Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 21

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 807 gefið svipaðar vísbendingar, eða að tíðnin hjá tvíburum sé um það bil tvöfalt hærri en hjá einburum (2,4-10). Ekki er vitað um orsakir aukinnar tíðni hjartagalla meðal tvíbura. Erfðir eru taldar skýra um 8% meðfæddra hjartagalla og um- hverfisþættir um 2% (11). Samspil erfða og umhverfis eru því líklega orsök um 90% hjarta- galla. Erfðaþátturinn gæti valdið aukinni tíðni hjartagalla hjá tvíburum, að minnsta kosti meðal eineggja tvíbura. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa þó ekki til kynna að eineggja tvíburum eingöngu sé hættara við að fæðast með hjartagalla. Ákveðnir umhverfisþættir gætu orðið mikil- vægari þegar tvö fóstur þroskast samtímis í móðurkviði og þar með frekar orsakað hjarta- galla. Má til dæmis nefna röskun á blóðflæði til annars fóstursins, hugsanlega vegna rangra æðatenginga í samvöxnum fylgjum eða vegna súrefnisskorts. Slíkar æðatengingar gætu jafn- vel haldið lífi í annars ólífvænlegu fóstri sem hefði dáið ef hinn tvíburinn hefði ekki komið til (15,16). Marktæk aukning á nýgengi hjartagalla varð milli fyrri og seinni hluta rannsóknartímabils- ins (2,13% á fyrri hluta og 3,78% á seinni hluta tímabilsins). Líklega eru enn fleiri tvíburar með meðfæddan hjartagalla á seinna tímabil- inu því þeir yngstu eru ekki nema rétt liðlega ársgamlir og gætu því enn reynst vera með ógreindan galla. Nýgengistalan á seinna tíma- bilinu er því síst of há. Veruleg fjölgun tvíburafæðinga varð á milli þessara tveggja tímabila og er meginástæða þeirrar fjölgunar sú að glasafrjóvganir hófust hérlendis árið 1991 (17). Því vaknar sú spurning hvort hugsanlega sé samband milli tækni- frjóvgana og aukinnar tíðni meðfæddra hjarta- galla. Þannig mætti athuga möguleg áhrif frjó- semislyfja. Einnig má hugsa sér að tengsl séu milli þess að eiga í erfiðleikum með að eignast barn og þess að eignast barn með meðfæddan galla og tæknifrjóvganir hafi þannig áhrif á nýgengi með óbeinum hætti. Rannsókn Gunnlaugs Sigfússonar og Hróðmars Helgasonar (1) náði til barna sem fædd voru á árunum 1986-1989 og skarast því fyrra tímabil þessarar rannsóknar við þeirra rannsókn. Forvitnilegt væri að kanna nýgengi meðfæddra hjartagalla allra barna sem fæddust á íslandi á árunum 1990-1995 til að sjá hvort nýgengið hafi einnig aukist meðal einbura eða hvort aukningin sé bundin við tvíbura. Ef um 3% allra tvíbura eru með meðfæddan hjartagalla ætti hugsanlega að leita markvisst í hópi þeirra með skimun líkt og nú er gert á fóstrum þungaðra kvenna með sykursýki. Að vísu eru þeir annmarkar á því, að greinist tví- buri með alvarlegan hjartagalla á fósturskeiði sem ekki er hægt að gera við, er ekki eins hægt um vik að framkalla fósturlát og ef einungis væri eitt fóstur og því vafasamt hvort skimun fyrir fæðingu kæmi að gagni. Skimun allra tví- bura eftir fæðingu væri hins vegar vel fram- kvæmanleg. Flokkun hjartagallanna: Alvarlegur hjarta- galli fannst hjá 15 (43%) af 35 tvíburum sem voru með hjartagalla. Hjá viðmiðunarhópi voru 46% barnanna með alvarlegan hjarta- sjúkdóm. Hlutfallslega eru því alvarlegir hjartagallar (sjúkdómar sem þarf að með- höndla) ekki algengari meðal tvíburanna en í viðmiðunarhópi (1). Erfitt er þó að leggja mat á nýgengi einstakra hjartagalla hjá tvíburum þegar um svo lítinn hóp er að ræða. Algengasta greiningin var op á milli slegla sem 40% barnanna höfðu. Þetta er heldur lægra hlutfall en í viðmiðunarhópi (55%) (1) en hærra en niðurstöður annarra rannsókna (18-19). Ástæða þess að op á milli slegla er algengara í íslensku rannsóknunum er sú að flestar hinna erlendu eru talsvert eldri, en með tilkomu betri ómsjáa á seinni árum grein- ast mun fleiri lítil op milli slegla en áður (20). Op á milli gátta greindist hjá 20% tvíburanna sem er litlu hærra en almennt gerist (19). Aðrir gallar komu það sjaldan fyrir að ekki er raun- hæft að gera samanburð við gildi viðmiðunar- hóps. Athygli vakti þó að sjúklingarnir þrír sem voru með opna fósturæð voru allt drengir, en opin fósturæð er almennt mun algengari meðal stúlkna, með kynjahlutfallið (drengur/ stúlka) 0,3 (14). Kynjahlutfall tvíburahópsins: Talsvert fleiri stúlkur en drengir voru með meðfæddan hjartagalla meðal tvíburanna (kynjahlutfallið var 0,591). í hópi tvíbura án hjartagalla voru fleiri drengir en stúlkur. Munurinn er ekki marktækur (p<0,l og >0,05) en engu að síður athyglisverður því þetta gæti þýtt að hættan á að tvíburastúlka fæðist með hjartagalla sé nærri tvöföld á við hættuna á að tvíburadreng- ur fæðist með hjartagalla. Aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna að hjartagallar séu algeng-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.