við 29. gr.
Codex Ethicus í umrætt sinn. Þá
telur nefndin að með því að
rekja einstök tilvik svo sem gert
er í greininni sé ekki verið að
brjóta þagnarskyldu lækna.
Allan Vagn Magnússon, Ás-
geir B. Ellertsson og Hannes
Finnbogason kveða upp úr-
skurð þennan.“
Úrskurðarorð:
„Siðanefnd Læknafélags ís-
lands telur að Ólafur Ólafsson
landlæknir hafi ekki brotið gegn
Codex Ethicus með greinar-
skrifum sínum í Fréttabréf
lækna nr. 12,1992.“
II. Úrskurður
„Með bréfi dagsettu 28. nóv-
ember, kærði stjórn Félags
ungra lækna Kristján Sigurðs-
son, yfirlækni og skorarstjóra
Fæðingar- og kvensjúkdóma-
deildar Landspítalans fyrir brot
á 2. mgr. 29. gr. siðareglna
lækna.
Tilefni kærunnar kveður
stjórnin vera það að frá því í júní
síðastliðnum hafi ekki verið
greitt fyrir vinnu daginn eftir
staðarvakt á milli kl. 8 og 10
samkvæmt ákvörðun Kristjáns
Sigurðssonar.
I kærubréfi er því haldið fram
að ákvörðun þessi hafi verið
ólögleg og ekki í samræmi við
kjarasamninga og hafi yfirlækn-
irinn staðið á vafasaman, ger-
ræðislegan og rangan hátt að
breytingu á ráðningarsamningi
kollega sinna og gegn hagsmun-
um þeirra. Hafi hann í raun
stuðlað að skerðingu á atvinnu-
öryggi annarra lækna.
Siðanefnd telur að með
ákvörðun sinni hafi Kristján
Sigurðsson verið að sinna lög-
boðnum skyldum sínum sem
yfirlæknir og við þau störf getur
stjórnandi þurft að taka ákvarð-
anir sem geta haft áhrif á kjör
starfsmanna sem ákvörðunin
snertir.
Siðanefnd telur að Kristján
Sigurðsson læknir hafi ekki
brotið gegn 2. mgr. 29. gr.
Codex Ethicus né öðrum
ákvæðum siðareglna lækna í
umrætt sinn.
Allan Vagn Magnússon, Ás-
geir B. Ellertsson og Tómas
Zoéga kveða upp úrskurð þenn-
an.“
Úrskurðarorð:
„Kristján Sigurðsson, læknir
gerðist ekki brotlegur við
Codex Ethicus, við fyrrgreinda
ákvörðun."