Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 75

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 177 Ortópedísk medisín á St. Franciskusspítalanum Námskeið 1994. Þátttakendur og kennarar. Síðastliðin fimm til sex ár hef- ur fræðigreinin ortópedísk med- isín (hreyfikerfisfræði, stoð- kerfisfræði, bifkerfisfræði) verið stunduð kerfisbundið við St. Franciskusspítalann í Stykk- ishólmi. Við spítalann starfar sjúkrahúslæknir með 10 ára reynslu í greininni, tveir heimil- islæknar, sem báðir hafa sótt í henni námskeið og þrír sjúkra- þjálfarar með talsverða sérhæf- ingu á þessu sviði. Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á eflingu endurhæfingardeildar sjúkrahússins með greiningu og meðferð vandamála er tengjast ortópedískri medisín að megin- markmiði, en deildin sinnir samhliða allri hefðbundinni sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Sjúkrahúsið tekur við sjúk- lingum með hvers kyns vanda í hreyfikerfi til greiningar og meðferðar og er hópur sjúk- linga með vandamál tengd mjóhrygg, brjósthrygg og háls- hrygg langstærstur. Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á íhaldssamri meðferð bakvandamála, um- fram allt brjóskloss og hefur faghópurinn á SFS sett saman sína eigin dagskrá fyrir bak- sjúklinga. Tekur meðferð sjúk- linga með ferskt brjósklos um það bil tvær vikur að meðaltali eins og sakir standa. Reyndar hefur talsverðum fjölda sjúk- linga með langvinna bak- og rótarverki einnig verið vísað til þessarar meðferðar og virðist hún henta vel ýmsum öðrum en brjósklossjúklingum. Sjúklingar eru ýmist greindir og meðhöndlaðir á göngudeild eða lagðir inn og er ætlunin að koma á næstunni á fót sérstakri móttöku fyrir sjúklinga með hreyfikerfisvandamál er falla undir ortópedíska medisín, þar sem læknir og sjúkraþjálfari meta, greina og skipuleggja meðferð í sameiningu. Haldin hafa verið fjögur nám- skeið í ortópedískri medisín á vegum stofnunarinnar og hafa læknar og sjúkraþjálfarar sótt námskeiðinjöfnumhöndum, en á þriðja tug hafa lokið brottfar- arprófi. Er ætlunin að þeir sem sótt hafa námskeiðin geti aflað sér þjálfunar á móttöku þeirri sem að ofan er nefnd þegar fram í sækir en erfitt er að afla sér góðrar þjálfunar í greininni er- lendis. Kennarar á námskeiðunum hafa verið frá Bretlandi, auk sjúkrahúslæknis og hefur stofn- unin samband við allstóran hóp kennara, aðallega á Bretlands- eyjum, sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Upphaf- lega voru námskeiðin einskorð- uð við grundvallarfræði J. H. Cyriax, sem telst faðir þess- arar fræðigreinar en eftir því sem greinin þróast hefur verið tekið inn ýmislegt efni frá öðr- um frumkvöðlum, svo sem R.McKenzie, Ongley & Dorm- an og Maitland svo einhverjir séu nefndir. Greiningaraðferð- irnar eru hinsvegar frá Cyriax, en þær eru langmest kenndar í hinum enskumælandi heimi og víðar. Það er talið afar mikilvægt að þróa námskeiðahald af þessu tagi hér heimafyrir og hafa bresku kennararnir lýst áhuga sínum á að hér á landi verði haldin námskeið í ortópedískri medisín fyrir fagfólk frá bæði Evrópu og Norður-Ameríku. Næsta námskeið verður hald- ið dagana 2.-7. júní að báðum dögum meðtöldum. Þann 1. júní verður haldið upprifjunarnám- skeið fyrir þá sem þegar hafa sótt námskeið í ortópedískri medisín. Nánari upplýsingar um námskeið þessi sem og um nám almennt í greininni veitir sjúkrahúslæknir í síma 4381128, bréfsími 438 1628. Fréttatilkynning
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.