Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 28

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 28
814 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 til landsins. Þrír fjórðu eða 24 einstaklingar greindust síðar og hafði aðeins einn þeirra neikvætt berklapróf við komu til landsins. Hin- ir 23 höfðu ekki farið í berklapróf (18 einstak- lingar) eða þá að greind berklasmitun hafði ekki verið meðhöndluð (fimm einstaklingar). Ef berklar drápu sig úr dróma gerðist það venjulega á innan við fimnt árum eftir komu einstaklingsins til íslands (mynd 3). Innflytjendur 1995. Skoðanir vegna kvaðar um vottorð: Af þeim 559 sem framvísuðu lækn- isvottorðum var staðfest að gert hafði verið berklapróf hjá 64,9% (363). Af þeim voru 42,1% (153) taldir jákvæðir og 57,9% (210) neikvæðir. í töflu II má sjá niðurstöðu berkla- prófs eftir uppruna. Landsvæðin sem skera sig úr eru Afríka, Asía og Austur-Evrópa. Enginn greindist með virka berkla við heilbrigðisskoð- un árið 1995. Tafla III sýnir fjölda þeirra sem fóru í berklapróf og röntgenmyndatöku af lungum. Af þeim sem voru jákvæðir fóru flestir í rönt- genmyndatöku (93,5%) eins og vera ber. Af þeim sem voru neikvæðir fóru 23,3% í rönt- genmyndatöku án þess að unnt væri að sjá hver ábendingin hefði verið. Alls fóru 26,2% í hvor- uga rannsóknina en fengu þó læknisvottorð. Berklapróf var jákvætt hjá 153 einstakling- um. Af þeim voru 98 undir 35 ára aldri og því ábending á fyrirbyggjandi berklalyfjameðferð. Þar af hófu 42 meðferðina. Að auki hófu 16 einstaklingar fyrirbyggjandi meðferð þrátt fyrir að vera komnir yfir 35 ára aldur, venju- lega vegna viðbótarábendinga. Samtals voru það því 58 (38% jákvæðra) sem hófu meðferð- ina, 88% luku við að minnsta kosti sex mánaða meðferð en 12% luku ekki meðferð. Ef taldir eru saman þeir sem töldust jákvæð- ir á berklaprófi og luku ekki meðferð, samtals 105 (tafla IV), og áætlaður fjöldi jákvæðra meðal þeirra sem ekki var gert berklapróf á, samtals 74 (tafla V), má gera ráð fyrir að á árinu 1995 hafi 179 berklasmitaðir einstakling- ar fengið dvalarleyfi á landinu án þess að fá meðferð. Umræða Við berklavarnir hefur greining og meðferð berklaveikra forgang. Þar á eftir kemur leit að nýsmituðum í umhverfi berklaveikra. Þá berklaskoðun meðal þeirra sem hyggjast setj- ast hér að og koma frá löndum þar sem berklar eru algengir. Fig. 3. Years of residence in Iceland before diagnosis of TB. Table II. Mantoux-positivity according to origin. Area of origin Mantoux- positive Mantoux- negative (%) positive Western Europe 0 14 (0) Eastern Europe 63 62 (50.4) Africa 13 6 (68.4) Asia 71 52 (57.7) South/Mid America 2 13 (13.3) North America 2 52 (3.7) Oceania 2 11 (15.4) Total 153 210 (42.1) Table III. Chest x-ray according to Mantoux test and out- come. Mantoux test Mantoux test Mantoux test positive negative not done Total x-ray done 143 49 48 240 x-ray not done 10 161 148 319 Total 153 210 196 559 Table IV. Mantoux-positive. Mantoux-positive Finished > 6 months isoniazid 51 Did not finish treatment 7 No treatment 98 Total untreated positives 105 Berklar hafa verið á undanhaldi meðal inn- fæddra Islendinga. Niðurstöður okkar sýna þó svo ekki verður um villst, að berklar meðal innflytjenda hafa nú í vaxandi mæli áhrif á faraldsfræði berkla á íslandi. Um fjórðungur tilfella þessi árin kemur upp meðal innflytjenda. Greindust tilfellin ýmist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.