Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 47

Læknablaðið - 15.12.1997, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 831 Leishmanssótt í húð Sjúkratilfelli Steingrímur Davíðsson1’, Jón Hjaltalín Ólafsson1’, Sverrir Harðarson2* Davíðsson S, Ólafsson JH, Harðarson S Cutaneous leishmaniasis. A ease report Læknablaðið 1997; 83: 831-3 Cutaneous leishmaniasis is a common infection in South America and the Middle East. A 20 year lcelander vvas infecled vvith leishmaniasis vvhile trav- elling in South America. Treatment with the anti- monial sodium stibogluconate was successful. With increased travelling to tropical and subtropical countries a rising incidence of tropical infectious diseases can be expected in Iceland. Keywords: tropical diseases, skirt infections, cutaneous leishmaniasis. Ágrip Leishmanssótt (leishmaniasis) í húð er al- geng sýking víða um heim sérstaklega í Suður- Ameríku og Mið-Austurlöndum. Hér er lýst sjúkratilfelli þar sem tvítugur íslendingur smit- aðist af leishmanssótt á ferðalagi í Suður-Am- eríku. Meðferð nteð kvikasilfurslyfinu natríum stíbóglúkónat var árangursrík. Með auknunt ferðalögum íslendinga til heitari landa má búast við aukinni tíðni ýmissa smitsjúkdóma sem algengir eru þar. Frá 1|göngudeild húð- og kynsjúkdóma og 2)Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði, Landspítalanum. Fyrirspurn- ir, bréfaskipti: Steingrímur Davíðsson, göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18,105 Reykjavík. Lykilorð: hitabeltissjúkdómar, húðsýkingar, leishmanssótt. Inngangur Leishmanssótt (leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvísl Leishmania. Ætt- kvíslin er af ættbálki Kinetoplastida af ætt Trypanosomatidae. Um er að ræða sníkjudýr sem lifir í frumum manna og dýra (intracellular parasite). Að minnsta kosti 15 tegundir þeirra sýkja menn. Sýkingar eru oftast bundnar við húð (cutaneous leishmaniasis) en geta einnig lagst á slímhúðir (mucocutaneous leishmanias- is) og innri líffæri (visceral leishmaniasis). Þær tegundir sem valda innyflasýkingum geta líka sýkt húð. Smitið berst með sandflugum (Phle- botomus spp og Lutzomyia spp) sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi og nærast á blóði manna og annarra spendýra. I flugunni hefur Leish- mania sérstakt form, promastigote, sem er svipulaga. Fjölgun verður í meltingarvegi flug- unnar og síðan berst frunidýrið til gaddsins (proboscis) við munn hennar. Menn sýkjast við bit þessara flugna gegnum húð. Þegar Leish- mania berst í spendýr verður hún hnattlaga og kallast þá amastigote. Það form lifir og fjölgar sér í átfrumum (macrophage). Tegundir Leishmania dreifast mismikið um líkamann. Leishmania sýkir spendýr og helstu upp- sprettur sýkinga eru hundar, nagdýr og menn. Kvendýr sandflugna verða smitberar við að nærast á blóði sýktra dýra. Tegundum leish- manssóttar er gjarnan skipt í „gamla heims" og „nýja heims" afbrigði til hagræðingar. Gamli heimurinn á við svæðið í kringum Miðjarðar- hafið, hluta Asíu og Afríku og nýi heimurinn Mið- og Suður-Ameríku. Talið er að árlega smitist 400.000-600.000 manns í heiminum af leishmanssótt (1,2) þó

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.