Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 799 umræðu á málþingi sem haldið var í tengslum við ársþing Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Islands. Par voru mættir svæfingalæknar, skurðlæknar og stjórnendur sjúkrahúsa á landsbyggðinni auk landlæknis. Umræður voru málefnalegar og gagnlegar. Engin ástæða er til breytinga á svæfingaþjónustu landsbyggð- arinnar þar sem hún er enn fyrir hendi. Frekar er ástæða til að styðja við bakið á þeim sem þar eru. Vandamál er hins vegar á þeim stöðum þar sem ekki hefur tekist að rnanna svæfinga- læknisstöður en þeir staðir liggja flestir nálægt Reykjavík. Fyrirsjáanlegt er að í framtíðinni verður erf- itt að manna stöður sérfræðinga úti á lands- byggðinni. Sérhæfing er einkennandi fyrir nýja kynslóð lækna. Þetta mun án efa valda því að erfitt verður að fá sérfræðinga til að sinna al- rnennum skurðlækningum og svæfingum á landsbyggðinni. Ungir læknar óttast mjög fag- lega einangrun og munu því vilja leggja mikið á sig til að geta haft tengsl við stóru sjúkrahúsin. Einnig munu þeir síður vilja taka að sér verk í öðrum sérgreinum. í framtíðinni er líka ólík- legt að skurðlæknar eða heimilislæknar vilji bera ábyrgð á svæfingum eða deyfingum eins og tíðkast sums staðar í dag. Sú hugmynd hefur komið fram að sérfræð- ingar á landsbyggðinni bæði í skurðlækningum og svæfingum væru að hluta til ráðnir á stóru sjúkrahúsin, til dæmis fjóra mánuði á ári og sæju stóru sjúkrahúsin um mönnun lands- byggðarsjúkrahúsanna á meðan. Þetta form gæti gert stöður úti á landi meira aðlaðandi og rofið faglega einangrun þeirra lækna sem þar starfa. Einnig losna læknar við að þurfa sífellt að útvega afleysingu til að komast í þau frí sem þeir eiga rétt á. Auðveldast yrði að vinna að lausn ofan- greindra mála ef heildarskipulag yrði gert fyrir allt landið. Þetta kallar á talsverðan undirbún- ing. Það er trú okkar að þar með yrði hægt að auka líkur á því að sérhæft starfsfólk fáist til starfa á landsbyggðinni, almenn skurðþjónusta í héraði verði betri og bráðatilfelli fengju ör- uggari úrlausnir. Aðalbjörn Þorsteinsson Oddur Fjalldal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.