Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1996, Page 62

Læknablaðið - 15.02.1996, Page 62
168 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Félagsdómur Þann 8. janúar síðastliðinn var upp kveðinn dómur Félags- dóms í málinu Fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkisins, Reykjalundar og St. Franciskus- spítala gegn Lœknafélagi ís- lands. Læknafélag Islands og Læknafélag Reykjavíkur sögðu kjarasamningi lausráðinna sjúkrahúslækna upp þann 30. nóvember síðastliðinn með gildistöku 31. desember 1995. Uppsögnin var fyrst og fremst byggð á því að forsendur sam- kvæmt bókun með samningnum væru brostnar, þar sem þau fé- lög BHMR sem sömdu eftir 19. apríl síðastliðinn hefðu fengið mun meiri hækkanir en samn- ingur lækna kvað á um. Um- rædd bókun hljóðar þannig: „Aðilar eru sammála um að feli þeir kjarasamningar, sem fjármálaráðuneytið gerir síðar á þessu ári við aðildarfélög BFIMR almennt, í sér kjara- breytingar sem eru verulega og marktœkt umfram það sem felst í samningi lœknafélaganna, dagsettum í dag, séþað forsenda til uppsagnar á þeim samningi skv. 12. gr. hans. “ Tilvitnuð 12. grein samnings- ins, sem inniheldur önnur skil- yrði um heimild til uppsagnar hans, hljóðarhins vegarþannig: „Forsenda samnings þessa er að verðlagsþróun á samnings- tímanum í heild verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnis- löndum þannig að stöðugleikinn í efnahagslífinu verði tryggður. Á samningstímabilinu munu fulltrúar fjármálaráðherra ogfé- lagsins, eða sá aðili sem það til- nefnir, koma saman og meta hvort forsendur samningsins hafa haldið. Hvorum aðila er heimilt að segja samningnum lausum með minnst mánaðar fyrirvara ef veruleg og marktœk frávik hafa orðið á samnings- forsendum skv. þessari grein. Komi til uppsagnar skv. fram- anskráðu tekur hún gildi 31. des- ember 1995. “ I bréfi Fjármálaráðuneytis til LI, dags. 4. desember síðastlið- inn er uppsögnin talin í and- stöðu við gildandi samninga og ólögmæt þar sem ekki höfðu áður farið fram viðræður um mat á því hvort forsendur hefðu brostið. í bréfinu er einnig áréttað það mat ríkisins að for- sendur hafi ekki brostið. Var skorað á Læknafélag Islands að draga uppsögn til baka. Reykja- víkurborg sendi Læknafélagi Reykjavíkur hliðstætt bréf þann 8. desember. Þann 7. desember var haldinn fundur samningsað- ila. Þar lögðu læknar fram þá hugmynd að Hagstofu íslands eða Þjóðhagsstofnun yrði falið að meta hvort forsendur sam- kvæmt bókuninni hefðu haldið. Á fundi sömu aðila 12. des- ember höfnuðu viðsemjendur tilboði lækna og gáfu félögun- um frest til hádegis næsta dag að draga uppsagnir til baka, annars færi málið fyrir Félagsdóm. Fé- lögin stóðu við uppsögnina og í framhaldi af því gerði Læknafé- lag Reykjavíkur samkomulag við Reykjavíkurborg og Landa- kotsspítala um að hlíta úrskurði Félagsdóms. I málflutningi fyrir Félags- dómi krafðist ríkislögmaður, Jón G. Tómasson hrl., sækjandi málsins, að uppsögn samnings- ins væri dæmd ólögmæt og gild- islaus gagnvart stefnanda. Hann lagði megináherslu á að ekki hefði verið óskað eftir við- ræðum um, hvort forsendur kjarasamnings hefðu haldið, hvorki hvort verðlagsþróun hafi á samningstímanum verið frá- brugðin því, sem gerðist í sam- keppnislöndum, sbr. 1. mgr. 12. gr. kjarasamnings, né um það hvort þeir kjarasamningar, sem stefnandi gerði sfðar á árinu við aðildarfélög BHMR almennt hafi falið í sér kjarabreytingar, sem séu verulega og marktækt umfram það, sem falist hafi í kjarasamningnum frá 19. apríl 1995. Stefndi hafi heldur ekki lagt fram nein gögn, áður en hann sendi uppsagnarbréfið, er varði þessi atriði. í bókuninni, sem fylgdi kjarasamningnum sé sérstaklega vísað í áðurnefnda 12. grein samningsins. Hafi stefnda því borið að óska eftir fundi samningsaðila til að meta, hvort forsendur hafi haldið. Þá taldi stefnandi að ríkissátta- semjara hafi ekki verið tilkynnt um uppsögnina lögum sam- kvæmt, það er samtímis. Lögmaður stefnda, Skúli Pálsson hrl., krafðist sýknu af kröfu stefnanda og hélt því fram að við uppsögn hafi verklag að einu og öllu verið rétt, enda hafi verulegur og marktækur munur verið á launahækkunum lækna og aðildarfélaga BHMR. Taldi hann í lófa lagið að sýna fram á þennan mun, en með því að málsókn stefnanda sé einungis byggð á formsatriðinu, hvort haldinn hafi verið fundur með aðilunum til að ákveða hvort forsendur samningsins hafi haldið væri málsvörn aðallega beint að því atriði. Verjandi hélt því fram að með bókuninni sem fylgdi samningnum hafi viðmið- un hans breyst úr tiltölulega óskýrri hugleiðingu um verð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.