Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 76

Læknablaðið - 15.02.1996, Síða 76
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 178 íðorðasafn lækna 74 Kennslugögn Þó nú sé orðið nokkuð langt síðan, að undirritaður fékk til yfirlestrar stutt útbýti (hand- out) sem fjallaði um geislagrein- ingu, skal það nú tekið til um- ræðu þar sem í því koma fyrir ýmis orð sem eru í daglegri notkun þar sem röntgenmyndir eru pantaðar, teknar og skoð- aðar. Um heitin aðréttu, útbýti og dreifigögn var fjallað í 53. pistli (FL;1994;12:8) og verður sú umfjöllun ekki endurtekin nú. Hins vegar má ítreka að enska heitið „handout“ er með öllu óþarft í íslensku máli. í fyrrgreindu kennsluefni er reyndar hvorki minnst á hand- out eða útbýti, heldur ber heftið hinn iátlausa undirtitil „Nokkur minnisatriði." Höfundar er get- ið á forsíðu og fram kemur hvaða kennsluár heftið muni notað. Hins vegar er þess ekki getið hverjum heftið er ætlað né hvar það verður notað. Slíkum formsatriðum ættu höfundar kennslugagna að sinna. Greiningaraðferðir Geislagreining er það ís- lenska heiti sem notað er um fræðiheitið radiodiagnosis, en það nær yfir röntgengreiningu (roentgen diagnosis), ómgrein- ingu (ultrasound diagnosis) og segulgreiningu (magnetic re- sonance diagnosis). Allt eru þetta lipur og lýsandi heiti sem auðveldlega ættu að komast í al- menna notkun. Sárlega vantar þó liprara heiti á þá aðferð myndgerðar sem nefnist tölvu- sneiðmyndataka (computerized tomography). Of oft er talað um katt- skann eða sí-tí-skann. Fyrir þá, sem vilja takast á við verkefnið, má nefna að gríska nafnorðið tomos merkir sneið og sagnorðið grapho að skrifa eða rita. Um leið mætti hyggja að því að samræma þýðingar á heitum fleiri rannsókna, svo sem angiographia, bronchogra- phia, cholangiographia, salp- ingographia og ventriculogra- phia. Ástæða er til þess að hvetja lækna til þess að senda Orðanefnd læknafélaganna eða undirrituðum hugmyndir sínar, bæði hvað varðar ný erlend fræðiorð, sem þörf er á að fái íslensk heiti, og eins hvað varð- ar nýjar þýðingar á eldri orðum. Venj ur annsóknir I heftinu er meðal annars greint frá því að við vissar að- stæður sé venja (rútína) að taka tilteknar röntgenmyndir. Höf- undur notar fyrirsögnina venju- rannsóknir, þegar hann telur upp nokkur dæmi um slíkar myndatökur, og fer vel á því. Heitið „rútína“ fer hins vegar afar illa í rituðu máli, þó oft sé því slett í daglegri umræðu. Enska nafnorðið routine fær ís- lensku þýðingarnar venja, vani, vanagangur og vanaverk í al- mennum ensk-íslenskum orða- bókum, en er ekki uppflettiorð í íðorðasafni lækna eða í tiltæk- um erlendum læknisfræðiorða- bókum. Hin mikla orðabók Websters greinir frá því að rout- ine sé komið úr frönsku þar sem nafnorðið route merki braut eða vegur og sagnorðið routiner merki að venja við eitthvað. Til- greind dæmi um mismunandi notkun og merkingu gefa til kynna að blæbrigði merkingar séu allt frá því að á íslensku megi nota orðin vani eða venja yfir í það að betur hæfi siður eða skylda. Fullyrðingin „Það er rú- tína að taka lungnamynd!" merkir að það sé meira en vani, það sé siðbundin venja, nánast skyldubundin verkregla, að taka lungnamynd við tilteknar aðstæður. Því finnst undirrituð- um vel hæfa heitið venjurann- sókn. Gaman væri að heyra um aðrar skoðanir eða aðrar tillög- ur. Myndaheiti I fyrrgreindu hefti er minnst á heiti mynda sem byggja á staðl- aðri geislastefnu. Þannig eru til- nefndar frontal-myndir, hliðar- myndir (lateral) og skámyndir. Frons er latneskt nafnorð sem táknar enni. Frontal er svo lýs- ingarorð í enskri tungu sem get- ur vísað til ennis, framhliðar líkamans eða sniðs í gegnum hann (planum frontale), sam- síða enni eða framfleti. Slíkt snið nefnir Iðorðasafnið nú breiðskurð eða breiðsnið. Bein- ar þýðingar á frontal eru: fram- og ennis-, en þýðingar á latn- eska lýsingarorðinu frontalis eru: fram-, breið-, breiddar- og ennis-. Frontal-mynd er tekin þannig að framhlið líkamans snýr að filmu og stefna rönt- gengeislanna er lárétt, í gegnum líkamann frá baki að framfleti. Heitin hliðarmynd og skámynd lýsa vel því sem þau eiga að tákna, en sárlega skortir lipurt heiti á frontal-mynd. Ekkert af heitunum ennismynd, breið- mynd eða breiddarmynd virðast koma til greina, en frammynd gæti ef til vill gengið. Heitið franistefnuniynd er lýsandi og getur gefið vísbendingu um geislastefnuna, en er sennilega of langt. Óskað er eftir fleiri til- lögum. Jóhann Heiðar Jóhannsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.