Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 13

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 799 umræðu á málþingi sem haldið var í tengslum við ársþing Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Islands. Par voru mættir svæfingalæknar, skurðlæknar og stjórnendur sjúkrahúsa á landsbyggðinni auk landlæknis. Umræður voru málefnalegar og gagnlegar. Engin ástæða er til breytinga á svæfingaþjónustu landsbyggð- arinnar þar sem hún er enn fyrir hendi. Frekar er ástæða til að styðja við bakið á þeim sem þar eru. Vandamál er hins vegar á þeim stöðum þar sem ekki hefur tekist að rnanna svæfinga- læknisstöður en þeir staðir liggja flestir nálægt Reykjavík. Fyrirsjáanlegt er að í framtíðinni verður erf- itt að manna stöður sérfræðinga úti á lands- byggðinni. Sérhæfing er einkennandi fyrir nýja kynslóð lækna. Þetta mun án efa valda því að erfitt verður að fá sérfræðinga til að sinna al- rnennum skurðlækningum og svæfingum á landsbyggðinni. Ungir læknar óttast mjög fag- lega einangrun og munu því vilja leggja mikið á sig til að geta haft tengsl við stóru sjúkrahúsin. Einnig munu þeir síður vilja taka að sér verk í öðrum sérgreinum. í framtíðinni er líka ólík- legt að skurðlæknar eða heimilislæknar vilji bera ábyrgð á svæfingum eða deyfingum eins og tíðkast sums staðar í dag. Sú hugmynd hefur komið fram að sérfræð- ingar á landsbyggðinni bæði í skurðlækningum og svæfingum væru að hluta til ráðnir á stóru sjúkrahúsin, til dæmis fjóra mánuði á ári og sæju stóru sjúkrahúsin um mönnun lands- byggðarsjúkrahúsanna á meðan. Þetta form gæti gert stöður úti á landi meira aðlaðandi og rofið faglega einangrun þeirra lækna sem þar starfa. Einnig losna læknar við að þurfa sífellt að útvega afleysingu til að komast í þau frí sem þeir eiga rétt á. Auðveldast yrði að vinna að lausn ofan- greindra mála ef heildarskipulag yrði gert fyrir allt landið. Þetta kallar á talsverðan undirbún- ing. Það er trú okkar að þar með yrði hægt að auka líkur á því að sérhæft starfsfólk fáist til starfa á landsbyggðinni, almenn skurðþjónusta í héraði verði betri og bráðatilfelli fengju ör- uggari úrlausnir. Aðalbjörn Þorsteinsson Oddur Fjalldal

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.