Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 6
794 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 794-7 Ritstjómargrein Kólesteról, kransæðasjúkdómar og statínlyf Fjölmargar rannsóknir frá síðustu áratugum hafa sterklega bent til að hátt kólesteról í blóði, sérstaklega LDL-kólesteról, stuðli að æðakölkun og þar með kransæðasjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa verið margs konar, á sviði meinafræði, með dýratilraunum, faralds- fræðilegar rannsóknir um allan heim, fram- skyggnar hóprannsóknir, þar með talið Hjarta- verndarrannsóknin og fjölskyldurannsóknir, svo fátt eitt sé nefnt. Lokasönnunina vantaði þó lengi vel, það er að unnt sé að draga úr áhættunni á kransæðasjúkdómum með því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Með tilkomu statínlyfja (HMG-CoA-redúktasa blokkarar) gafst fyrst gott tækifæri til að sanna kólester- ólkenninguna þar sem þessi lyf lækka kólester- ól mun meira (25^40%) en áður var unnt. Fyrstu rannsóknir á notagildi þessara lyfja studdust við kransæðamyndatökur og mæling- ar á æðavídd. Þær rannsóknir bentu til að þessi lyf gætu hamlað framvindu sjúkdómsins og jafnvel snúið þróuninni við að einhverju leyti. En vissulega var keppikeflið að fá bitastæðari endapunkta til að byggja á en kransæðamynda- tökur. Á síðustu þremur árum hafa birst niðurstöð- ur að minnsta kosti þriggja stórra hóprann- sókna sem ótvírætt sanna virkni slfkra lyfja til að draga úr áhættu á kransæðasjúkdómum með því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Til viðbótar þessum rannsóknum voru kynntar tvær hóprannsóknir á þingi bandarískra hjarta- LDL= low density lipoprotein (lágþéttni lípóprótin) HDL= high density lipoprotein (háþéttni lípóprótín) lækna nú nýverið með mjög hliðstæðum ár- angri. Sir Michael Oliver, vel þekktur breskur efasemdarlæknir, skrifaði nýlega grein (1) þar sem hann telur orsakasamband milli kólester- óls og kransæðasjúkdóma sannað og vísaði í orð Maynard Keynes: When the facts change, I change my mind. What do you do? Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S) í þessari samnorrænu rannsókn, 4S rann- sókninni (2), sem náði meðal annars til íslands var markmiðið að bera saman afdrif (öll dauðs- föll og kransæðatilfelli) hóps kransæðasjúk- linga (alls 4444 á aldrinum 35-70 ára, 20% konur) sem fengið höfðu lyf (simvastatín, Zocor®) eða lyfleysu í tvíblindri og slembaðri rannsókn sem stóð yfir í 5,6 ár. Heildarkólest- erólgildi var að meðaltali um 25% lægra og LDL-kólesterólið um 35% lægra í simvasta- tínhópnum en í lyfleysuhópnum. Við lok rann- sóknarinnar voru kransæðatilfellin 42% færri í simvastatínhópnum og vegna þess voru dauðs- föllin nær þriðjungi færri í þeint hópi en í lyf- leysuhópnum p=0,003. Þetta var í fyrsta sinn sem sýnt var fram á að með því að lækka kól- esteról í blóði væri unnt að koma í veg fyrir dauðsföll, að minnsta kosti meðal sjúklinga sem þegar höfðu einkenni kransæðasjúkdóms (hjartaöng eða kransæðastíflu) og höfðu haft kólesterólgildi á bilinu 5,5-8,0 mmól/L. Vissu- lega er þessi meðferð engin allsherjarlausn en kransæðatilfellunum fækkaði úr 26% í 18% á þessum fimm árum og það er árangur sem er áreiðanlega kostnaðarins virði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.