Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 27

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 813 Table I. Incidence of tuberculosis according to geographic area. Country of birth Number of TB cases TB cases/100,000/year lceland 436 8.4 Other countries than lceland: 32 18.0 American 5 18.8 Asian 19 173.7 European (except Nordic countries) 3 5.9 Nordic (except lceland) 5 6.0 Fig. 1. Percentage of TB cases among foreign-born individu- als in 1975-1996. A dramatic increase was noted during the latter part of the period. Number of TB cases /100,000/ year Fig. 2. A comparison ofTB rates in Iceland with and without foreign-born individuals. No difference is noted until 1989- 1990. þessari rannsókn var sömu skilmerkjum beitt til að meta ábendingu meðferðar. Einnig geta önnur atriði ýtt undir að veita meðferð þótt viðkomandi sé eldri en 35 ára svo sem bris í efri hlutum lungna á röntgenmynd, ónæmisbæling, saga um berkla í fjölskyldu- eða umgengnis- hópi eða að viðkomandi hafi nýlega verið út- settur fyrir berklatilfelli. Fyrirbyggjandi með- ferð var talin fullnægjandi ef ísóníasíð var gefið í að minnsta kosti sex mánuði. Heilbrigðisskoðun með tilliti til berkla var talin fullnægjandi ef berklapróf var framkvæmt og í framhaldi af því tekin röntgenmynd af lungum ef prófið reyndist jákvætt. Ef báðar rannsóknirnar voru gerðar samtímis var heil- brigðisskoðun líka talin fullnægjandi en í þeim tilvikum var röntgenmyndataka stundum óþörf. Við útreikninga var notað kí-kvaðratspróf. Niðurstöður Berklaveikir á árunum 1975-1996: Af 468 greindum berklatilfellum á Islandi á árunum 1975-1996 voru 32 meðal innflytjenda (tafla I). Hlutfall innflytjenda meðal berklaveikra jókst marktækt (p<0,001) á tímabilinu og átti öll aukningin sér stað frá árinu 1989. Undir lok rannsóknartímabilsins var svo komið að fjórð- ungur tilfellanna var meðal innflytjenda (mynd 1). Nýgengi berkla á tímabilinu var 18,0 tilfelli á 100.000 á ári meðal innflytjenda, en 8,4 á 100.000 á ári meðal innfæddra íslendinga (p<0,001). Nýgengi berkla meðal þeirra sem komu frá Asíu var 173,7 tilfelli á 100.000 á ári eða 21 sinnum hærra (p<0,001) en meðal inn- fæddra (tafla I). Engir sem komu frá Afríku eða Eyjaálfu greindust með berkla á árunum 1975-1996 enda fáir sem fluttust þaðan. Þróun nýgengis berkla á tfmabilinu sést á mynd 2. Greining berklaveikra: Af þeim 32 innflytj- endum sem greindust með berkla fannst einn fjórði eða átta einstaklingar vegna kröfu um vottorð (heilbrigðisskoðun) þegar þeir komu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.