Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 11

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 797 unargildið á heildarkólesteróli. Hins vegar eru lág HDL-kólesterólgildi (<0,9 mmól/L) veru- legur áhættuþáttur sem lyf hafa tiltölulega lítil áhrif á (statínlyf hækka þó HDL um 8%). Sá hópur kransæðasjúklinga sem hefur til- tölulega eðlileg kólesterólgildi (<5,5 ntmól/L) en lágt HDL-gildi virðist nú hlutfallslega fjöl- mennari en áður, væntanlega vegna þess að meðalgildi kólesteróls hefur farið lækkandi hérlendis síðustu tvo áratugina. í dag er því rökrétt meðferð að lækka LDL-kólesteról þessara einstaklinga með mataræði og statín- um. Meðferð þessa hóps er enn frekar studd af niðurstöðum enn einnar hóprannsóknar frá Texas sem kynnt var nýlega á þingi samtaka bandarískra hjartalækna. Sú rannsókn náði reyndar til hóps karla og kvenna með alls engin einkenni kransæðasjúkdóms, þátttakendur höfðu meðalgildi heildarkólesteróls 5,8 mmól/L en flestir höfðu einnig lágt HDL-kól- esteról. Á sex árum urðu þriðjungi færri krans- æðatilfelli í lyfjahópnum (lovastatín, Meva- cor®). Þessi rannsókn undirstrikar því enn frekar mikilvægi þess að kólesterólgildi karla og kvenna sé sem allra lægst og meðalgildi vestrænna þjóða eru enn verulega of há þótt kólesteról hafi lækkað víða á síðustu árum. Rannsóknin gefur einnig vísbendingu um að skimun með mælingu á heildarkólesteróli og HDL-kólesteróli sé væntanlega réttlætanleg. Niðurstöður rannsóknarinnar frá Texas eiga hugsanlega eftir að breyta hugmyndum um æskileg LDL- og HDL-kólesterólgildi í fram- tíðinni. Notagildi lyfja til lækkunar á þríglýseríðum með tilliti til kransæðasjúkdóma hefur ekki verið sönnuð enda þótt Helsinki hjartarann- sóknin (Helsinki Heart Study) (6) virtist benda til þess en í þeirri rannsókn var notað gemfí- brózíl (Lopid®) sem er af öðrum flokki lyfja (klófíbrat lyf). Ýmsar framskyggnar hóprann- sóknir, þar með talin rannsókn Hjartaverndar, benda vissulega til þess að háir þríglýseríðar séu sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæða- sjúkdóma, einkanlega ef samtímis er lágt HDL-kólesterólgildi. Statínlyfin lækka einnig þríglýseríða umtalsvert (15-30%) samtímis því sem þau lækka LDL-kólesterólgildið. Þessi lyf koma því vissulega til greina í meðferð sjúk- linga með hækkaða þríglýseríða, sérstaklega þegar viðkomandi hefur þegar einkenni um kransæðasjúkdóm. Statínlyfin hafa reynst sér- staklega virk meðal sykursjúkra sem oft hafa einmitt hækkaða þríglýseríða. W.C. Roberts, ritstjóri American Journal of Cardiology, hefur fullyrt að statínlyfin séu jafn þýðingarmikil í meðferð kransæðasjúkdóma eins og penicillín hafi reynst í meðferð sýkinga (7). Alla vega hafa þessi lyf (að minnsta kosti simvastatín, pravastatín og lovastatín) bætt horfur þessa sjúklingahóps verulega enda þótt mataræði, baráttan gegn reykingum og með- ferð háþrýstings og sykursýki gegni áfram mik- ilvægu hlutverki. HEIMILDIR 1. Oliver MF. A new appraisal of reducing cholesterol in the prevention of coronary heart disease. Proc R Coll Physi- cian Edinb 1997; 27: 408-17. 2. Scandinavian Simvastatin Survival Study Group. Rando- mised trial of cholesterol lowering in 4444 patients with coronary heart disease: The Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S). Lancet 1994; 344: 1383-9. 3. Sacks FM, Pfeffer MA, Moye LA, Rouleau JL, Ruther- ford JD, Cole TT, et al. The effect of pravastatin on coronary events after myocardial infarction in patients with average cholesterol levels. N Engl J Med 1996; 335: 1001-9. 4. West of Scotland Coronary Prevention Group. West of Scotland Coronary Prevention Study: identification of high-risk groups and comparison with other cardiovascu- lar intervention trials. Lancet 1996; 348: 1339-42. 5. Þorgeirsson G, Sigurðsson G, Högnason J, Helgason S. Blóðfitulækkandi lyfjameðferð. Læknablaðið 1996; 82: 734-5. 6. Frick MH, Elo O, Haapa K, Heinonen OP, Heinsalmi P, Helo P, et al. Helsinki Heart Study: primary-prevention trial with gemfibrozil in middle-aged men with dyslipid- emia. Safety of treatment, changes in risk factors, and incidence of coronary heart disease. N Engl J Med 1987; 317: 1237-45. 7. Roberts WC. The underused miracle drugs: the statin drugs are to atherosclerosis what penicillin was to in- fectious diseases (editorial). Am J Cardiol 1996; 78: 377-8. Gunnar Sigurðsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.