Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 28

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 28
814 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 til landsins. Þrír fjórðu eða 24 einstaklingar greindust síðar og hafði aðeins einn þeirra neikvætt berklapróf við komu til landsins. Hin- ir 23 höfðu ekki farið í berklapróf (18 einstak- lingar) eða þá að greind berklasmitun hafði ekki verið meðhöndluð (fimm einstaklingar). Ef berklar drápu sig úr dróma gerðist það venjulega á innan við fimnt árum eftir komu einstaklingsins til íslands (mynd 3). Innflytjendur 1995. Skoðanir vegna kvaðar um vottorð: Af þeim 559 sem framvísuðu lækn- isvottorðum var staðfest að gert hafði verið berklapróf hjá 64,9% (363). Af þeim voru 42,1% (153) taldir jákvæðir og 57,9% (210) neikvæðir. í töflu II má sjá niðurstöðu berkla- prófs eftir uppruna. Landsvæðin sem skera sig úr eru Afríka, Asía og Austur-Evrópa. Enginn greindist með virka berkla við heilbrigðisskoð- un árið 1995. Tafla III sýnir fjölda þeirra sem fóru í berklapróf og röntgenmyndatöku af lungum. Af þeim sem voru jákvæðir fóru flestir í rönt- genmyndatöku (93,5%) eins og vera ber. Af þeim sem voru neikvæðir fóru 23,3% í rönt- genmyndatöku án þess að unnt væri að sjá hver ábendingin hefði verið. Alls fóru 26,2% í hvor- uga rannsóknina en fengu þó læknisvottorð. Berklapróf var jákvætt hjá 153 einstakling- um. Af þeim voru 98 undir 35 ára aldri og því ábending á fyrirbyggjandi berklalyfjameðferð. Þar af hófu 42 meðferðina. Að auki hófu 16 einstaklingar fyrirbyggjandi meðferð þrátt fyrir að vera komnir yfir 35 ára aldur, venju- lega vegna viðbótarábendinga. Samtals voru það því 58 (38% jákvæðra) sem hófu meðferð- ina, 88% luku við að minnsta kosti sex mánaða meðferð en 12% luku ekki meðferð. Ef taldir eru saman þeir sem töldust jákvæð- ir á berklaprófi og luku ekki meðferð, samtals 105 (tafla IV), og áætlaður fjöldi jákvæðra meðal þeirra sem ekki var gert berklapróf á, samtals 74 (tafla V), má gera ráð fyrir að á árinu 1995 hafi 179 berklasmitaðir einstakling- ar fengið dvalarleyfi á landinu án þess að fá meðferð. Umræða Við berklavarnir hefur greining og meðferð berklaveikra forgang. Þar á eftir kemur leit að nýsmituðum í umhverfi berklaveikra. Þá berklaskoðun meðal þeirra sem hyggjast setj- ast hér að og koma frá löndum þar sem berklar eru algengir. Fig. 3. Years of residence in Iceland before diagnosis of TB. Table II. Mantoux-positivity according to origin. Area of origin Mantoux- positive Mantoux- negative (%) positive Western Europe 0 14 (0) Eastern Europe 63 62 (50.4) Africa 13 6 (68.4) Asia 71 52 (57.7) South/Mid America 2 13 (13.3) North America 2 52 (3.7) Oceania 2 11 (15.4) Total 153 210 (42.1) Table III. Chest x-ray according to Mantoux test and out- come. Mantoux test Mantoux test Mantoux test positive negative not done Total x-ray done 143 49 48 240 x-ray not done 10 161 148 319 Total 153 210 196 559 Table IV. Mantoux-positive. Mantoux-positive Finished > 6 months isoniazid 51 Did not finish treatment 7 No treatment 98 Total untreated positives 105 Berklar hafa verið á undanhaldi meðal inn- fæddra Islendinga. Niðurstöður okkar sýna þó svo ekki verður um villst, að berklar meðal innflytjenda hafa nú í vaxandi mæli áhrif á faraldsfræði berkla á íslandi. Um fjórðungur tilfella þessi árin kemur upp meðal innflytjenda. Greindust tilfellin ýmist

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.