Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 47

Læknablaðið - 15.12.1997, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 831 Leishmanssótt í húð Sjúkratilfelli Steingrímur Davíðsson1’, Jón Hjaltalín Ólafsson1’, Sverrir Harðarson2* Davíðsson S, Ólafsson JH, Harðarson S Cutaneous leishmaniasis. A ease report Læknablaðið 1997; 83: 831-3 Cutaneous leishmaniasis is a common infection in South America and the Middle East. A 20 year lcelander vvas infecled vvith leishmaniasis vvhile trav- elling in South America. Treatment with the anti- monial sodium stibogluconate was successful. With increased travelling to tropical and subtropical countries a rising incidence of tropical infectious diseases can be expected in Iceland. Keywords: tropical diseases, skirt infections, cutaneous leishmaniasis. Ágrip Leishmanssótt (leishmaniasis) í húð er al- geng sýking víða um heim sérstaklega í Suður- Ameríku og Mið-Austurlöndum. Hér er lýst sjúkratilfelli þar sem tvítugur íslendingur smit- aðist af leishmanssótt á ferðalagi í Suður-Am- eríku. Meðferð nteð kvikasilfurslyfinu natríum stíbóglúkónat var árangursrík. Með auknunt ferðalögum íslendinga til heitari landa má búast við aukinni tíðni ýmissa smitsjúkdóma sem algengir eru þar. Frá 1|göngudeild húð- og kynsjúkdóma og 2)Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði, Landspítalanum. Fyrirspurn- ir, bréfaskipti: Steingrímur Davíðsson, göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18,105 Reykjavík. Lykilorð: hitabeltissjúkdómar, húðsýkingar, leishmanssótt. Inngangur Leishmanssótt (leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvísl Leishmania. Ætt- kvíslin er af ættbálki Kinetoplastida af ætt Trypanosomatidae. Um er að ræða sníkjudýr sem lifir í frumum manna og dýra (intracellular parasite). Að minnsta kosti 15 tegundir þeirra sýkja menn. Sýkingar eru oftast bundnar við húð (cutaneous leishmaniasis) en geta einnig lagst á slímhúðir (mucocutaneous leishmanias- is) og innri líffæri (visceral leishmaniasis). Þær tegundir sem valda innyflasýkingum geta líka sýkt húð. Smitið berst með sandflugum (Phle- botomus spp og Lutzomyia spp) sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi og nærast á blóði manna og annarra spendýra. I flugunni hefur Leish- mania sérstakt form, promastigote, sem er svipulaga. Fjölgun verður í meltingarvegi flug- unnar og síðan berst frunidýrið til gaddsins (proboscis) við munn hennar. Menn sýkjast við bit þessara flugna gegnum húð. Þegar Leish- mania berst í spendýr verður hún hnattlaga og kallast þá amastigote. Það form lifir og fjölgar sér í átfrumum (macrophage). Tegundir Leishmania dreifast mismikið um líkamann. Leishmania sýkir spendýr og helstu upp- sprettur sýkinga eru hundar, nagdýr og menn. Kvendýr sandflugna verða smitberar við að nærast á blóði sýktra dýra. Tegundum leish- manssóttar er gjarnan skipt í „gamla heims" og „nýja heims" afbrigði til hagræðingar. Gamli heimurinn á við svæðið í kringum Miðjarðar- hafið, hluta Asíu og Afríku og nýi heimurinn Mið- og Suður-Ameríku. Talið er að árlega smitist 400.000-600.000 manns í heiminum af leishmanssótt (1,2) þó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.