Læknablaðið - 15.02.1996, Page 71
Narox-R FORÐATÖFLUR; M 01 A E 02. Hver foröatafla inniheldur: Naproxenum INN 500 mg eða 750 mg. Eiginleikar: Naproxen er bólgueyðandi lyf með svipaða verkun og acetýlsalicýlsýra. Helstu áhrif
eru bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Þetta lyfjaform er með forðaverkun og nær blóðþéttni lyfsins hámarki um 12-14 klst. eftir inntöku fyrsta skammts, en eftir 4-5 klst. eftir stððuga gjðf.
Helmingunartími í blóði er 10-17 klst. Stððug blóðþéttni næst eftir 3-4 daga. Um 95% lyfsins skilst út í þvagi. Próteinbinding í plasma er um 99%. Ábendingar: Gigtsjúkdómar, þ.m.t. iktsýki, slitgigt, hryggikt
og festumein. Frábendingar: Maga- eða skeifugamarsár. Skorpulifur. Alvarleg hjarta- eða nýrnabilun. Ofnæmi fyrir bólgueyðandi gigtarlyfjum; saga um astma, ofsakláöa eða nefslímubólgur eftir gjöf
einhverra slfkra lyfja. Þar sem aukin blæðingarhætta er til staðar. Meðganga og brjóstagjöf: Lyf af þessum flokki geta dregið úr vöövasamdrætti í legi. Lyfið berst yfir fylgju og getur haft áhrif á starf
blóöflaga fósturs og flýtt fyrir lokun ductus arteriosus. Forðast ber notkun lyfsins á síöasta hluta meðgöngu og ekki skal nota lyfiö síðustu dagana fyrir áætlaða fæðingu. Lyfið berst í brjóstamjólk, en ekki í
þeim mæli að áhríf hafi á bam sem er á brjósti. Varúð: Saga um sár f meltingarvegi. Hjá sjúklingum meö væga hjartabilun, nýrna- eöa lifrarbilun, einkum þegar þvagræsilyf eru gefin samtímis, eru auknar
líkur á vökvasöfnun og frekari truflun á nýmastarfsemi. Minnkuð nýmastarfsemi getur einnig komið fram ef ACE blokkarar eru gefnir samtímis lyfinu (sjá milliverkanir). Aukaverkanir: Aukaverkanir frá
meltingarvegi eru algengustu aukaverkanimar. Algengar (>1%): Almennar: Þreyta, óróleiki, höfuðverkur. Mellingarfæri: Magaverkir, brjóstsviði, ógleði, niðurgangur. Húð: Útbrot eða sár. Miðtaugakerfi: Suð
fyrir eyrum. SJaldgæfar (0,1-1%): Almennan Væg vökvasöfnun, hárlos, h'rti. Meltingarfæri: Blæðingar frá meltingarvegi, magasár, bólgur og sár í munni. Húð: Ofsakláði, Ijósnæm útbrot. Lifur. Gula.
Öndunarfæri: Nefslímbólgur, astmi. Geðrænar: Svefntruflanir, einbeitingarskortur. Nýru: Truflun á nýmastarfsemi. Augu: Sjóntruflanir. Eyru: Heyrnardeyfð. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Almennar:
Ofnæmislost, krampar. Blóð: Blóðflögufæð, hvítkornafæð, blóðskortur (aplastískur og blóðlýsu), eitilfrumufæð. Blóðrás: Æöabólga. Miðtaugakerfi: Heilahimnubólga. Geðrænar: Gleymska, rugl, óróleiki.
Meltingarfæri: Ristilbólgur, sprungin gðm. Húð: Stevens-Johnsons heilkenni, ofnæmisbjúgur, erythema multiforme. Lifur: Lifrarbólga. Öndunarfæri: Lungnabólga með eosinofílum. Efnaskipti: Minnkaður
natríumútskilnaöur, hækkað kalíum í blóði. Milliverkanir: Þar sem lyfið er mikið próteinbundið má gera ráð fyrir milliverkunum viö storkuhemjandi lyf, fenýtóín og súlfónamíö, sem eru sjálf mikiö
próteinbundin og því rétt að vera á verði gegn merkjum um ofskömmtun. Minnkaður útskilnaður af litíum og minnkuð virkni beta-blokkandi lyfja. Rannsóknir in vitro benda til þess að naproxen geti haft áhrif á
niöurbrot zídóvúdíns og aukið plasmastyrk þess. Elturverkanlr: Vart hefur orðið eiturverkana hjá sjúklingi eftir að hafa tekiö 3,75 g en yfirleitt þarf stærri skammta. Einkenni: Höfuöverkur, svimi, sljóleiki, suö
fyrir eyrum, ógleði, uppköst, magaverkur. Hraður hjartsláttur, hjartsláttarköst. Hætta er á nýmabilun, sýring. Meðferð: Magatæming, lyfjakol. Sýrubindandi lyf eftir þörfum. Leiðrétting á sýrujafnvægi. Meðferð
eftir einkennum. Skammtastæröir handa fullorðnum: 500-1000 mg á dag. Skammtastærðir handa börnum: Lyfiö er ekki ætlað bömum. Pakkningar: Forðatöflur 500 mg: 10 stk. (kr.846); 30 stk.
(kr. 2157); 90 stk. (kr. 5507) Forðatöflur 750 mg: 10 stk. (kr. 1163); 30 stk. (kr. 2953); 90 stk. (kr. 7531). Afgreiðslutilhögun: R Greiðslutilhögun: E Janúar 1996