Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 12

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 12
798 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 798-9 Ritstjórnargrein Svæfingar á landsbyggðinni í lögum um réttindi sjúklinga segir að allir eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita. Einnig segir í sömu lögum að óheimilt sé að mismuna sjúklingum. Hvað hefur þetta með svæfingar á lands- byggðinni að gera? Eru þar einhver vandamál sem þarf að leysa? Þessar spurningar snerta svæfingar mjög mikið. Enga bráðaskurðþjónustu ætti að bjóða nema góð svæfingaþjónusta sé fyrir hendi. Öðruvísi er ekki hægt að veita sömu fullkomnu og öruggu þjónustuna og veitt er á stóru sjúkra- húsunum. Heilbrigðisþjónustan á landsbyggðinni er mikið til umræðu þessa dagana enda er hún og menntunarmöguleikar barna þeir þættir sem ungt fjölskyldufólk athugar þegar það veltir fyrir sér búsetu. Þannig er heilbrigðisþjónustan og fólksflóttinn úr strjálbýlinu nátengdir þætt- ir. íslendingar í dag sætta sig ekki við annars flokks læknisþjónustu. Barnshafandi kona tek- ur ekki áhættuna á því að eiga barn þar sem ekki er hægt að grípa inn í ef vandamál koma upp. Foreldrar sætta sig ekki við að börn þeirra fari í aðgerðir nema þar sem aðstæður eru full- komnar. Hvaða bráðaskurðþjónustu þarf að veita á landsbyggðinni? Þar þarf meðal annars að vera hægt að gera keisaraskurði, sinna slysum og gera hefðbundnar bráðaskurðaðgerðir. Til staðar þarf að vera þjálfað starfsfólk og vakt- þjónusta allan sólarhringinn allt árið um kring. Því miður hefur ríkt stefnuleysi í því hvernig ná á þessum jöfnuði. Brýnt er að yfirstjórn heil- brigðismála ákveði sem allra fyrst hvernig bráðaskurðlæknisþjónustu landsbyggðarinnar skuli háttað og hvar eigi að veita hana. A síðustu árum hafa skurðlækningar á lands- byggðinni átt undir högg að sækja. Best að vígi standa þau sjúkrahús þar sem tekist hefur að halda uppi svæfingaþjónustu. Þar stendur skurðstofurekstur á ákveðnum sviðum enn með nokkrum blóma. Annars staðar hefur hann að mestu leyti lognast út af. Miklar fram- farir og breytingar hafa orðið síðustu ár bæði í skurðlækningum og svæfingalækningum. Af þeim ástæðum hafa mörg verkefni sem áður voru unnin á landsbyggðinni verið flutt á stóru sjúkrahúsin þar sem sérhæfing er fyrir hendi. Uppi eru ýmsar hugmyndir um hvernig snúa megi þessari þróun við. Hægt væri að hugsa sér að vissar sérhæfðar biðlistaaðgerðir væru gerð- ar af sérfræðingum stóru sjúkrahúsanna í hér- aði nokkrum sinnum á ári og samfara því væri veitt svæfingalæknishjálp. Þetta myndi létta undir með héraðssvæfingalæknum og stuðla að því að rjúfa þá faglegu einangrun sem sumir þeirra eru í. Þar sem svæfingar eru svona mikilvægar hvernig á þá að standa að þeim? Er mögulegt að veita þær á landsbyggðinni? Á aðalfundi sínum nú í haust samþykkti Svæfinga- og gjör- gæslulæknafélag íslands gæðastaðla fyrir svæf- ingar og deyfingar. Auðvelt á að vera að vinna samkvæmt þessum stöðlum á landsbyggðinni nema ef til vill þeim hluta er snýr að læknum með sérfræðiþekkingu. Ekki er víst að það ná- ist nokkurn tímann en mikilvægt er að þá sé reynt að leita annarra ásættanlegra leiða. Svæfingaþjónusta á landsbyggðinni hefur hingað til verið mönnuð með ýmsu móti. Þar er þó einkennandi að þeir einstaklingar sem nú sinna þessu og hafa flestir gert lengi hafa verið einstaklega varkárir. Þeir hafa þekkt vel sín mörk og starfsemi þeirra hefur því verið mjög farsæl. Framtíð svæfinga á landsbyggðinni var til

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.