Læknablaðið - 15.12.1997, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
801
galla hjá tvíburum fæddum á íslandi á 10 ára
tímabili og bera það saman við nýgengi hjarta-
galla hjá íslenskum börnum í heild.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn
samanstóð af öllum tvíburum sem fæddust á
íslandi á árunum 1986-1995 og greinst hafa
með hjartagalla. Upplýsingar fengust frá Hag-
stofu Islands um tvíbura fædda á tímabilinu og
voru þær bornar saman við sjúkraskrár sér-
fræðinga og Ríkisspítala. Þannig fundust allir
tvíburar sem greinst hafa með hjartagalla og
fæddir eru á rannsóknartímabilinu. Nýgengið
var einnig skoðað sérstaklega fyrir fyrri og
seinni hluta rannsóknartímabilsins. Þörf á
meðferð, árangur meðferðar og dánarorsakir
voru einnig skoðaðar. Kí-kvaðratspróf var not-
að við tölfræðilega útreikninga þar sem það
átti við.
Niðurstöður: Nýgengi: Af 1089 lifandi fædd-
um tvíburum voru 35 með hjartagalla, eða
3,21%, samanborið við um 1,0% nýgengi í
samanburðarhópi. Þessi munur er tölfræðilega
marktækur (p<0,001). Nýgengið var 2,13% á
fyrri hluta tímabilsins en 3,78% á seinni hluta
þess, sem er marktækur munur (p<0,005).
Flokkun hjartagallanna: Af 35 tvíburum með
hjartagalla voru 15 með alvarlegan galla
(þörfnuðust meðferðar). Op milli slegla var
algengasti hjartagallinn (40%). Kynjahlutfall:
Hlutfallið drengur/stúlka var 0,591 samanborið
við 1,1 í samanburðarhópi. Munurinn var ekki
marktækur (p>0,05). Samsetning tvíburahóps-
ins: Af tvíburum með hjartagalla voru 34% pör
þar sem annar tvíburinn var drengur en hinn
stúlka, 26% voru drengjapör og 40% stúlkna-
pör. Aldur við greiningu: Flestir tvíburanna
greindust á fyrstu fimm mánuðum ævinnar.
Einungis tvö börn hafa greinst eftir sex mán-
aða aldur. Meðferð: Tólf barnanna hafa geng-
ist undir hjartaskurðaðgerð, eitt var með-
höndlað í hjartaþræðingu og 10 hafa fengið
lyfjameðferð. Dánartíðni: Sex tvíburar létust
vegna afleiðinga hjartagallans (17%). Dánar-
tíðnin meðal tvíburanna er marktækt hærri en
meðal samanburðarhóps (p<0,005).
Alyktun: Meðfæddir hjartagallar eru algeng-
ari meðal tvíbura en hjá samanburðarhópi.
Nýgengi þeirra er hærra á seinni hluta rann-
sóknartímabilsins. Dánartíðni er einnig hærri
meðal tvíburanna. Árið 1991 hófust glasa-
frjóvganir á íslandi sem leiddu til mikillar fjölg-
unar tvíburafæðinga. Frá sama tíma eykst ný-
gengi meðfæddra hjartagalla meðal tvíbura.
Frekari rannsókna er þörf til að kanna mögu-
leg tengsl þessa.
Inngangur
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ný-
gengi meðfæddra hjartagalla, sem eru meðal
algengustu fæðingargalla. Þessar rannsóknir
benda flestar til þess að nýgengi meðfæddra
hjartagalla sé um 0,8-1,1% (1-3).
Fáar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar
á faraldsfræði meðfæddra hjartagalla hjá tví-
burum og engin rannsókn er til sem nær til
heillar þjóðar. Þá eru litlar upplýsingar til um
það hvort tíðni og dreifing hjartagalla hjá tví-
burum sé frábrugðin því sem almennt gerist.
Rannsóknir erlendis frá gefa til kynna að ný-
gengið sé hærra hjá tvíburum, eða um 1,5-2,5
sinnum hærra en nýgengi í þjóðfélaginu í heild
(2,4-10). Stundum er þó einungis um að ræða
hærra nýgengi meðal tvíbura af sama kyni eða
eineggja tvíbura (6,9).
Berg, Astemborski, Boughman og Ferencz
komust að því að í hópi barna með hjartagalla í
Baltimore-Washington rannsókninni (4) voru
marktækt fleiri tvíburar en meðal samanburð-
arhóps (p<0,03). Einnig voru marktækt fleiri
stúlkur meðal tvíbura með hjartagalla en með-
al tvíbura í viðmiðunarhópi (p<0,005). Hlut-
fall eineggja tvíbura meðal tvíbura með hjarta-
galla var ekki frábrugðið hlutfalli þeirra í við-
miðunarhópnum. Ekki var marktækur munur
milli einbura og tvíbura á eðli og dreifingu
hjartagalla. Hjartagalli var til staðar í báðum
tvíburum úr eineggja pari í 10% tilvika en ein-
ungis í 2,5% tilvika meðal tvíeggja tvíbura.
Hay og Wehrung (6) fundu aukna tíðni
hjartagalla hjá tvíburum miðað við einbura.
Það var þó bundið við tvíbura af sama kyni og
draga þau þá ályktun að aukningin sé fyrst og
fremst meðal eineggja tvíbura. Reyndar var
tíðnin meðal tvíbura af gagnstæðu kyni lægri
en meðal einbura. Báðir tvíburar voru með
hjartagalla hjá 6,1% af tvíburum sama kyns en
hjá 3,3% tvíbura af gagnstæðu kyni. Kynja-
hlutfall var ekki frábrugðið því sem er meðal
einbura.
Kallén rannsakaði fæðingargalla hjá nánast
öllum börnum fædduin í Svíþjóð 1973-1981 (5).
Voru marktækt fleiri tvíburar en einburar með
meðfæddan hjartagalla (p<0,01). Örlítil og
ómarktæk aukning var á hjartagöllum meðal
tvíburapara af sama kyni. Stúlkur með hjarta-
galla í hópi tvíburanna voru marktækt fleiri en