Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 6

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 6
794 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 794-7 Ritstjómargrein Kólesteról, kransæðasjúkdómar og statínlyf Fjölmargar rannsóknir frá síðustu áratugum hafa sterklega bent til að hátt kólesteról í blóði, sérstaklega LDL-kólesteról, stuðli að æðakölkun og þar með kransæðasjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa verið margs konar, á sviði meinafræði, með dýratilraunum, faralds- fræðilegar rannsóknir um allan heim, fram- skyggnar hóprannsóknir, þar með talið Hjarta- verndarrannsóknin og fjölskyldurannsóknir, svo fátt eitt sé nefnt. Lokasönnunina vantaði þó lengi vel, það er að unnt sé að draga úr áhættunni á kransæðasjúkdómum með því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Með tilkomu statínlyfja (HMG-CoA-redúktasa blokkarar) gafst fyrst gott tækifæri til að sanna kólester- ólkenninguna þar sem þessi lyf lækka kólester- ól mun meira (25^40%) en áður var unnt. Fyrstu rannsóknir á notagildi þessara lyfja studdust við kransæðamyndatökur og mæling- ar á æðavídd. Þær rannsóknir bentu til að þessi lyf gætu hamlað framvindu sjúkdómsins og jafnvel snúið þróuninni við að einhverju leyti. En vissulega var keppikeflið að fá bitastæðari endapunkta til að byggja á en kransæðamynda- tökur. Á síðustu þremur árum hafa birst niðurstöð- ur að minnsta kosti þriggja stórra hóprann- sókna sem ótvírætt sanna virkni slfkra lyfja til að draga úr áhættu á kransæðasjúkdómum með því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Til viðbótar þessum rannsóknum voru kynntar tvær hóprannsóknir á þingi bandarískra hjarta- LDL= low density lipoprotein (lágþéttni lípóprótin) HDL= high density lipoprotein (háþéttni lípóprótín) lækna nú nýverið með mjög hliðstæðum ár- angri. Sir Michael Oliver, vel þekktur breskur efasemdarlæknir, skrifaði nýlega grein (1) þar sem hann telur orsakasamband milli kólester- óls og kransæðasjúkdóma sannað og vísaði í orð Maynard Keynes: When the facts change, I change my mind. What do you do? Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S) í þessari samnorrænu rannsókn, 4S rann- sókninni (2), sem náði meðal annars til íslands var markmiðið að bera saman afdrif (öll dauðs- föll og kransæðatilfelli) hóps kransæðasjúk- linga (alls 4444 á aldrinum 35-70 ára, 20% konur) sem fengið höfðu lyf (simvastatín, Zocor®) eða lyfleysu í tvíblindri og slembaðri rannsókn sem stóð yfir í 5,6 ár. Heildarkólest- erólgildi var að meðaltali um 25% lægra og LDL-kólesterólið um 35% lægra í simvasta- tínhópnum en í lyfleysuhópnum. Við lok rann- sóknarinnar voru kransæðatilfellin 42% færri í simvastatínhópnum og vegna þess voru dauðs- föllin nær þriðjungi færri í þeint hópi en í lyf- leysuhópnum p=0,003. Þetta var í fyrsta sinn sem sýnt var fram á að með því að lækka kól- esteról í blóði væri unnt að koma í veg fyrir dauðsföll, að minnsta kosti meðal sjúklinga sem þegar höfðu einkenni kransæðasjúkdóms (hjartaöng eða kransæðastíflu) og höfðu haft kólesterólgildi á bilinu 5,5-8,0 mmól/L. Vissu- lega er þessi meðferð engin allsherjarlausn en kransæðatilfellunum fækkaði úr 26% í 18% á þessum fimm árum og það er árangur sem er áreiðanlega kostnaðarins virði.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.