Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 60
166 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 A Frá Siðanefnd Læknafélags Islands Á fundi Siðanefndar 19. des- ember síðastliðinn voru af- greidd sjö erindi sem nefndinni höfðu borist á síðastliðnum ár- um. Eru tveir úrskurðir birtir hér í heild en skýrt lauslega frá afgreiðslu hinna málanna. I. Úrskurður „Með bréfi dagsettu 3. ágúst 1993 óskar stjórn Geðlæknafé- lags íslands úrskurðar Siða- nefndar Læknafélags Islands um, hvort grein Ólafs Ólafsson- ar, landlæknis, sem birtist í Fréttabréfi lækna nr. 12, 1992 stangist á við siðareglur lækna og þá sérstaklega 29. gr. Codex Ethicus, um samskipti lækna. Telur stjórn Geðlæknafélags ís- lands greinina til þess fallna að kasta rýrð á störf geðlækna. Meðal þeirra ummæla, sem stjórnin telur óviðurkvæmileg eru eftirfarandi: „Geðdeildir veita þessum einstaklingum ekki viðunandi meðferð“ ... „I flestum tilfellum hafa geðdeild- ir gefist upp á meðferð þeirra“ ... „Var á geðdeild síðan neit- að“ ... „ Kleyfhugi. Hefurfeng- ið viðunandi meðferð erlendis, ekki á íslandi". Pá segir í bréf- inu að landlæknir hafi nýlega endurtekið sumt af þessum um- mælum í viðtali í fréttatíma sjónvarps. Loks segir að síðasta sjúkra- saga sé þannig, að hugsanlegt sé að þekkja sjúklinginn og því sé rétt að leita álits siðanefndar á því hvort þagnarskylda læknis sé brotin. Grein sú er vitnað er til í bréfi stjórnar Geðlæknafélags ís- lands er birt í Fréttabréfi lækna nr. 12, 1992. Greinin ber yfir- skriftina „Um geðfatlaða í reiði- leysi“ og er þar fjallað um að á undanförnum árum hafi í vax- andi mæli borið á geðfötluðu fólki er reiki um götur borgar- innar og veltir greinarhöfundur fyrir sér hver vera kunni orsök þeirrar þróunar. Skrif sem þessi eru eðlilegur hluti umræðu um málefni sem heyra undir land- lækni og verður að gefa honum nokkurt svigrúm til opinberrar gagnrýni á starfsemi heilbrigðis- stétta og stofnana. Telji einstakir hópar á sig hallað er eðlilegt að þeir svari fyrir sig sérstaklega þegar um- ræða er vakin í málgagni lækna eins og hér á sér stað. Siðanefndin telur að grein þessi í heild sinni og tilvitnuð ummæli varpi ekki rýrð á þekk- ingu eða störf annarra lækna og telur að landlæknir hafi ekki gerst brotlegur við 29. gr. Codex Ethicus í umrætt sinn. Þá telur nefndin að með því að rekja einstök tilvik svo sem gert er í greininni sé ekki verið að brjóta þagnarskyldu lækna. Allan Vagn Magnússon, Ás- geir B. Ellertsson og Hannes Finnbogason kveða upp úr- skurð þennan.“ Úrskurðarorð: „Siðanefnd Læknafélags ís- lands telur að Ólafur Ólafsson landlæknir hafi ekki brotið gegn Codex Ethicus með greinar- skrifum sínum í Fréttabréf lækna nr. 12,1992.“ II. Úrskurður „Með bréfi dagsettu 28. nóv- ember, kærði stjórn Félags ungra lækna Kristján Sigurðs- son, yfirlækni og skorarstjóra Fæðingar- og kvensjúkdóma- deildar Landspítalans fyrir brot á 2. mgr. 29. gr. siðareglna lækna. Tilefni kærunnar kveður stjórnin vera það að frá því í júní síðastliðnum hafi ekki verið greitt fyrir vinnu daginn eftir staðarvakt á milli kl. 8 og 10 samkvæmt ákvörðun Kristjáns Sigurðssonar. I kærubréfi er því haldið fram að ákvörðun þessi hafi verið ólögleg og ekki í samræmi við kjarasamninga og hafi yfirlækn- irinn staðið á vafasaman, ger- ræðislegan og rangan hátt að breytingu á ráðningarsamningi kollega sinna og gegn hagsmun- um þeirra. Hafi hann í raun stuðlað að skerðingu á atvinnu- öryggi annarra lækna. Siðanefnd telur að með ákvörðun sinni hafi Kristján Sigurðsson verið að sinna lög- boðnum skyldum sínum sem yfirlæknir og við þau störf getur stjórnandi þurft að taka ákvarð- anir sem geta haft áhrif á kjör starfsmanna sem ákvörðunin snertir. Siðanefnd telur að Kristján Sigurðsson læknir hafi ekki brotið gegn 2. mgr. 29. gr. Codex Ethicus né öðrum ákvæðum siðareglna lækna í umrætt sinn. Allan Vagn Magnússon, Ás- geir B. Ellertsson og Tómas Zoéga kveða upp úrskurð þenn- an.“ Úrskurðarorð: „Kristján Sigurðsson, læknir gerðist ekki brotlegur við Codex Ethicus, við fyrrgreinda ákvörðun."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.